Þú breytir öllu Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 1. október 2024 07:03 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun