Skoða að breyta Hópinu í safn Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 19:25 Sprungan í Hópinu. Kristinn Magnússon Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún. Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún.
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira