Selenskí fundaði með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 15:51 Vólódímír Selenskí og Donald Trump funduðu í dag. AP/Julia Demaree Nikhinson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. Trump hefur einnig líkt Selenskí við sölumann vegna ferða hans um heiminn og ákall eftir hernaðaraðstoð. Hefur Trump heitið því að binda enda á stríðið í Úkraínu á fyrsta degi í starfi, eða jafnvel fyrr. Hann hefur þó ekki útskýrt hvernig. Árið 2019 bað Trump Selenskí um „greiða“ sem snerist að hefja opinbera rannsókn á Joe Biden og syni hans Hunter Biden en þá var Joe Biden í framboði gegn Trump. Á þeim tíma hélt Trump aftur að hernaðaraðstoð til Úkraínu en fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákærði Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans og Selenskí. Hann var að endingu sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hefur tekið allt aðra afstöðu til Úkraínu. Aukin gagnrýni Útlit var fyrir að ekkert yrði af fundi Trumps og Selenskís. Á undanförnum dögum hefur gagnrýni Trumps í garð Selenskís aukist og hefur það verið rakið til viðtals við Selenskí sem birt var af New Yorker. Þar sagði forsetinn að Trump áttaði sig ekki á eðli átakanna í Úkraínu og Rússlandi og einfaldaði þau um of. Þá sagði hann að JD Vance, varaforsetaefni Trumps, væri of öfgafullur og að hann hefði lagt til að stórum hluta Úkraínu yrði fórnað til Rússa. Eftir það hefur Trump minnst tvisvar sinnum sagt í þessari viku að Úkraína sé í rúst og fólkið þar dáið. Úkraínumenn hefðu átt að semja um að láta land af hendi. Á fundinum með Selenskí ítrekaði Trump að hann ætti í góðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Við eigum í mjög góðu sambandi,“ sagði Trump um Selenskí. „Ég á einnig í góðu sambandi, eins og þú veist, við Pútín. Ef við vinnum, held ég að við klárum þetta mjög fljótt.“ Við það greip Selenskí frammí og sagðist vona að samband þeirra tveggja væri betra en samband Trumps og Pútíns. Trump: I have a very good relationship with President PutinZelenskyy: I hope we have more good relations with us Trump: Oh, ha ha I see pic.twitter.com/5vgHy0xT0t— Acyn (@Acyn) September 27, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Trump hefur einnig líkt Selenskí við sölumann vegna ferða hans um heiminn og ákall eftir hernaðaraðstoð. Hefur Trump heitið því að binda enda á stríðið í Úkraínu á fyrsta degi í starfi, eða jafnvel fyrr. Hann hefur þó ekki útskýrt hvernig. Árið 2019 bað Trump Selenskí um „greiða“ sem snerist að hefja opinbera rannsókn á Joe Biden og syni hans Hunter Biden en þá var Joe Biden í framboði gegn Trump. Á þeim tíma hélt Trump aftur að hernaðaraðstoð til Úkraínu en fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákærði Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans og Selenskí. Hann var að endingu sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hefur tekið allt aðra afstöðu til Úkraínu. Aukin gagnrýni Útlit var fyrir að ekkert yrði af fundi Trumps og Selenskís. Á undanförnum dögum hefur gagnrýni Trumps í garð Selenskís aukist og hefur það verið rakið til viðtals við Selenskí sem birt var af New Yorker. Þar sagði forsetinn að Trump áttaði sig ekki á eðli átakanna í Úkraínu og Rússlandi og einfaldaði þau um of. Þá sagði hann að JD Vance, varaforsetaefni Trumps, væri of öfgafullur og að hann hefði lagt til að stórum hluta Úkraínu yrði fórnað til Rússa. Eftir það hefur Trump minnst tvisvar sinnum sagt í þessari viku að Úkraína sé í rúst og fólkið þar dáið. Úkraínumenn hefðu átt að semja um að láta land af hendi. Á fundinum með Selenskí ítrekaði Trump að hann ætti í góðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Við eigum í mjög góðu sambandi,“ sagði Trump um Selenskí. „Ég á einnig í góðu sambandi, eins og þú veist, við Pútín. Ef við vinnum, held ég að við klárum þetta mjög fljótt.“ Við það greip Selenskí frammí og sagðist vona að samband þeirra tveggja væri betra en samband Trumps og Pútíns. Trump: I have a very good relationship with President PutinZelenskyy: I hope we have more good relations with us Trump: Oh, ha ha I see pic.twitter.com/5vgHy0xT0t— Acyn (@Acyn) September 27, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18
Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05
„Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57