Áfram kennarar! Anton Már Gylfason skrifar 27. ágúst 2024 16:32 Ég ætlaði aldrei að verða kennari – ekki frekar en svo margir aðrir í stéttinni. En eftir langa setu á skólabekk sem teygði sig fram á fertugsaldurinn sótti ég vorið 2001 um auglýstar kennarastöður í nánast öllum framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins og var svo heppinn að fá ráðningu í ungum og framsæknum skóla. Ég man hvað ég var þreyttur eftir fyrsta daginn í kennslu, búinn að kenna þremur ólíkum nemendahópum þrenns konar námsefni. Þetta var alveg ný tegund af þreytu, ólík þeirri sem ég hafði upplifað áður og hafði þó unnið alls kyns erfiðisvinnu milli tarna í námi. Þreyttur en ánægður því mér fannst ég hafa komið einhverju til leiðar og haft áhrif sem ég taldi vera til góðs. Oft hef ég velt fyrir mér þessum degi og verður þá hugsað til allra þeirra kennara sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðinni og notið kennslu hjá. Mér verður hugsað til Elínar sem var svo blíð, góð og nærgætin við okkur nemendur sína. Þegar hún tilkynnti okkur að hún væri á leið í fæðingarorlof brast hálfur bekkurinn í grát. Hinn helmingurinn fór svo að skæla þegar okkur var sagt að sá sem tæki við okkur væri Jón Mar en hann hafði það orðspor að hann væri bæði strangur og óbilgjarn í samskiptum við nemendur. Við vorum hins vegar fljót að komast að því að hann var hinn mesti ljúflingur því á bak við harðan skrápinn leyndist hinn mesti mannvinur; vissulega strangur kennari en réttsýnn og sanngjarn. Nokkrum árum síðar tók svo Gústi, annar „strangur“ kennari, við bekknum. Um hann má segja sömu sögu – strangur en sanngjarn – og umfram allt áhugasamur um hag okkar krakkanna. Gústi gerði allt fyrir okkur nemendur sína, lagði til dæmis á sig að lesa þýðingu sína á grein um Maja-frumbyggja úr Encyclopædia Britannica inn á segulbandsspólu fyrir mig þegar ég valdi sem einstaklingsverkefni að fjalla um þann merka ættbálk. Gústi hefur örugglega varið heilli kvöldstund í þessa vinnu og ekki veit ég fyrir víst hve mörg kvöld fóru í svipaða vinnu fyrir aðra nemendur sem höfðu valið sér önnur umfjöllunarefni. Mér verður líka hugsað til Jóns Barða sem var svo flinkur stærðfræðikennari að honum tókst að vekja áhuga og skilning minn (og velflestra samnemenda minna) á hinni mögnuðu list - algebrunni. Mér verður hugsað til Baldurs rafmagnsfræðikennara sem, með skýrri framsetningu og húmor, gat leitt mig til skilnings á undraveröld rafmagnsins og tengt hana við blessaða algebruna. Og til Sigga, sem með áhuga sínum og þekkingu á viðfangsefninu studdi mig í að skrifa 10 blaðsíðna ritgerð um vatnsorkuver á Íslandi, þó svo að námsáætlunin gerði aðeins ráð fyrir þremur blaðsíðum. Og ekki gleymi ég Hjörleifi sem með einstakri sagnagáfu gerði allar kennslustundir eftirminnilegar. Ég hugsa til Málfríðar, sem náði með undraverðum hætti að glæða áhuga nemenda sinna á danskri tungu, þrátt fyrir að tungumálið lægi langt fyrir utan virkt áhugasvið okkar sem vorum hugfangin af tækni og raunvísindum. Annar mikill sagnamaður, Einar eðlisfræðikennari, kemur þá upp í hugann en á sinn hægláta og yfirvegaða hátt matreiddi hann flóknustu formúlur fræðigreinarinnar án sjáanlegrar fyrirhafnar svo úr varð hreint lostæti. Þegar ég hugsa til þessara góðu kennara auk allra hinna sem ekki hafa verið nefndir læðist að mér sá grunur að það sem ég sagði í upphafi – að ég hafi aldrei ætlað að vera kennari – sé ekki allskostar rétt. Var það kannski þannig að ég hafi átt erfitt með að sjá sjálfan mig fyrir mér í sama liði og þau? Að ég treysti mér ekki til að standast samanburð? Kannski það, en eftir hátt í aldarfjórðungs starf við kennslu og skólamál skil ég og veit að fátt er mikilvægara en góður kennari sem hefur staðgóða þekkingu á sínu fagi auk afburða skilnings á mannlegu eðli. Og þó að kennsla sé afar þreytandi starf þá er það ekki erfitt heldur bæði gefandi og skemmtilegt. Ég er þakklátur því góða fólki sem lagði á sig langt nám og langa vinnudaga til að miðla þekkingu sinni og mennsku mér til hagsbóta og vona svo sannarlega að börnin mín hafi, þegar þau líta til baka, notið sömu upplifunar. Kennarar skapa verðmæti og því verðum við sem samfélag að fjárfesta í kennurum til hagsbóta fyrir framtíðina. Áfram kennarar! Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég ætlaði aldrei að verða kennari – ekki frekar en svo margir aðrir í stéttinni. En eftir langa setu á skólabekk sem teygði sig fram á fertugsaldurinn sótti ég vorið 2001 um auglýstar kennarastöður í nánast öllum framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins og var svo heppinn að fá ráðningu í ungum og framsæknum skóla. Ég man hvað ég var þreyttur eftir fyrsta daginn í kennslu, búinn að kenna þremur ólíkum nemendahópum þrenns konar námsefni. Þetta var alveg ný tegund af þreytu, ólík þeirri sem ég hafði upplifað áður og hafði þó unnið alls kyns erfiðisvinnu milli tarna í námi. Þreyttur en ánægður því mér fannst ég hafa komið einhverju til leiðar og haft áhrif sem ég taldi vera til góðs. Oft hef ég velt fyrir mér þessum degi og verður þá hugsað til allra þeirra kennara sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðinni og notið kennslu hjá. Mér verður hugsað til Elínar sem var svo blíð, góð og nærgætin við okkur nemendur sína. Þegar hún tilkynnti okkur að hún væri á leið í fæðingarorlof brast hálfur bekkurinn í grát. Hinn helmingurinn fór svo að skæla þegar okkur var sagt að sá sem tæki við okkur væri Jón Mar en hann hafði það orðspor að hann væri bæði strangur og óbilgjarn í samskiptum við nemendur. Við vorum hins vegar fljót að komast að því að hann var hinn mesti ljúflingur því á bak við harðan skrápinn leyndist hinn mesti mannvinur; vissulega strangur kennari en réttsýnn og sanngjarn. Nokkrum árum síðar tók svo Gústi, annar „strangur“ kennari, við bekknum. Um hann má segja sömu sögu – strangur en sanngjarn – og umfram allt áhugasamur um hag okkar krakkanna. Gústi gerði allt fyrir okkur nemendur sína, lagði til dæmis á sig að lesa þýðingu sína á grein um Maja-frumbyggja úr Encyclopædia Britannica inn á segulbandsspólu fyrir mig þegar ég valdi sem einstaklingsverkefni að fjalla um þann merka ættbálk. Gústi hefur örugglega varið heilli kvöldstund í þessa vinnu og ekki veit ég fyrir víst hve mörg kvöld fóru í svipaða vinnu fyrir aðra nemendur sem höfðu valið sér önnur umfjöllunarefni. Mér verður líka hugsað til Jóns Barða sem var svo flinkur stærðfræðikennari að honum tókst að vekja áhuga og skilning minn (og velflestra samnemenda minna) á hinni mögnuðu list - algebrunni. Mér verður hugsað til Baldurs rafmagnsfræðikennara sem, með skýrri framsetningu og húmor, gat leitt mig til skilnings á undraveröld rafmagnsins og tengt hana við blessaða algebruna. Og til Sigga, sem með áhuga sínum og þekkingu á viðfangsefninu studdi mig í að skrifa 10 blaðsíðna ritgerð um vatnsorkuver á Íslandi, þó svo að námsáætlunin gerði aðeins ráð fyrir þremur blaðsíðum. Og ekki gleymi ég Hjörleifi sem með einstakri sagnagáfu gerði allar kennslustundir eftirminnilegar. Ég hugsa til Málfríðar, sem náði með undraverðum hætti að glæða áhuga nemenda sinna á danskri tungu, þrátt fyrir að tungumálið lægi langt fyrir utan virkt áhugasvið okkar sem vorum hugfangin af tækni og raunvísindum. Annar mikill sagnamaður, Einar eðlisfræðikennari, kemur þá upp í hugann en á sinn hægláta og yfirvegaða hátt matreiddi hann flóknustu formúlur fræðigreinarinnar án sjáanlegrar fyrirhafnar svo úr varð hreint lostæti. Þegar ég hugsa til þessara góðu kennara auk allra hinna sem ekki hafa verið nefndir læðist að mér sá grunur að það sem ég sagði í upphafi – að ég hafi aldrei ætlað að vera kennari – sé ekki allskostar rétt. Var það kannski þannig að ég hafi átt erfitt með að sjá sjálfan mig fyrir mér í sama liði og þau? Að ég treysti mér ekki til að standast samanburð? Kannski það, en eftir hátt í aldarfjórðungs starf við kennslu og skólamál skil ég og veit að fátt er mikilvægara en góður kennari sem hefur staðgóða þekkingu á sínu fagi auk afburða skilnings á mannlegu eðli. Og þó að kennsla sé afar þreytandi starf þá er það ekki erfitt heldur bæði gefandi og skemmtilegt. Ég er þakklátur því góða fólki sem lagði á sig langt nám og langa vinnudaga til að miðla þekkingu sinni og mennsku mér til hagsbóta og vona svo sannarlega að börnin mín hafi, þegar þau líta til baka, notið sömu upplifunar. Kennarar skapa verðmæti og því verðum við sem samfélag að fjárfesta í kennurum til hagsbóta fyrir framtíðina. Áfram kennarar! Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun