Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2024 08:31 Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en það eru Aþjóðasamtökin IASP (International Association for Suicide Prevention) sem standa að deginum. Sjálfsvíg eru lýðheilsuvandi sem hefur víðtækar tilfinningalegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Áætlað er að á heimsvísu deyi yfir 700.000 manns í sjálfsvígi árlega. Hérlendis falla í sjálfsvígi að meðaltali um 39 einstaklingar á ári. Þessi tala segir ekki alla söguna því fyrir hvern þann einstakling sem við missum, fylgja gáruáhrif sorgar og vanmáttar langt út fyrir fjölskyldu og nærumhverfi hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið svipuð sl. áratugi, að jafnaði um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa og því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Gera þarf betur og er nú unnið að uppfærslu á áætlun um sjálfsvígsforvarnir sem unnið er eftir. Tölum um sjálfsvíg en vöndum umræðuna Í ár er áherslan á að hvetja til samtals um sjálfsvíg, milli einstaklinga sem og almennt í samfélaginu en jafnframt er bent á að mikilvægt er að vanda umræðuna.Við ættum að tileinka okkur og stuðla að ábyrgri orðræðu um sjálfsvíg bæði í ræðu og riti. Ágætar leiðbeiningar um efnið er að finna í bæklingnum Að finna orðin og einnig er gagnlegt að lesa bæklinginn Ástvinarmissir vegna sjálfsvígs sem ætlaður er ástvinum. Aðstandendur hafa bent á orðræðu sem kemur illa við þau; við viljum nota orðið sjálfsvíg í stað sjálfsmorðs og tala um að að deyja ísjálfsvígi eða missa í sjálfsvígi. Varast skal að nota orðið fremja sbr. að fremja glæp. Fleiri dæmi um orð sem geta komið illa við fólk í sorg er þegar talað er um að einhver hafi drepið sig eða kálað sér. Betra er að segja að einstaklingur hafi fallið fyrir eigin hendi en fallið vísar til þess hve erfitt er að sporna við sjálfsvígi. Sérstaklega er brýnt að vanda til verka þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum og hafa verið birtar sérstakar leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg. Unnið er að uppfærslu á þessum leiðbeiningum í tilefni af útgáfu nýrra leiðbeininga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni en við þýðingu og staðfæringu leiðbeininganna er leitað til fjölmiðlafólks um samráð og samvinnu. Gulur september Í íslensku vitundarvakninunni Gulur september eru sjálfsvígsforvarnir og mikilvægi geðheilbrigðis sett í öndvegi. Skilaboð Guls september vísa til samtals, samvinnu, stuðnings, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og þess að við verðum að trúa og vita að það er hjálp til staðar. Að verkefninu standa fulltrúar frá embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Í ár er spurningin Er allt í gulu í þínum skóla? notuð til að koma skilaboðum til skólasamfélagsins og settar fram hugmyndir um hvernig leik-, grunn- og framhaldsskólar geti nýtt átakið til að flétta vellíðan og geðheilbrigði inn í skólastarfið. Á dagskrá Guls september eru viðburðir t.d. fræðsluerindi, samtalsfundir, kyrrðarstundir og göngur og er hér með hvatt til þáttöku. Lífsbrú Í ár var Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna stofnuð. Lífsbrú starfar undir merkjum embættis landlæknis að því markmiði að fækka sjálfsvígum á Íslandi í samræmi við áætlun stjórnvalda. Einnig að þróa og innleiða verklag, fræðsluefni og leiðbeiningar til að nota á öllum stigum forvarna, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu og símenntun. Stofnaður hefur verið sjóður með sama nafni til að styðja enn frekar við verkefnið. Í lógói Lífsbrúar er semikomma; hún vísar til framhalds og endurspeglar seiglu og von. Táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum og er líka notað sem kennimerki fyrir Gulan september. Lífsbrú veitti nýlega Wilhelm Norðförð og Píeta samtökunum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna. Þá veitti forseti Íslands Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur, sem nú stýrir verkefnum Lífsbrúar, Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2024, fyrir m.a. að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Það er eins og með svo margt annað að það eru engar einfaldar lausnir á svo flóknu verkefni sem sjálfsvígsforvarnir eru. Hér þurfa öll að leggjast á eitt, fagfólk, almenningur, stofnanir, félagasamtök og sjórnvöld. Við erum nefnilega öll sjálfsvígsforvarnir. Það er hjálp að fá Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Geðheilbrigði Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en það eru Aþjóðasamtökin IASP (International Association for Suicide Prevention) sem standa að deginum. Sjálfsvíg eru lýðheilsuvandi sem hefur víðtækar tilfinningalegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Áætlað er að á heimsvísu deyi yfir 700.000 manns í sjálfsvígi árlega. Hérlendis falla í sjálfsvígi að meðaltali um 39 einstaklingar á ári. Þessi tala segir ekki alla söguna því fyrir hvern þann einstakling sem við missum, fylgja gáruáhrif sorgar og vanmáttar langt út fyrir fjölskyldu og nærumhverfi hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið svipuð sl. áratugi, að jafnaði um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa og því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Gera þarf betur og er nú unnið að uppfærslu á áætlun um sjálfsvígsforvarnir sem unnið er eftir. Tölum um sjálfsvíg en vöndum umræðuna Í ár er áherslan á að hvetja til samtals um sjálfsvíg, milli einstaklinga sem og almennt í samfélaginu en jafnframt er bent á að mikilvægt er að vanda umræðuna.Við ættum að tileinka okkur og stuðla að ábyrgri orðræðu um sjálfsvíg bæði í ræðu og riti. Ágætar leiðbeiningar um efnið er að finna í bæklingnum Að finna orðin og einnig er gagnlegt að lesa bæklinginn Ástvinarmissir vegna sjálfsvígs sem ætlaður er ástvinum. Aðstandendur hafa bent á orðræðu sem kemur illa við þau; við viljum nota orðið sjálfsvíg í stað sjálfsmorðs og tala um að að deyja ísjálfsvígi eða missa í sjálfsvígi. Varast skal að nota orðið fremja sbr. að fremja glæp. Fleiri dæmi um orð sem geta komið illa við fólk í sorg er þegar talað er um að einhver hafi drepið sig eða kálað sér. Betra er að segja að einstaklingur hafi fallið fyrir eigin hendi en fallið vísar til þess hve erfitt er að sporna við sjálfsvígi. Sérstaklega er brýnt að vanda til verka þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum og hafa verið birtar sérstakar leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg. Unnið er að uppfærslu á þessum leiðbeiningum í tilefni af útgáfu nýrra leiðbeininga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni en við þýðingu og staðfæringu leiðbeininganna er leitað til fjölmiðlafólks um samráð og samvinnu. Gulur september Í íslensku vitundarvakninunni Gulur september eru sjálfsvígsforvarnir og mikilvægi geðheilbrigðis sett í öndvegi. Skilaboð Guls september vísa til samtals, samvinnu, stuðnings, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og þess að við verðum að trúa og vita að það er hjálp til staðar. Að verkefninu standa fulltrúar frá embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Í ár er spurningin Er allt í gulu í þínum skóla? notuð til að koma skilaboðum til skólasamfélagsins og settar fram hugmyndir um hvernig leik-, grunn- og framhaldsskólar geti nýtt átakið til að flétta vellíðan og geðheilbrigði inn í skólastarfið. Á dagskrá Guls september eru viðburðir t.d. fræðsluerindi, samtalsfundir, kyrrðarstundir og göngur og er hér með hvatt til þáttöku. Lífsbrú Í ár var Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna stofnuð. Lífsbrú starfar undir merkjum embættis landlæknis að því markmiði að fækka sjálfsvígum á Íslandi í samræmi við áætlun stjórnvalda. Einnig að þróa og innleiða verklag, fræðsluefni og leiðbeiningar til að nota á öllum stigum forvarna, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu og símenntun. Stofnaður hefur verið sjóður með sama nafni til að styðja enn frekar við verkefnið. Í lógói Lífsbrúar er semikomma; hún vísar til framhalds og endurspeglar seiglu og von. Táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum og er líka notað sem kennimerki fyrir Gulan september. Lífsbrú veitti nýlega Wilhelm Norðförð og Píeta samtökunum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna. Þá veitti forseti Íslands Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur, sem nú stýrir verkefnum Lífsbrúar, Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2024, fyrir m.a. að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Það er eins og með svo margt annað að það eru engar einfaldar lausnir á svo flóknu verkefni sem sjálfsvígsforvarnir eru. Hér þurfa öll að leggjast á eitt, fagfólk, almenningur, stofnanir, félagasamtök og sjórnvöld. Við erum nefnilega öll sjálfsvígsforvarnir. Það er hjálp að fá Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun