Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 07:22 Göngugarparnir veiktust flestir af nóróveiru í sumar. Mynd/Stöð 2. Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. „Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
„Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira