Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir og Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifa 6. september 2024 18:31 Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun