Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2024 08:31 Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en það eru Aþjóðasamtökin IASP (International Association for Suicide Prevention) sem standa að deginum. Sjálfsvíg eru lýðheilsuvandi sem hefur víðtækar tilfinningalegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Áætlað er að á heimsvísu deyi yfir 700.000 manns í sjálfsvígi árlega. Hérlendis falla í sjálfsvígi að meðaltali um 39 einstaklingar á ári. Þessi tala segir ekki alla söguna því fyrir hvern þann einstakling sem við missum, fylgja gáruáhrif sorgar og vanmáttar langt út fyrir fjölskyldu og nærumhverfi hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið svipuð sl. áratugi, að jafnaði um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa og því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Gera þarf betur og er nú unnið að uppfærslu á áætlun um sjálfsvígsforvarnir sem unnið er eftir. Tölum um sjálfsvíg en vöndum umræðuna Í ár er áherslan á að hvetja til samtals um sjálfsvíg, milli einstaklinga sem og almennt í samfélaginu en jafnframt er bent á að mikilvægt er að vanda umræðuna.Við ættum að tileinka okkur og stuðla að ábyrgri orðræðu um sjálfsvíg bæði í ræðu og riti. Ágætar leiðbeiningar um efnið er að finna í bæklingnum Að finna orðin og einnig er gagnlegt að lesa bæklinginn Ástvinarmissir vegna sjálfsvígs sem ætlaður er ástvinum. Aðstandendur hafa bent á orðræðu sem kemur illa við þau; við viljum nota orðið sjálfsvíg í stað sjálfsmorðs og tala um að að deyja ísjálfsvígi eða missa í sjálfsvígi. Varast skal að nota orðið fremja sbr. að fremja glæp. Fleiri dæmi um orð sem geta komið illa við fólk í sorg er þegar talað er um að einhver hafi drepið sig eða kálað sér. Betra er að segja að einstaklingur hafi fallið fyrir eigin hendi en fallið vísar til þess hve erfitt er að sporna við sjálfsvígi. Sérstaklega er brýnt að vanda til verka þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum og hafa verið birtar sérstakar leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg. Unnið er að uppfærslu á þessum leiðbeiningum í tilefni af útgáfu nýrra leiðbeininga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni en við þýðingu og staðfæringu leiðbeininganna er leitað til fjölmiðlafólks um samráð og samvinnu. Gulur september Í íslensku vitundarvakninunni Gulur september eru sjálfsvígsforvarnir og mikilvægi geðheilbrigðis sett í öndvegi. Skilaboð Guls september vísa til samtals, samvinnu, stuðnings, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og þess að við verðum að trúa og vita að það er hjálp til staðar. Að verkefninu standa fulltrúar frá embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Í ár er spurningin Er allt í gulu í þínum skóla? notuð til að koma skilaboðum til skólasamfélagsins og settar fram hugmyndir um hvernig leik-, grunn- og framhaldsskólar geti nýtt átakið til að flétta vellíðan og geðheilbrigði inn í skólastarfið. Á dagskrá Guls september eru viðburðir t.d. fræðsluerindi, samtalsfundir, kyrrðarstundir og göngur og er hér með hvatt til þáttöku. Lífsbrú Í ár var Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna stofnuð. Lífsbrú starfar undir merkjum embættis landlæknis að því markmiði að fækka sjálfsvígum á Íslandi í samræmi við áætlun stjórnvalda. Einnig að þróa og innleiða verklag, fræðsluefni og leiðbeiningar til að nota á öllum stigum forvarna, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu og símenntun. Stofnaður hefur verið sjóður með sama nafni til að styðja enn frekar við verkefnið. Í lógói Lífsbrúar er semikomma; hún vísar til framhalds og endurspeglar seiglu og von. Táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum og er líka notað sem kennimerki fyrir Gulan september. Lífsbrú veitti nýlega Wilhelm Norðförð og Píeta samtökunum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna. Þá veitti forseti Íslands Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur, sem nú stýrir verkefnum Lífsbrúar, Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2024, fyrir m.a. að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Það er eins og með svo margt annað að það eru engar einfaldar lausnir á svo flóknu verkefni sem sjálfsvígsforvarnir eru. Hér þurfa öll að leggjast á eitt, fagfólk, almenningur, stofnanir, félagasamtök og sjórnvöld. Við erum nefnilega öll sjálfsvígsforvarnir. Það er hjálp að fá Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Geðheilbrigði Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en það eru Aþjóðasamtökin IASP (International Association for Suicide Prevention) sem standa að deginum. Sjálfsvíg eru lýðheilsuvandi sem hefur víðtækar tilfinningalegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Áætlað er að á heimsvísu deyi yfir 700.000 manns í sjálfsvígi árlega. Hérlendis falla í sjálfsvígi að meðaltali um 39 einstaklingar á ári. Þessi tala segir ekki alla söguna því fyrir hvern þann einstakling sem við missum, fylgja gáruáhrif sorgar og vanmáttar langt út fyrir fjölskyldu og nærumhverfi hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið svipuð sl. áratugi, að jafnaði um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa og því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Gera þarf betur og er nú unnið að uppfærslu á áætlun um sjálfsvígsforvarnir sem unnið er eftir. Tölum um sjálfsvíg en vöndum umræðuna Í ár er áherslan á að hvetja til samtals um sjálfsvíg, milli einstaklinga sem og almennt í samfélaginu en jafnframt er bent á að mikilvægt er að vanda umræðuna.Við ættum að tileinka okkur og stuðla að ábyrgri orðræðu um sjálfsvíg bæði í ræðu og riti. Ágætar leiðbeiningar um efnið er að finna í bæklingnum Að finna orðin og einnig er gagnlegt að lesa bæklinginn Ástvinarmissir vegna sjálfsvígs sem ætlaður er ástvinum. Aðstandendur hafa bent á orðræðu sem kemur illa við þau; við viljum nota orðið sjálfsvíg í stað sjálfsmorðs og tala um að að deyja ísjálfsvígi eða missa í sjálfsvígi. Varast skal að nota orðið fremja sbr. að fremja glæp. Fleiri dæmi um orð sem geta komið illa við fólk í sorg er þegar talað er um að einhver hafi drepið sig eða kálað sér. Betra er að segja að einstaklingur hafi fallið fyrir eigin hendi en fallið vísar til þess hve erfitt er að sporna við sjálfsvígi. Sérstaklega er brýnt að vanda til verka þegar fjallað er um sjálfsvíg í fjölmiðlum og hafa verið birtar sérstakar leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg. Unnið er að uppfærslu á þessum leiðbeiningum í tilefni af útgáfu nýrra leiðbeininga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni en við þýðingu og staðfæringu leiðbeininganna er leitað til fjölmiðlafólks um samráð og samvinnu. Gulur september Í íslensku vitundarvakninunni Gulur september eru sjálfsvígsforvarnir og mikilvægi geðheilbrigðis sett í öndvegi. Skilaboð Guls september vísa til samtals, samvinnu, stuðnings, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og þess að við verðum að trúa og vita að það er hjálp til staðar. Að verkefninu standa fulltrúar frá embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Í ár er spurningin Er allt í gulu í þínum skóla? notuð til að koma skilaboðum til skólasamfélagsins og settar fram hugmyndir um hvernig leik-, grunn- og framhaldsskólar geti nýtt átakið til að flétta vellíðan og geðheilbrigði inn í skólastarfið. Á dagskrá Guls september eru viðburðir t.d. fræðsluerindi, samtalsfundir, kyrrðarstundir og göngur og er hér með hvatt til þáttöku. Lífsbrú Í ár var Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna stofnuð. Lífsbrú starfar undir merkjum embættis landlæknis að því markmiði að fækka sjálfsvígum á Íslandi í samræmi við áætlun stjórnvalda. Einnig að þróa og innleiða verklag, fræðsluefni og leiðbeiningar til að nota á öllum stigum forvarna, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu og símenntun. Stofnaður hefur verið sjóður með sama nafni til að styðja enn frekar við verkefnið. Í lógói Lífsbrúar er semikomma; hún vísar til framhalds og endurspeglar seiglu og von. Táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum og er líka notað sem kennimerki fyrir Gulan september. Lífsbrú veitti nýlega Wilhelm Norðförð og Píeta samtökunum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna. Þá veitti forseti Íslands Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur, sem nú stýrir verkefnum Lífsbrúar, Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2024, fyrir m.a. að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Það er eins og með svo margt annað að það eru engar einfaldar lausnir á svo flóknu verkefni sem sjálfsvígsforvarnir eru. Hér þurfa öll að leggjast á eitt, fagfólk, almenningur, stofnanir, félagasamtök og sjórnvöld. Við erum nefnilega öll sjálfsvígsforvarnir. Það er hjálp að fá Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun