Getum við sparað saman? Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 31. ágúst 2024 08:30 Við erum stöðugt að velta því fyrir okkur hvar sé hægt að gera betur í ríkisrekstri og spara fjármuni. Hvar má fara betur með fjármuni almennings? Það hafa ýmsir uppi miklar hugmyndir sem þó eru settar í þann eina búning að báknið sé stöðugt að þenjast út og það þurfi að koma í veg fyrir það án nokkurra tillagna. Vissulega er umfang hins opinbera meira þegar fólki fjölgar jafn hratt og verið hefur undanfarin ár. Það sést best á auknu álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfi þjóðarinnar, auknum starfsmannafjölda á öllum skólastigum og svo framvegis. Ég held samt sem áður að víða sé hægt að gera betur og hef m.a. á síðustu árum lagt fram tillögu þess efnis. Aukið samstarf og sameiningar opinberra stofnana og fyrirtækja Á liðnum þingum hef ég lagt fram tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu klasa opinberra fyrirtækja og stofnana. Það er rétt að fara stuttlega yfir innihalda tillögunnar því á yfirskrift hennar mætti gera ráð fyrir að hér væri á ferð tillaga þess efnis að setja á fót nýja stofnun, þá til viðbótar við þær fjölmörgu sem nú þegar eru til staðar; sem margar eru tiltölulega litlar. En þvert á móti er hér um að ræða tillögu þess efnis að stjórnvöldum verði falið að koma opinberum stofnum og fyrirtækjum fyrir á sama stað (undir einu þaki) til þess að ná fram rekstrarlegri hagræðingu og öðrum samlegðaráhrifum. Hér má nýta hugmyndafræði klasasamstarfs, sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum, til að efla samvinnu og samstarf opinberra stofnana og fyrirtækja ásamt því að ná fram hagræðingu. Síðast en ekki síst að færa núverandi ástand til betri vegar. Hin augljósa hagræðing og þau samlegðaráhrif sem myndu nást fram væru til að mynda með sameiginlegum rekstri tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og betri nýtingu mannauðs. Í mínum huga er hér algjörlega vannýtt dauðafæri til að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum með sameiningu og auknu samstarfi opinberra stofnana og fyrirtækja. Samgöngu- og umhverfismál Skynsamlegast væri að staðsetja slíka klasa þar sem umferðarmannvirki nýtast betur, í þeim skilningi að umferð verði vísað í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga snemma morguns og síðdegis. Hver kannast ekki við það ástand? Þá er rétt að horfa til staðsetningar þar sem finna má hágæðaalmenningssamgöngur. Þannig nýtast umferðarmannvirki vel og við minnkum álag og spörum tíma fólks. Hér er því ekki bara um almenna hagræðingu að ræða, eða stórt samgönguverkefni, heldur einnig mikilvægt innlegg í umhverfismálin. Talandi um dauðafæri, þá væri það í raun sjálfsmark ef Alþingi samþykkir ekki tillögu sem þessa. Í lokin er rétt að nefna að ég hef tekið vel í allar tillögur sem miða að sama markmiði og hér er farið yfir. Þær hafa hins vegar verið of fáar og of litlar. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við erum stöðugt að velta því fyrir okkur hvar sé hægt að gera betur í ríkisrekstri og spara fjármuni. Hvar má fara betur með fjármuni almennings? Það hafa ýmsir uppi miklar hugmyndir sem þó eru settar í þann eina búning að báknið sé stöðugt að þenjast út og það þurfi að koma í veg fyrir það án nokkurra tillagna. Vissulega er umfang hins opinbera meira þegar fólki fjölgar jafn hratt og verið hefur undanfarin ár. Það sést best á auknu álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfi þjóðarinnar, auknum starfsmannafjölda á öllum skólastigum og svo framvegis. Ég held samt sem áður að víða sé hægt að gera betur og hef m.a. á síðustu árum lagt fram tillögu þess efnis. Aukið samstarf og sameiningar opinberra stofnana og fyrirtækja Á liðnum þingum hef ég lagt fram tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu klasa opinberra fyrirtækja og stofnana. Það er rétt að fara stuttlega yfir innihalda tillögunnar því á yfirskrift hennar mætti gera ráð fyrir að hér væri á ferð tillaga þess efnis að setja á fót nýja stofnun, þá til viðbótar við þær fjölmörgu sem nú þegar eru til staðar; sem margar eru tiltölulega litlar. En þvert á móti er hér um að ræða tillögu þess efnis að stjórnvöldum verði falið að koma opinberum stofnum og fyrirtækjum fyrir á sama stað (undir einu þaki) til þess að ná fram rekstrarlegri hagræðingu og öðrum samlegðaráhrifum. Hér má nýta hugmyndafræði klasasamstarfs, sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum, til að efla samvinnu og samstarf opinberra stofnana og fyrirtækja ásamt því að ná fram hagræðingu. Síðast en ekki síst að færa núverandi ástand til betri vegar. Hin augljósa hagræðing og þau samlegðaráhrif sem myndu nást fram væru til að mynda með sameiginlegum rekstri tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og betri nýtingu mannauðs. Í mínum huga er hér algjörlega vannýtt dauðafæri til að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum með sameiningu og auknu samstarfi opinberra stofnana og fyrirtækja. Samgöngu- og umhverfismál Skynsamlegast væri að staðsetja slíka klasa þar sem umferðarmannvirki nýtast betur, í þeim skilningi að umferð verði vísað í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga snemma morguns og síðdegis. Hver kannast ekki við það ástand? Þá er rétt að horfa til staðsetningar þar sem finna má hágæðaalmenningssamgöngur. Þannig nýtast umferðarmannvirki vel og við minnkum álag og spörum tíma fólks. Hér er því ekki bara um almenna hagræðingu að ræða, eða stórt samgönguverkefni, heldur einnig mikilvægt innlegg í umhverfismálin. Talandi um dauðafæri, þá væri það í raun sjálfsmark ef Alþingi samþykkir ekki tillögu sem þessa. Í lokin er rétt að nefna að ég hef tekið vel í allar tillögur sem miða að sama markmiði og hér er farið yfir. Þær hafa hins vegar verið of fáar og of litlar. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun