Boeing samþykkir að játa sök og greiða 34 milljarða sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 09:25 Forstjóri Boeing mætti fyrir þingnefnd í júní, þar sem fjöldi ættingja látnu var viðstaddur. Sagðist hann vilja axla ábyrgð vegna slysanna en mörgum þykir það meira í orði en á borði. Getty/Andrew Harnik Stjórnendur Boeing hafa samþykkt að játa sök og greiða 243 milljónir dala, jafnvirði tæpra 34 milljarða króna, í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkomulagi við yfirvöld. Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC. Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC.
Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira