Hefðbundið eftirlit vegna sjúkdóma bíði þar til í haust eða vor Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 19:30 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vona að breytt fyrirkomulag sé komið til að vera. Vísir/Sigurjón Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira