Af hverju þetta tímabundna álag á útsvarið? Bragi Bjarnason skrifar 28. september 2024 11:01 Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skattar og tollar Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar