Uppgjörið: Valur - St. Mirren 0-0 | Tíu Valsmenn héldu út Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 20:45 Barist í leik kvöldsins. Getty/Hulda Margrét Valur og St. Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeild Evrópu. Stuðningsmenn skoska liðsins St. Mirren voru senuþjófarnir fyrir leik dagsins. Þeir fjölmenntu til landsins og komust ekki allir að sem vildu. Bjórbirgðir Valsmanna gott sem kláruðust klukkustund fyrir leik og var söngurinn eftir magni söngvatns sem hvarf ofan í stuðningsmennina fyrir leik. Leikurinn sjálfur fór nokkuð fjörlega af stað. Sótt var í báðar áttir og fengu bæði lið færi. Tryggvi Hrafn Haraldsson það besta heimamanna en hann lét verja frá sér. St. Mirren var töluvert hættulegri aðilinn fyrir hlé þrátt fyrir að Valsmenn héldu meira í boltann. Hraðar sóknir þeirra urðu iðulega að færum gegn vanstilltri Valsvörn sem var án bæði Hólmars Arnar Eyjólfssonar og Orra Sigurðar Ómarssonar. Inn vildi boltinn ekki og markalaus staða þegar hálfleiksflautið gall. Þrátt fyrir að vera svarthvítir veittu stuðningsmenn St. Mirren leiknum lit.Getty/Hulda Margrét Síðari hálfleikurinn var heldur lokaðri. Það fengust þó einhver færi á báða bóga en mörkin létu á sér standa. Aron Jóhannsson spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli er hann kom inn af bekknum á 72. mínútu. Það fór ekki vel hjá honum. Hann fékk gult spjald eftir rúma mínútu og hafði verið á vellinum í tæplega níu mínútur þegar hann fékk beint rautt spjald. Það bar á þreytu hjá gestunum eftir því sem leið á og skapaðist ekki mikil hætta við mark Vals á lokakaflanum. Markalaust jafntefli niðurstaðan og allt opið fyrir síðari leikinn í Paisley í Skotlandi eftir slétta viku. Stjörnur og skúrkar Fátt um afgerandi frammistöðu í kvöld. Bjarni Mark Antonsson líklega bestur á vellinum. Rautt á þig vinur.Getty/Hulda Margrét Aron Jóhannsson hefur átt betri daga. Þó má kenna liðsfélögum hans, að hluta, um bæði gula og rauða spjaldið sem hann fékk. Kom þó ekki að sök. Þrátt fyrir að St. Mirren hafi verið líklegri aðilinn til að skora og fékk betri færi þá átti markvörður þeirra Ellery Balcombe flottan dag og steig vel inn þegar þurfti. Dómarinn Pólverjinn var flottur á blístrunni. Leyfði leiknum að fljóta og steig inn þegar þurfti. Toppframmistaða. Stemning og umgjörð Stuðningsmenn veittu leiknum svo sannarlega lit. Algjörlega geggjaðir og maður vildi að svona stemning sæist oftar á leikjum hérlendis. Allt til fyrirmyndar hjá Völsurum í kvöld. Gestirnir þakka fyrir magnaðan stuðning úr stúkunni.Getty/Hulda Margrét Arnar: Allt opið „Sanngjörn úrslit. Þetta var svolítið sérstakur leikur. Mér fannst flest færin sem þeir fengu, við gefa þeim upp í hendurnar á þeim. Menn eru kannski ekki vanir því að spila við sterka atvinnumenn sem framherja. Heilt yfir ekki ósanngjörn úrslit,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals um leikinn. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.Vísir/Diego „Mér fannst leikurinn spilast eins og við áttum von á, langar sendingar á þessa tvo frammi, sem voru erfiðir. Við töluðum um það fyrir leik að ef boltinn vinnst ekki strax, að standa á þá. Við sáum það einu sinni tvisvar að menn héldu að þeir hefðu meiri tíma en þeir höfðu. Það sást með rauða spjaldið á Aron,“ „Ég held þetta sé enn opið í báða enda og við þurfum að fara yfir þetta,“ segir Arnar enn fremur. Sambandsdeild Evrópu
Valur og St. Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeild Evrópu. Stuðningsmenn skoska liðsins St. Mirren voru senuþjófarnir fyrir leik dagsins. Þeir fjölmenntu til landsins og komust ekki allir að sem vildu. Bjórbirgðir Valsmanna gott sem kláruðust klukkustund fyrir leik og var söngurinn eftir magni söngvatns sem hvarf ofan í stuðningsmennina fyrir leik. Leikurinn sjálfur fór nokkuð fjörlega af stað. Sótt var í báðar áttir og fengu bæði lið færi. Tryggvi Hrafn Haraldsson það besta heimamanna en hann lét verja frá sér. St. Mirren var töluvert hættulegri aðilinn fyrir hlé þrátt fyrir að Valsmenn héldu meira í boltann. Hraðar sóknir þeirra urðu iðulega að færum gegn vanstilltri Valsvörn sem var án bæði Hólmars Arnar Eyjólfssonar og Orra Sigurðar Ómarssonar. Inn vildi boltinn ekki og markalaus staða þegar hálfleiksflautið gall. Þrátt fyrir að vera svarthvítir veittu stuðningsmenn St. Mirren leiknum lit.Getty/Hulda Margrét Síðari hálfleikurinn var heldur lokaðri. Það fengust þó einhver færi á báða bóga en mörkin létu á sér standa. Aron Jóhannsson spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli er hann kom inn af bekknum á 72. mínútu. Það fór ekki vel hjá honum. Hann fékk gult spjald eftir rúma mínútu og hafði verið á vellinum í tæplega níu mínútur þegar hann fékk beint rautt spjald. Það bar á þreytu hjá gestunum eftir því sem leið á og skapaðist ekki mikil hætta við mark Vals á lokakaflanum. Markalaust jafntefli niðurstaðan og allt opið fyrir síðari leikinn í Paisley í Skotlandi eftir slétta viku. Stjörnur og skúrkar Fátt um afgerandi frammistöðu í kvöld. Bjarni Mark Antonsson líklega bestur á vellinum. Rautt á þig vinur.Getty/Hulda Margrét Aron Jóhannsson hefur átt betri daga. Þó má kenna liðsfélögum hans, að hluta, um bæði gula og rauða spjaldið sem hann fékk. Kom þó ekki að sök. Þrátt fyrir að St. Mirren hafi verið líklegri aðilinn til að skora og fékk betri færi þá átti markvörður þeirra Ellery Balcombe flottan dag og steig vel inn þegar þurfti. Dómarinn Pólverjinn var flottur á blístrunni. Leyfði leiknum að fljóta og steig inn þegar þurfti. Toppframmistaða. Stemning og umgjörð Stuðningsmenn veittu leiknum svo sannarlega lit. Algjörlega geggjaðir og maður vildi að svona stemning sæist oftar á leikjum hérlendis. Allt til fyrirmyndar hjá Völsurum í kvöld. Gestirnir þakka fyrir magnaðan stuðning úr stúkunni.Getty/Hulda Margrét Arnar: Allt opið „Sanngjörn úrslit. Þetta var svolítið sérstakur leikur. Mér fannst flest færin sem þeir fengu, við gefa þeim upp í hendurnar á þeim. Menn eru kannski ekki vanir því að spila við sterka atvinnumenn sem framherja. Heilt yfir ekki ósanngjörn úrslit,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals um leikinn. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.Vísir/Diego „Mér fannst leikurinn spilast eins og við áttum von á, langar sendingar á þessa tvo frammi, sem voru erfiðir. Við töluðum um það fyrir leik að ef boltinn vinnst ekki strax, að standa á þá. Við sáum það einu sinni tvisvar að menn héldu að þeir hefðu meiri tíma en þeir höfðu. Það sást með rauða spjaldið á Aron,“ „Ég held þetta sé enn opið í báða enda og við þurfum að fara yfir þetta,“ segir Arnar enn fremur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti