Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar 4. október 2024 11:00 Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marinó G. Njálsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar