Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 11:30 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Fjárlögin eiga eftir að fara í gegnum þingið, þar sem þau geta tekið einhverjum breytingum en samkvæmt drögunum hafa fjárútlát til varnarmála ekki verið hærri í Rússlandi frá tímum Sovétríkjanna. Útgjöld til varnarmála innihalda ekki fjárútlát til þess sem skilgreint er sem „innlend öryggismál“ og aðra flokka sem eru leyndarmál. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni munu heildarfjárútlát til varnar- og öryggismála vera um fjörutíu prósent af opinberum útgjöldum árið 2025. Það samsvarar um 41,5 billjón rúblum eða tæplega sextíu billjón krónum og mun hækkunin milli ára samsvarar um 32 prósentum, samkvæmt frétt Reuters. Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 vörðu Rússar um 5,5 billjónum rúbla til varnarmála. Tekjur dragast saman Samhliða þessari hækkun eiga tekjur ríkisins af sölu olíu og jarðgass að dragast saman vegna verðlækkunar og skattabreytinga. Samkvæmt drögunum eiga þessar tekjur að vera um 27 prósent af tekjum rússneska ríkisins og hefur það hlutfall aldrei verið lægra. Þá kemur fram í fjárlagadrögunum að fjárútlát til varnarmála eigi að dragast saman aftur árið 2026. Það sama stóð hins vegar í síðustu fjárlagadrögum um árið 2025. Þá áttu útgjöld til málaflokksins að lækka um 21 prósent en eru þess í stað að hækka um 32 prósent. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um heilt prósentustig í síðasta mánuði og standa vextirnir nú í nítján prósentum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þegar hækkunin var tilkynnt kom einnig fram að frekari vaxtahækkanir væru í vændum vegna mikillar verðbólgu, sem stendur nú í 9,1 prósenti. Rússar eru að borga hermönnum mörgu sinnum meira í laun en þeir gerðu árið 2022, sem þykir til marks um erfiðleika hjá þeim við að laða að nýja hermenn. Um tíu prósent af öllum fjárútlátum tli varnarmála eiga að fara í laun og bónusgreiðslur til hermanna. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. 27. september 2024 22:24 Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Fjárlögin eiga eftir að fara í gegnum þingið, þar sem þau geta tekið einhverjum breytingum en samkvæmt drögunum hafa fjárútlát til varnarmála ekki verið hærri í Rússlandi frá tímum Sovétríkjanna. Útgjöld til varnarmála innihalda ekki fjárútlát til þess sem skilgreint er sem „innlend öryggismál“ og aðra flokka sem eru leyndarmál. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni munu heildarfjárútlát til varnar- og öryggismála vera um fjörutíu prósent af opinberum útgjöldum árið 2025. Það samsvarar um 41,5 billjón rúblum eða tæplega sextíu billjón krónum og mun hækkunin milli ára samsvarar um 32 prósentum, samkvæmt frétt Reuters. Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 vörðu Rússar um 5,5 billjónum rúbla til varnarmála. Tekjur dragast saman Samhliða þessari hækkun eiga tekjur ríkisins af sölu olíu og jarðgass að dragast saman vegna verðlækkunar og skattabreytinga. Samkvæmt drögunum eiga þessar tekjur að vera um 27 prósent af tekjum rússneska ríkisins og hefur það hlutfall aldrei verið lægra. Þá kemur fram í fjárlagadrögunum að fjárútlát til varnarmála eigi að dragast saman aftur árið 2026. Það sama stóð hins vegar í síðustu fjárlagadrögum um árið 2025. Þá áttu útgjöld til málaflokksins að lækka um 21 prósent en eru þess í stað að hækka um 32 prósent. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um heilt prósentustig í síðasta mánuði og standa vextirnir nú í nítján prósentum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þegar hækkunin var tilkynnt kom einnig fram að frekari vaxtahækkanir væru í vændum vegna mikillar verðbólgu, sem stendur nú í 9,1 prósenti. Rússar eru að borga hermönnum mörgu sinnum meira í laun en þeir gerðu árið 2022, sem þykir til marks um erfiðleika hjá þeim við að laða að nýja hermenn. Um tíu prósent af öllum fjárútlátum tli varnarmála eiga að fara í laun og bónusgreiðslur til hermanna.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. 27. september 2024 22:24 Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. 27. september 2024 22:24
Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51
Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18