Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2024 12:00 Tómas Þór er hættur hjá Símanum. Vísir/Mummi Lú Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. Síminn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Tómas væri hættur hjá félaginu. Þar kemur fram að Hörður muni samhliða ritstjórnarstörfunum lýsa fjölda leikja, en hann er einn þekktasti og reynslumesti knattspyrnulýsandi landsins. Stoltur af fimm ára starfi Haft er eftir Tómasi að ekki sé um léttvæga ákvörðun að ræða. „Ég er afskaplega stoltur af mínum fimm árum hjá Símanum þar sem ég hef unnið með frábæru fólki og fengið einstakt tækifæri til að byggja eitthvað upp frá grunni. Þetta hefur verið einstakur tími sem nú tekur enda. Ég óska mínu fólki alls hins besta í framtíðinni og þakka kærlega fyrir mig,“ segir Tómas. Þá er haft eftir Herði að sé spenntur fyrir verkefninu, og hann muni strax gera ákveðnar breytingar. „Ég tek við keflinu úr góðum höndum og er gífurlega spenntur að snúa aftur í enska boltann, besta sjónvarpsefni í heimi. Með nýjum manni í brúnni koma nýjungar, ný andlit og ný tímasetning en Völlurinn verður framvegis á mánudagskvöldum. Ný tímasetning mun gera okkur kleift að gera enn betur og kryfja málin til mergjar. Sömuleiðis er ég fullur tilhlökkunar að setjast niður við hljóðnemann og lýsa stórleikjum enska boltans beint heim í stofu,“ er Haft eftir Herði. Þá segir Birkir Ágústsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum, að innanhúss sé fólk spennt að fá Hörð í hópinn. „Við trúum því að áhorfendur muni taka vel í þær áherslubreytingar sem hann færir okkur enda Hörður hokinn af reynslu þegar kemur að bæði dagskrárgerð sem og lýsingu leikja. Ástríða hans og áhugi á fótbolta mun skila sér hratt og vel á skjáinn. Að sama skapi þökkum við Tómasi Þór kærlega fyrir óeigingjarnt starf síðustu ár og frábært samstarf og óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Um er að ræða síðasta veturinn sem Síminn sýnir enska boltann í bili, en í júní var tilkynnt að Sýn hefði tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili og til 2027/28. Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofu barst tilkynning frá Símanum. Enski boltinn Fjölmiðlar Vistaskipti Síminn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Síminn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Tómas væri hættur hjá félaginu. Þar kemur fram að Hörður muni samhliða ritstjórnarstörfunum lýsa fjölda leikja, en hann er einn þekktasti og reynslumesti knattspyrnulýsandi landsins. Stoltur af fimm ára starfi Haft er eftir Tómasi að ekki sé um léttvæga ákvörðun að ræða. „Ég er afskaplega stoltur af mínum fimm árum hjá Símanum þar sem ég hef unnið með frábæru fólki og fengið einstakt tækifæri til að byggja eitthvað upp frá grunni. Þetta hefur verið einstakur tími sem nú tekur enda. Ég óska mínu fólki alls hins besta í framtíðinni og þakka kærlega fyrir mig,“ segir Tómas. Þá er haft eftir Herði að sé spenntur fyrir verkefninu, og hann muni strax gera ákveðnar breytingar. „Ég tek við keflinu úr góðum höndum og er gífurlega spenntur að snúa aftur í enska boltann, besta sjónvarpsefni í heimi. Með nýjum manni í brúnni koma nýjungar, ný andlit og ný tímasetning en Völlurinn verður framvegis á mánudagskvöldum. Ný tímasetning mun gera okkur kleift að gera enn betur og kryfja málin til mergjar. Sömuleiðis er ég fullur tilhlökkunar að setjast niður við hljóðnemann og lýsa stórleikjum enska boltans beint heim í stofu,“ er Haft eftir Herði. Þá segir Birkir Ágústsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum, að innanhúss sé fólk spennt að fá Hörð í hópinn. „Við trúum því að áhorfendur muni taka vel í þær áherslubreytingar sem hann færir okkur enda Hörður hokinn af reynslu þegar kemur að bæði dagskrárgerð sem og lýsingu leikja. Ástríða hans og áhugi á fótbolta mun skila sér hratt og vel á skjáinn. Að sama skapi þökkum við Tómasi Þór kærlega fyrir óeigingjarnt starf síðustu ár og frábært samstarf og óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Um er að ræða síðasta veturinn sem Síminn sýnir enska boltann í bili, en í júní var tilkynnt að Sýn hefði tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili og til 2027/28. Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofu barst tilkynning frá Símanum.
Enski boltinn Fjölmiðlar Vistaskipti Síminn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira