Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 3. september 2024 21:06 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Halldórsson Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira