Það er stundum sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn, en á það við öll börn? Davíð Bergmann skrifar 5. september 2024 09:31 Maður hlýtur að spyrja sig að þessu þegar framkvæmdastjóri Geðhjálpar kemur fram í fjölmiðlum og segir að við stöndum í skuld við kynslóðir barna vegna þess að við höfum engan veginn staðið okkur og ekki sinnt þeim nægilega vel í gegnum áratugina sem eiga við geðsjúkdóma að etja. Eins það að við skulum eiga það vafasama met miðað við höfðatöluna frægu að börnin okkar eigi heimsmet í geðlyfjaáti og er það met sem við viljum eigna okkur til framtíðar. Eins hef ég verið hugsi þegar það voru 3000 ungmenni hvorki í skóla né vinnu á höfuðborgarsvæðinu í desember 2022, 45-50% drengja sem geta ekki lesið sér til gagns, og hvað verður um þá í fjórðu iðnbyltingunni og þeirri vélvæðingu sem er fram undan? Eru það einstaklingar sem við tökum inn í jöfnuna þegar við tölum um nýsköpun og þegar við tölum um samkeppnishæfni okkar við önnur lönd þegar kemur að tækniframförum? Eru það einstaklingar sem geta keppt á vinnumarkaði til framtíðar eða verða það lífeyrisþegar ungir að árum. Er þetta boðlegt Þegar við bjóðum börnunum okkar upp á skólastofur sem eru gámar eða hafa einhver önnur nöfn til að slá ryki í augun okkar, eins og það að kalla þetta smáhýsi eða eitthvað álíka, þá erum við komin á skrýtinn stað. Ég sæi ekki þingmennina okkar fyrir mér í slíkum húskynnum þegar þeir fara til vinnu sinnar eða borgarfulltrúana en við bjóðum börnunum okkar upp á þetta. Eða sú staðreynd að börn sem koma til meðferðar á meðferðarheimilið Stuðla stundi engar tómstundir. Ég man að það var líka þannig þegar ég vann þar í nærri 17 ár en ég man það líka að þau höfðu öll einhvern tímann á lífsleiðinni stundað tómstundir en voru búin að detta út af margvíslegum ástæðum. Er hugsanlegt að tómstundir séu ekki fyrir alla af einhverjum sökum eða séu ekki nógu aðlagandi eða uppfylli ekki þarfir allra barna. Þegar ungmenni sem brjóta alvarlega af sér snúa sér í myndavélina þegar það næst mynd af þeim í dómssal og sýna okkur FUCK-merki þá hlýtur að vera eitthvað mikið að í okkar samfélagi. Og hvað ætlum við að gera í því? Hvað með að fjármagna úrræði að fullu eins og fjölsmiðjur landsins sem gætu hugsanlega sinnt einhverjum af þessum 3000 einstaklingum sem eru hvorki í skóla né vinnu? Það að það sé þannig að þær þurfi að berjast í bökkum til að fjármagna sig að einhverju leyti til að starfsemin gangi með því að selja út þjónustu sína eða þurfa að selja hluti til að hún geti rekið sig tel ég ekki vera bjóðandi í dag. Svona staðir eiga ekki að þurfa að vera í þessari stöðu ekki frekar en skólar og ef smiðjurnar geta aflað sér tekna ættu þeir peningar að renna beint í innra starf krakkanna, hvort heldur til að styrkja þá félagslega eða í enn frekari nýsköpun og til að þróa starfið enn frekar til framtíðar. Here We Go Again En nei, við ætlum að berja okkur á brjóst núna og fá alla sérfræðinga landsins til að fara í átak gegn hnífaburði ungmenna og hverjir eru það? Eru menn eins og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla sem hefur unnið á þessum vettvangi síðan 1992? Nei, hann er ekki þarna. Maður sem er án vafa okkar langbesti ráðgjafi og meðferðaraðili á landinu til áratuga þegar kemur að ungmennum sem eiga í alvarlegum vanda, maður sem er laus við allt sem heitir menntahroki og lætur verkin tala. Ég er ekki þarna en samt með 30 ára reynslu af vinnu með einstaklingum sem við myndum kalla olnbogabörn skólakerfisins vann í Útideildinni sem var á vegum unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Unglingaráðgjafi í hverfi 2 í Reykjavík, sem skóla- og unglingaráðgjafi við utanverðan Eyjafjörð á meðferðarheimilinu Stuðlum í 17 ár og að síðustu 6 ár í fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu. Að auki rak ég sjálfur á mínum eigin vegum hópstarf fyrir drengi sem voru komnir á hættulegar brautir. En ég hef ekki háskólagráðu og þar af leiðandi ekki marktakandi held ég. Eins átti ég bókina sem minn versta óvin í minni æsku og var engan veginn fær um að lesa mér til gagns. Hættum þessu átakabulli, tökum á þessu sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig, nýtum mannauðinn, náttúruna og úrræði á borð við fjölsmiðjur, listasmiðjur og mótorsmiðjur svo eitthvað sé nefnt, nálgumst þetta af yfirvegun og gerum þetta einu sinni rétt. Að lokum gleymum því ekki á þessari samfélagsöld að hugsanlega er þetta djúpstæðari vandi en bara hnífaburður því yfir 40% heimila landsins eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Kannski væri ráð að fara í átak þar til að við stéttskiptum ekki samfélaginu okkar meira en það er í dag Höfundur telur sig engan sérfræðing en hann hefur áhuga á að bæta samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Geðheilbrigði Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Maður hlýtur að spyrja sig að þessu þegar framkvæmdastjóri Geðhjálpar kemur fram í fjölmiðlum og segir að við stöndum í skuld við kynslóðir barna vegna þess að við höfum engan veginn staðið okkur og ekki sinnt þeim nægilega vel í gegnum áratugina sem eiga við geðsjúkdóma að etja. Eins það að við skulum eiga það vafasama met miðað við höfðatöluna frægu að börnin okkar eigi heimsmet í geðlyfjaáti og er það met sem við viljum eigna okkur til framtíðar. Eins hef ég verið hugsi þegar það voru 3000 ungmenni hvorki í skóla né vinnu á höfuðborgarsvæðinu í desember 2022, 45-50% drengja sem geta ekki lesið sér til gagns, og hvað verður um þá í fjórðu iðnbyltingunni og þeirri vélvæðingu sem er fram undan? Eru það einstaklingar sem við tökum inn í jöfnuna þegar við tölum um nýsköpun og þegar við tölum um samkeppnishæfni okkar við önnur lönd þegar kemur að tækniframförum? Eru það einstaklingar sem geta keppt á vinnumarkaði til framtíðar eða verða það lífeyrisþegar ungir að árum. Er þetta boðlegt Þegar við bjóðum börnunum okkar upp á skólastofur sem eru gámar eða hafa einhver önnur nöfn til að slá ryki í augun okkar, eins og það að kalla þetta smáhýsi eða eitthvað álíka, þá erum við komin á skrýtinn stað. Ég sæi ekki þingmennina okkar fyrir mér í slíkum húskynnum þegar þeir fara til vinnu sinnar eða borgarfulltrúana en við bjóðum börnunum okkar upp á þetta. Eða sú staðreynd að börn sem koma til meðferðar á meðferðarheimilið Stuðla stundi engar tómstundir. Ég man að það var líka þannig þegar ég vann þar í nærri 17 ár en ég man það líka að þau höfðu öll einhvern tímann á lífsleiðinni stundað tómstundir en voru búin að detta út af margvíslegum ástæðum. Er hugsanlegt að tómstundir séu ekki fyrir alla af einhverjum sökum eða séu ekki nógu aðlagandi eða uppfylli ekki þarfir allra barna. Þegar ungmenni sem brjóta alvarlega af sér snúa sér í myndavélina þegar það næst mynd af þeim í dómssal og sýna okkur FUCK-merki þá hlýtur að vera eitthvað mikið að í okkar samfélagi. Og hvað ætlum við að gera í því? Hvað með að fjármagna úrræði að fullu eins og fjölsmiðjur landsins sem gætu hugsanlega sinnt einhverjum af þessum 3000 einstaklingum sem eru hvorki í skóla né vinnu? Það að það sé þannig að þær þurfi að berjast í bökkum til að fjármagna sig að einhverju leyti til að starfsemin gangi með því að selja út þjónustu sína eða þurfa að selja hluti til að hún geti rekið sig tel ég ekki vera bjóðandi í dag. Svona staðir eiga ekki að þurfa að vera í þessari stöðu ekki frekar en skólar og ef smiðjurnar geta aflað sér tekna ættu þeir peningar að renna beint í innra starf krakkanna, hvort heldur til að styrkja þá félagslega eða í enn frekari nýsköpun og til að þróa starfið enn frekar til framtíðar. Here We Go Again En nei, við ætlum að berja okkur á brjóst núna og fá alla sérfræðinga landsins til að fara í átak gegn hnífaburði ungmenna og hverjir eru það? Eru menn eins og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla sem hefur unnið á þessum vettvangi síðan 1992? Nei, hann er ekki þarna. Maður sem er án vafa okkar langbesti ráðgjafi og meðferðaraðili á landinu til áratuga þegar kemur að ungmennum sem eiga í alvarlegum vanda, maður sem er laus við allt sem heitir menntahroki og lætur verkin tala. Ég er ekki þarna en samt með 30 ára reynslu af vinnu með einstaklingum sem við myndum kalla olnbogabörn skólakerfisins vann í Útideildinni sem var á vegum unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Unglingaráðgjafi í hverfi 2 í Reykjavík, sem skóla- og unglingaráðgjafi við utanverðan Eyjafjörð á meðferðarheimilinu Stuðlum í 17 ár og að síðustu 6 ár í fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu. Að auki rak ég sjálfur á mínum eigin vegum hópstarf fyrir drengi sem voru komnir á hættulegar brautir. En ég hef ekki háskólagráðu og þar af leiðandi ekki marktakandi held ég. Eins átti ég bókina sem minn versta óvin í minni æsku og var engan veginn fær um að lesa mér til gagns. Hættum þessu átakabulli, tökum á þessu sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig, nýtum mannauðinn, náttúruna og úrræði á borð við fjölsmiðjur, listasmiðjur og mótorsmiðjur svo eitthvað sé nefnt, nálgumst þetta af yfirvegun og gerum þetta einu sinni rétt. Að lokum gleymum því ekki á þessari samfélagsöld að hugsanlega er þetta djúpstæðari vandi en bara hnífaburður því yfir 40% heimila landsins eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Kannski væri ráð að fara í átak þar til að við stéttskiptum ekki samfélaginu okkar meira en það er í dag Höfundur telur sig engan sérfræðing en hann hefur áhuga á að bæta samfélagið.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar