Börn eða bissness Bryndís Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2024 12:31 Þá er komið að því aftur, PISA niðurstöðurnar komnar og þjóðfélagið nötrar. Umræðan fer af stað, misvönduð, misgáfuleg og misgagnleg. Einhverjir kalla nú eftir því að skólastarf verði metið eins og starfsemi fyrirtækja á samkeppnismarkaði og mig langar að ávarpa aðeins þær vangaveltur. Skólastarf í stöðugri þróun Þeir sem þekkja starf grunnskólanna á Íslandi vita að stöðug þróun og endurskoðun á sér stað innan þeirra. Ytra og innra mat, rannsóknir, endurmenntun, kennaraþing, samvinna kennara þvert á skóla, Facebook hópar um skólamál, allt eru þetta leiðir til að læra meira og meta og deila þekkingu, aðferðum og lausnum frá skóla til skóla, frá kennara til kennara. Þekkingarþorsti kennara, samviskusemi, óeigingirni þeirra við að deila eigin efni og aðferðum með öðrum, umhyggja og stöðug viðleitni í að gera betur fyrir nemendur sína tekur um margt fram þeirri vinnustaðamenningu sem ég hef kynnst og heyrt af á öðrum vinnustöðum. Af einhverjum ástæðum virðist þó tilhneyging til að kenna kennurum einum um þegar námsárangur er ekki eftir væntingum. Þeim er jafnvel borið á brýn að bera ekki hagsmuni nemenda sinna fyrir brjósti heldur eingöngu sína eigin. Það eru hins vegar fleiri breytur sem þarf að skoða þegar námsárangur er skoðaður. Hvað er árangur? Kennarar fá afar mismunandi verkefni í fangið frá ári til árs og flestir meta sennilega ekki sinn besta árangur í starfi út frá meðaleinkunn nemenda sinna. Barn sem tekur framförum, fær áhuga á nýjum viðfangsefnum, sýnir þrautseigju og samstarfshæfni, öðlast sjálfstraust til að takast á við æ flóknari verkefni er ekki endilega barnið með hæstu einkunnirnar en kannski það barn sem kennari telur sig hafa náð mestum árangri með. Börn koma með mismunandi veganesti í skólann og það er ekki raunhæf krafa að þeim sé öllum skilað út í lífið á nákvæmlega sama stað að lokinni grunnskólagöngu þótt kennarar reyni að sjálfsögðu sitt besta. Grunnskólar eru ekki sambærilegir við fyrirtæki í samkeppnisrekstri og það eru fráleit viðmið um gæði skólastarfs að horfa einungis til samræmdra meðaleinkunna nemenda í einstökum fögum. Afhverju segi ég fráleit? Því viðfangsefni grunnskólanna eru manneskjur, flókin, margbreytileg og einstök börn með mismunandi bakgrunn, börn sem glíma við námsvanda, tilfinningavanda og/eða hegðunarvanda, börn sem tala ekki íslensku og börn sem fá mismikinn stuðning, aðhald, ást og hvatningu heimafyrir. Í grunnskólum sjáum við alla flóru mannlífsins og námsárangur í skólum sveiflast á milli ára í takt við þá staðreynd. Öll börn eiga rétt á námi við sitt hæfi í skóla án aðgreiningar. Að stilla skólum upp í samkeppni hver við annan út frá fáum breytum er góð leið til að auka misrétti og stéttaskiptingu. Að viðurkenna að skólarnir standi frammi fyrir mjög svo misflóknum verkefnum og að horfa þurfi til þess þegar kemur að faglegum og fjárhagslegum stuðningi við þá er mun betur til þess fallið að bæta skólastarf og nám fyrir alla nemendur. Samræmt mat á skólastarfi er af hinu góða ef tilgangurinn er raunverulega sá að gera alla skóla betri fyrir öll börn en ekki að draga skólana í dilka. Allir í Versló? Ef við ætlum að meta skóla og störf kennara út frá samræmdum prófum stöndum við þá kannski frammi fyrir því að einhver börn verði talin óæskileg því þau draga niður meðaleinkunnina. Munu skólar vísa frá sér börnum sem þannig er ástatt um? Munu kennarar neita að kenna einhverjum bekkjum eða árgöngum sem þeir vita að muni ekki uppfylla kröfur um háa meðaleinkunn á samræmdum prófum vitandi að störf þeirra verði metin eftir þeim mælikvarða? Munu kennarar halda áfram að hrökklast úr starfi út af álagi og óraunhæfum kröfum? Hverju viljum við....... hverju munum við ná fram með slíkri samkeppni? Á eina markmið grunnskólanna að vera að undirbúa nemendur fyrir nám í Versló? Það má gera betur Auðvitað viljum við öll auka gæði skólastarfs og bæta námsárangur. Auðvitað viljum við að drengir geti lesið sér til gagns og stúlkur glími ekki við kvíða alla skólagönguna. Þetta er viðfangsefni kennara í starfi alla daga. Það er hins vegar ekki einkamál kennara og skóla heldur samfélagsverkefni. Dettum heldur ekki í þá gryfju að stilla skólum og foreldrum upp sem andstæðum pólum þar sem foreldrið gerir kröfurnar og skólinn einn ber skyldurnar. Menntun barna og farsæld þeirra í leik og starfi verður að vera samstarfsverkefni heimila og skóla þar sem báðir aðilar leggja sitt af mörkum og bera sameiginlega ábyrgð. Það má alltaf gera betur. Það er mikilvægt að rýna til gagns og meta gæði starfsins, skólastarf er þar ekki undanskilið. En við þurfum að átta okkur á því víðtæka hlutverki sem grunnskólinn gegnir í samfélaginu og forsendur matsins þurfa að endurspegla það. Það starf sem fer fram í grunnskólum á ekkert skylt við samkeppnisrekstur. Börn eiga ekkert skylt við bisness. Höfundur er þriggja barna móðir og grunnskólakennari með fjölbreytta starfsreynslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er komið að því aftur, PISA niðurstöðurnar komnar og þjóðfélagið nötrar. Umræðan fer af stað, misvönduð, misgáfuleg og misgagnleg. Einhverjir kalla nú eftir því að skólastarf verði metið eins og starfsemi fyrirtækja á samkeppnismarkaði og mig langar að ávarpa aðeins þær vangaveltur. Skólastarf í stöðugri þróun Þeir sem þekkja starf grunnskólanna á Íslandi vita að stöðug þróun og endurskoðun á sér stað innan þeirra. Ytra og innra mat, rannsóknir, endurmenntun, kennaraþing, samvinna kennara þvert á skóla, Facebook hópar um skólamál, allt eru þetta leiðir til að læra meira og meta og deila þekkingu, aðferðum og lausnum frá skóla til skóla, frá kennara til kennara. Þekkingarþorsti kennara, samviskusemi, óeigingirni þeirra við að deila eigin efni og aðferðum með öðrum, umhyggja og stöðug viðleitni í að gera betur fyrir nemendur sína tekur um margt fram þeirri vinnustaðamenningu sem ég hef kynnst og heyrt af á öðrum vinnustöðum. Af einhverjum ástæðum virðist þó tilhneyging til að kenna kennurum einum um þegar námsárangur er ekki eftir væntingum. Þeim er jafnvel borið á brýn að bera ekki hagsmuni nemenda sinna fyrir brjósti heldur eingöngu sína eigin. Það eru hins vegar fleiri breytur sem þarf að skoða þegar námsárangur er skoðaður. Hvað er árangur? Kennarar fá afar mismunandi verkefni í fangið frá ári til árs og flestir meta sennilega ekki sinn besta árangur í starfi út frá meðaleinkunn nemenda sinna. Barn sem tekur framförum, fær áhuga á nýjum viðfangsefnum, sýnir þrautseigju og samstarfshæfni, öðlast sjálfstraust til að takast á við æ flóknari verkefni er ekki endilega barnið með hæstu einkunnirnar en kannski það barn sem kennari telur sig hafa náð mestum árangri með. Börn koma með mismunandi veganesti í skólann og það er ekki raunhæf krafa að þeim sé öllum skilað út í lífið á nákvæmlega sama stað að lokinni grunnskólagöngu þótt kennarar reyni að sjálfsögðu sitt besta. Grunnskólar eru ekki sambærilegir við fyrirtæki í samkeppnisrekstri og það eru fráleit viðmið um gæði skólastarfs að horfa einungis til samræmdra meðaleinkunna nemenda í einstökum fögum. Afhverju segi ég fráleit? Því viðfangsefni grunnskólanna eru manneskjur, flókin, margbreytileg og einstök börn með mismunandi bakgrunn, börn sem glíma við námsvanda, tilfinningavanda og/eða hegðunarvanda, börn sem tala ekki íslensku og börn sem fá mismikinn stuðning, aðhald, ást og hvatningu heimafyrir. Í grunnskólum sjáum við alla flóru mannlífsins og námsárangur í skólum sveiflast á milli ára í takt við þá staðreynd. Öll börn eiga rétt á námi við sitt hæfi í skóla án aðgreiningar. Að stilla skólum upp í samkeppni hver við annan út frá fáum breytum er góð leið til að auka misrétti og stéttaskiptingu. Að viðurkenna að skólarnir standi frammi fyrir mjög svo misflóknum verkefnum og að horfa þurfi til þess þegar kemur að faglegum og fjárhagslegum stuðningi við þá er mun betur til þess fallið að bæta skólastarf og nám fyrir alla nemendur. Samræmt mat á skólastarfi er af hinu góða ef tilgangurinn er raunverulega sá að gera alla skóla betri fyrir öll börn en ekki að draga skólana í dilka. Allir í Versló? Ef við ætlum að meta skóla og störf kennara út frá samræmdum prófum stöndum við þá kannski frammi fyrir því að einhver börn verði talin óæskileg því þau draga niður meðaleinkunnina. Munu skólar vísa frá sér börnum sem þannig er ástatt um? Munu kennarar neita að kenna einhverjum bekkjum eða árgöngum sem þeir vita að muni ekki uppfylla kröfur um háa meðaleinkunn á samræmdum prófum vitandi að störf þeirra verði metin eftir þeim mælikvarða? Munu kennarar halda áfram að hrökklast úr starfi út af álagi og óraunhæfum kröfum? Hverju viljum við....... hverju munum við ná fram með slíkri samkeppni? Á eina markmið grunnskólanna að vera að undirbúa nemendur fyrir nám í Versló? Það má gera betur Auðvitað viljum við öll auka gæði skólastarfs og bæta námsárangur. Auðvitað viljum við að drengir geti lesið sér til gagns og stúlkur glími ekki við kvíða alla skólagönguna. Þetta er viðfangsefni kennara í starfi alla daga. Það er hins vegar ekki einkamál kennara og skóla heldur samfélagsverkefni. Dettum heldur ekki í þá gryfju að stilla skólum og foreldrum upp sem andstæðum pólum þar sem foreldrið gerir kröfurnar og skólinn einn ber skyldurnar. Menntun barna og farsæld þeirra í leik og starfi verður að vera samstarfsverkefni heimila og skóla þar sem báðir aðilar leggja sitt af mörkum og bera sameiginlega ábyrgð. Það má alltaf gera betur. Það er mikilvægt að rýna til gagns og meta gæði starfsins, skólastarf er þar ekki undanskilið. En við þurfum að átta okkur á því víðtæka hlutverki sem grunnskólinn gegnir í samfélaginu og forsendur matsins þurfa að endurspegla það. Það starf sem fer fram í grunnskólum á ekkert skylt við samkeppnisrekstur. Börn eiga ekkert skylt við bisness. Höfundur er þriggja barna móðir og grunnskólakennari með fjölbreytta starfsreynslu
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun