Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 07:22 Göngugarparnir veiktust flestir af nóróveiru í sumar. Mynd/Stöð 2. Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. „Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
„Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira