Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 08:16 Barnaverndarsamtök hafa verulegar áhyggjur af því hvernig gervigreind er nú notuð til að framleiða barnaníðsefni. Getty Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni. Árið 2023 tilkynnti Apple um samtals 267 möguleg tilvik barnaníðsefnis í heiminum öllum til National Center for Missing & Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum en gögn sýna að Apple kom við sögu í 337 lögreglumálum á Englandi og Wales á tímabilinu apríl 2022 til mars 2023. Á sama tíma tilkynnti Meta um 30,6 milljón möguleg tilvik og Google um 1,47 milljón tilvik. Bandarísk tæknifyrirtæki verða að tilkynna mögulegt barnaníðsefni til NCMEC en NCMEC fer yfir öll mál sem berast og vísa þeim áfram til viðkomandi löggæsluyfirvalda, alls staðar í heiminum. Þegar Guardian leitaði viðbragða vegna málsins svaraði talsmaður Apple með því að benda á yfirlýsingu frá því í ágúst í fyrra þar sem greint var frá því að fyrirtækið hefði fallið frá því að skanna allar myndir sem hlaðið væri upp í iCloud fyrir barnaníðsefni. Var ákvörðunin tekin með það að leiðarljósi að forgangsraða öryggi og friðhelgi notenda þjónustunnar. Umrætt forrit, neuralMatch, hefði skannað allar myndir sem notendur færðu yfir í iCloud og borið saman við þekktar barnaníðsmyndir. Samtök sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins á netinu andmæltu fyrirætlununum og fallið var frá þeim, sem var harðlega gagnrýnt af samtökum um velferð barna. Barnaverndarsamtök hafa einnig verulegar áhyggjur af áætlunum Apple um að setja á markað nýja gervigreind en vitað er að gervigreind er nú þegar notuð til að framleiða barnaníðsefni og þjálfuð á raunverulegum myndum og myndskeiðum af ofbeldi gegn börnum. Guardian greindi meðal annars frá því í júní síðastliðnum að ofbeldismenn væru að nota gervigreind til að búa til nýtt efni með uppáhalds fórnarlömbum sínum. Apple Tækni Bretland Bandaríkin Gervigreind Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Árið 2023 tilkynnti Apple um samtals 267 möguleg tilvik barnaníðsefnis í heiminum öllum til National Center for Missing & Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum en gögn sýna að Apple kom við sögu í 337 lögreglumálum á Englandi og Wales á tímabilinu apríl 2022 til mars 2023. Á sama tíma tilkynnti Meta um 30,6 milljón möguleg tilvik og Google um 1,47 milljón tilvik. Bandarísk tæknifyrirtæki verða að tilkynna mögulegt barnaníðsefni til NCMEC en NCMEC fer yfir öll mál sem berast og vísa þeim áfram til viðkomandi löggæsluyfirvalda, alls staðar í heiminum. Þegar Guardian leitaði viðbragða vegna málsins svaraði talsmaður Apple með því að benda á yfirlýsingu frá því í ágúst í fyrra þar sem greint var frá því að fyrirtækið hefði fallið frá því að skanna allar myndir sem hlaðið væri upp í iCloud fyrir barnaníðsefni. Var ákvörðunin tekin með það að leiðarljósi að forgangsraða öryggi og friðhelgi notenda þjónustunnar. Umrætt forrit, neuralMatch, hefði skannað allar myndir sem notendur færðu yfir í iCloud og borið saman við þekktar barnaníðsmyndir. Samtök sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins á netinu andmæltu fyrirætlununum og fallið var frá þeim, sem var harðlega gagnrýnt af samtökum um velferð barna. Barnaverndarsamtök hafa einnig verulegar áhyggjur af áætlunum Apple um að setja á markað nýja gervigreind en vitað er að gervigreind er nú þegar notuð til að framleiða barnaníðsefni og þjálfuð á raunverulegum myndum og myndskeiðum af ofbeldi gegn börnum. Guardian greindi meðal annars frá því í júní síðastliðnum að ofbeldismenn væru að nota gervigreind til að búa til nýtt efni með uppáhalds fórnarlömbum sínum.
Apple Tækni Bretland Bandaríkin Gervigreind Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira