Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 07:22 Göngugarparnir veiktust flestir af nóróveiru í sumar. Mynd/Stöð 2. Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. „Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
„Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu