Hraunflæði það hratt að ekki yrði hlaupið undan því Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 10:26 Þorvaldur telur ekki líklegt að gjósi innan Grindavíkur. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að komi til goss á byggðu svæði geti hraunflæðið verið það hratt að ekki sé hægt að hlaupa undan því. Þó telji hann mjög ólíklegt að gjósi innan bæjarmarka Grindavíkur. Þorvaldur var til viðtals í Bítínu á Bylgjunni á morgun þar sem hann ræðir uppfært hættumat Veðurstoufnnar þar sem fram kemur að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Mér finnst það mjög ólíklegt og nánast engar líkur á því. Það gæti komið kannski eitthvað svipað því sem gerðist 14. janúar. Mér finnst langlíklegast að við fáum endurtekningu á því sem hefur verið að gerast, að kvikan komi upp í upphafi við Stóra-Skógfell og þar verði mesta virknin í upphafi. Síðan lengist gossprungan til norðurs og suðurs, hún opnast eins og blævængur,“ segir hann. Undanhlaup geti náð miklum hraða Þorvaldur segist ekki eiga von á því að sprungan teygi sig lengra til suðurs en að Hagafelli. Hann tekur jafnframt fram að á yfir tíuþúsund ára eldhræringatímabili á Reykjanesinu hefur aldrei gosið innan núverandi bæjarmarka Grindavíkur. „Af hverju ætti það að fara að taka upp á því núna?“ spyr Þorvaldur sig. Hann segir fólki ekki stefnt í neina hættu svo lengi sem það sé ekki beinlínis ofan í sprungunni en að þó beri að hafa varann á því hægara sé sagt en gert að komast undan öflugu hraunflæði. „Alveg í upphafi getur hraunflæði verið mjög hratt og það getur farið það hratt að menn hlaupa ekkert undan því. Þetta er kannski kílómeter á klukkustund og þetta er mjög úfið svæðið. Þetta er ekki eins og að hlaupa á malbiki. Maður fer ekki hratt yfir og svo einstaka undanhlaup í svona dæmi geta farið á hraða sem er einhverjir tugir kílómetra á klukkustund,“ segir Þorvaldur. Gjósi minnst einu sinni enn Hann segist eiga von á því að það gjósi á röðinni að minnsta kosti einu sinni enn. Þolmörk kvikusöfnunarinnar segir hann vera í kringum tíunda ágúst en segir að það gæti vel gosið fyrir þann tíma. „Í augnablikinu finnst mér líklegt að við fáum eitt gos í viðbót, svo er það bara spurning hvert framhaldið er,“ segir hann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Þorvaldur var til viðtals í Bítínu á Bylgjunni á morgun þar sem hann ræðir uppfært hættumat Veðurstoufnnar þar sem fram kemur að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Mér finnst það mjög ólíklegt og nánast engar líkur á því. Það gæti komið kannski eitthvað svipað því sem gerðist 14. janúar. Mér finnst langlíklegast að við fáum endurtekningu á því sem hefur verið að gerast, að kvikan komi upp í upphafi við Stóra-Skógfell og þar verði mesta virknin í upphafi. Síðan lengist gossprungan til norðurs og suðurs, hún opnast eins og blævængur,“ segir hann. Undanhlaup geti náð miklum hraða Þorvaldur segist ekki eiga von á því að sprungan teygi sig lengra til suðurs en að Hagafelli. Hann tekur jafnframt fram að á yfir tíuþúsund ára eldhræringatímabili á Reykjanesinu hefur aldrei gosið innan núverandi bæjarmarka Grindavíkur. „Af hverju ætti það að fara að taka upp á því núna?“ spyr Þorvaldur sig. Hann segir fólki ekki stefnt í neina hættu svo lengi sem það sé ekki beinlínis ofan í sprungunni en að þó beri að hafa varann á því hægara sé sagt en gert að komast undan öflugu hraunflæði. „Alveg í upphafi getur hraunflæði verið mjög hratt og það getur farið það hratt að menn hlaupa ekkert undan því. Þetta er kannski kílómeter á klukkustund og þetta er mjög úfið svæðið. Þetta er ekki eins og að hlaupa á malbiki. Maður fer ekki hratt yfir og svo einstaka undanhlaup í svona dæmi geta farið á hraða sem er einhverjir tugir kílómetra á klukkustund,“ segir Þorvaldur. Gjósi minnst einu sinni enn Hann segist eiga von á því að það gjósi á röðinni að minnsta kosti einu sinni enn. Þolmörk kvikusöfnunarinnar segir hann vera í kringum tíunda ágúst en segir að það gæti vel gosið fyrir þann tíma. „Í augnablikinu finnst mér líklegt að við fáum eitt gos í viðbót, svo er það bara spurning hvert framhaldið er,“ segir hann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira