Vöknuðu á floti og stigu út með drulluna upp að hnjám Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 17:39 Menn voru fljótir að gera gott úr málunum og tylltu sér í huggulegheitin við nýju tjörnina. Jakob Magnússon Félögunum Jakobi Magnússyni og Kolbeini Tuma var heldur betur brugðið í brún þegar þeir vöknuðu á tjaldstæðinu við Hróarskeldu í morgun og allt var á floti. Þeir hafi vaknað, stigið út, og drullan hafi náð upp að hnjám. Þetta var „kyngimagnað“ segja þeir. Tónlistarhátíðin Hróarskelda stendur nú yfir í Danmörku, og í gær viðraði sérstaklega vel á gesti. Sólin skein og hiti fór yfir tuttugu gráður. Í nótt kom svo hellidemba sem gerði tjaldstæðið að hálfgerðri tjörn eða drullusvæði. Ansi vætusamt í morgun.Jakob Magnússon Jakob Magnússon, gestur á hátíðinni, segir að nú hafi stytt upp og þetta sé svona að mestu þornað núna. „En það er samt mýri hérna á svæðinu sko, þar sem við erum að labba,“ segir hann. „Ókei, örkin hans Nóa!“ Kolbeinn Tumi segir að fyrsta hugsunin hans þegar hann vaknaði hafi verið, „Ókei, örkin hans Nóa!“ Hann segir að félagi hans sem hafi verið að tjalda þarna hafi líka vaknað á floti. „Maður þekkir þetta ekki á Íslandi. Maður vaknaði ekkert í kulda, það er hlýtt hérna og stemning. En að vakna í svona flóði, svo að stíga út í drulluna, það er bara kyngimagnað,“ segir Kolbeinn. Svæðið var algjör drullupollur í morgun. Drullan virðist kannski ekki alveg ná upp að hnjám hér á þessari mynd, en maður skilur samt hvað þeir eiga við.Jakob Magnússon Það sé drulla á svæðinu og allir séu „ljótir og ógeðslegir.“ „En svona er þetta með krakka og ungt fólk sem er að skemmta sér, það tekur skemmtunina fram fyrir svona viðbjóð og harkar þetta af sér. Við þekkjum það á Íslandi yfir Þjóðhátíð,“ segir Kolbeinn, sem lætur greinilega engan bilbug á sér finna. Hann segir að það sé komin bullandi stemning í hópinn, og menn komnir í gír. Svæðið sé vissulega viðbjóður og maður rölti þar um með drulluna upp að hnjám, „en svo fer maður bara í sturtu,“ segir Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Roskilde Festival (@roskildefestival) Danmörk Hróarskelda Íslendingar erlendis Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Tónlistarhátíðin Hróarskelda stendur nú yfir í Danmörku, og í gær viðraði sérstaklega vel á gesti. Sólin skein og hiti fór yfir tuttugu gráður. Í nótt kom svo hellidemba sem gerði tjaldstæðið að hálfgerðri tjörn eða drullusvæði. Ansi vætusamt í morgun.Jakob Magnússon Jakob Magnússon, gestur á hátíðinni, segir að nú hafi stytt upp og þetta sé svona að mestu þornað núna. „En það er samt mýri hérna á svæðinu sko, þar sem við erum að labba,“ segir hann. „Ókei, örkin hans Nóa!“ Kolbeinn Tumi segir að fyrsta hugsunin hans þegar hann vaknaði hafi verið, „Ókei, örkin hans Nóa!“ Hann segir að félagi hans sem hafi verið að tjalda þarna hafi líka vaknað á floti. „Maður þekkir þetta ekki á Íslandi. Maður vaknaði ekkert í kulda, það er hlýtt hérna og stemning. En að vakna í svona flóði, svo að stíga út í drulluna, það er bara kyngimagnað,“ segir Kolbeinn. Svæðið var algjör drullupollur í morgun. Drullan virðist kannski ekki alveg ná upp að hnjám hér á þessari mynd, en maður skilur samt hvað þeir eiga við.Jakob Magnússon Það sé drulla á svæðinu og allir séu „ljótir og ógeðslegir.“ „En svona er þetta með krakka og ungt fólk sem er að skemmta sér, það tekur skemmtunina fram fyrir svona viðbjóð og harkar þetta af sér. Við þekkjum það á Íslandi yfir Þjóðhátíð,“ segir Kolbeinn, sem lætur greinilega engan bilbug á sér finna. Hann segir að það sé komin bullandi stemning í hópinn, og menn komnir í gír. Svæðið sé vissulega viðbjóður og maður rölti þar um með drulluna upp að hnjám, „en svo fer maður bara í sturtu,“ segir Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Roskilde Festival (@roskildefestival)
Danmörk Hróarskelda Íslendingar erlendis Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira