Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 15:53 Þormar og Ómar segja stóran meirihluta bygginga í bænum óskemmdan. Vísir/Samsett Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. Ómar sem rekur vélsmiðju í Grindavík segir sjávarútveginn ekki á leið úr bænum. Staðan í Grindavík sé miklu betri en landsmenn halda og stór hluti bæjarins óskemmdur. „Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsfyrirtækin ekki að fara. Í öðru lagi er þetta spurning um hvernig þú lítur á þetta. Hvort þú ert með glasið hálffullt eða hálftómt. Við sjáum tækifæri þegar hægist á náttúrunni og við getum farið að byggja aftur upp. Við höfum verið að kalla eftir því líka núna að við förum að pjakka í sprungur. Af því að bærinn er tiltölulega heill,“ segir Ómar. „Áttatíu prósent af húsum í Grindavík eru í lagi. Það er búið að setja þetta jarðskönnunarverkefni í gang og allir vesturhluti bæjarins er bara stráheill. Þetta vita landsmenn til dæmis ekki. Ég tala við fólk sem býr úti á landi og það halda allir að Grindavík sé ónýt sem hún er bara alls ekki,“ bætir hann við. Girða sprungurnar af og opna inn Ómar segir tímann til kominn að hleypa fólki inn í bæinn og sér jafnvel tækifæri í að selja bæinn sem áfangastað eldgosaferðamanna. Fólk vilji sjá hvernig ástatt sé í bænum. „Það sem við erum búnir að kalla eftir núna er að opna lokunarpóstana. Hleypum fólki inn í bæinn, fáum túristana og landsmenn og leyfum fólki að koma að sjá. Girðum bara af þessar sprungur og opnum bæinn. Þannig hleypum við súrefni til fyrirtækjanna,“ segir Ómar. Þormar,annar eigenda Papa's Pizzeria í Grindavík, sér bjarta framtíð fyrir sér í bænum. Hann spáir því að bærinn verði fullur af fólki á nýjan leik eftir fjögur til fimm ár, þó það komi kannski til með að vera nýtt fólk. „Það eru tvö ár eftir af forgangsréttinum, þá fara menn að reyna að selja húsin eða leigja þau út. Ég hugsa að það taki tvö ár, kannski þrjú. Eftir svona fjögur til fimm ár verður þessi bær fullur af fólki aftur. Það verður kannski áttatíu prósent nýtt fólk,“ segir hann. Svarta myndin af bænum eigi sér ekki stoð „Því betur sem okkur gengur að hafa bæinn opinn og líf í verslun og þjónustu þá verður bærinn meira aðlaðandi,“ bætir hann við. Þormar segist vilja koma þeim skilaboðum til landsmanna að sú svarta mynd sem máluð hefur verið upp af bænum eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hann sé búsettur í Grindavík um þessar mundir og uni sér vel þar. Hann hvetur landsmenn einnig til að bóka tíma í golfi á golfvellinum þar í bæ sem er opinn þrátt fyrir smávægilegar sprungur hér og þar. Hann segist einnig vera vonsvikinn út í þingmenn Suðurkjördæmis sem honum finnst ekki sinna grindvísku atvinnulífi nægilega. „Aðstæður fólks og fyrirtækja eru mismunandi. Það eru fyrirtæki þarna sem eru í vandræðum, geta ekki verið án fólks. Mér finnst að þingmennirnir okkar í Suðurkjördæmi. Þeir mættu sýna þessu meiri áhuga. Þetta er leiðindamál. Menn nenna ekki að ræða þetta, komnir með leið á þessu. En það er ekkert búið að leysa öll vandamál,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Atvinnurekendur Verslun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Ómar sem rekur vélsmiðju í Grindavík segir sjávarútveginn ekki á leið úr bænum. Staðan í Grindavík sé miklu betri en landsmenn halda og stór hluti bæjarins óskemmdur. „Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsfyrirtækin ekki að fara. Í öðru lagi er þetta spurning um hvernig þú lítur á þetta. Hvort þú ert með glasið hálffullt eða hálftómt. Við sjáum tækifæri þegar hægist á náttúrunni og við getum farið að byggja aftur upp. Við höfum verið að kalla eftir því líka núna að við förum að pjakka í sprungur. Af því að bærinn er tiltölulega heill,“ segir Ómar. „Áttatíu prósent af húsum í Grindavík eru í lagi. Það er búið að setja þetta jarðskönnunarverkefni í gang og allir vesturhluti bæjarins er bara stráheill. Þetta vita landsmenn til dæmis ekki. Ég tala við fólk sem býr úti á landi og það halda allir að Grindavík sé ónýt sem hún er bara alls ekki,“ bætir hann við. Girða sprungurnar af og opna inn Ómar segir tímann til kominn að hleypa fólki inn í bæinn og sér jafnvel tækifæri í að selja bæinn sem áfangastað eldgosaferðamanna. Fólk vilji sjá hvernig ástatt sé í bænum. „Það sem við erum búnir að kalla eftir núna er að opna lokunarpóstana. Hleypum fólki inn í bæinn, fáum túristana og landsmenn og leyfum fólki að koma að sjá. Girðum bara af þessar sprungur og opnum bæinn. Þannig hleypum við súrefni til fyrirtækjanna,“ segir Ómar. Þormar,annar eigenda Papa's Pizzeria í Grindavík, sér bjarta framtíð fyrir sér í bænum. Hann spáir því að bærinn verði fullur af fólki á nýjan leik eftir fjögur til fimm ár, þó það komi kannski til með að vera nýtt fólk. „Það eru tvö ár eftir af forgangsréttinum, þá fara menn að reyna að selja húsin eða leigja þau út. Ég hugsa að það taki tvö ár, kannski þrjú. Eftir svona fjögur til fimm ár verður þessi bær fullur af fólki aftur. Það verður kannski áttatíu prósent nýtt fólk,“ segir hann. Svarta myndin af bænum eigi sér ekki stoð „Því betur sem okkur gengur að hafa bæinn opinn og líf í verslun og þjónustu þá verður bærinn meira aðlaðandi,“ bætir hann við. Þormar segist vilja koma þeim skilaboðum til landsmanna að sú svarta mynd sem máluð hefur verið upp af bænum eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hann sé búsettur í Grindavík um þessar mundir og uni sér vel þar. Hann hvetur landsmenn einnig til að bóka tíma í golfi á golfvellinum þar í bæ sem er opinn þrátt fyrir smávægilegar sprungur hér og þar. Hann segist einnig vera vonsvikinn út í þingmenn Suðurkjördæmis sem honum finnst ekki sinna grindvísku atvinnulífi nægilega. „Aðstæður fólks og fyrirtækja eru mismunandi. Það eru fyrirtæki þarna sem eru í vandræðum, geta ekki verið án fólks. Mér finnst að þingmennirnir okkar í Suðurkjördæmi. Þeir mættu sýna þessu meiri áhuga. Þetta er leiðindamál. Menn nenna ekki að ræða þetta, komnir með leið á þessu. En það er ekkert búið að leysa öll vandamál,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Atvinnurekendur Verslun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira