Hver á að mennta barnið mitt? Ólöf Ása Benediktsdóttir skrifar 10. október 2024 16:33 Ég fagna allri málefnalegri umræðu um menntamál og ég vil bestu hugsanlegu menntun fyrir börnin mín, þar á meðal fyrir son minn sem gengur í Lundarskóla á Akureyri. Sem kennari og núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla vil ég einnig að skólinn minn sé framúrskarandi skóli og að nemendur okkar fái gæða menntun. Sem skólamanneskja hef ég tekið þátt í umræðu undanfarið um gæði menntunar, læsi, agamál, símanotkun í skólum, líkamlega, andlega og félagslega heilsu barna, vopnaburð, traust og samstarf á milli heimila og skóla og vinnutengda streitu kennara. Ég raunverulega fagna allri málefnalegri umræðu og er sannfærð um að með samstarfi skóla og heimila getum við náð árangri á öllum sviðum menntunar og farsældar barna. Ég hef hins vegar sjaldan lagt orð í belg þegar kemur að kjaramálum kennara. Ég hef oft upplifað að umræðan sé ósanngjörn, óvægin og leiðinleg þegar kemur að kjörum kennara og ég hef frekar viljað beita mér í umræðu um faglegt skólastarf. En þegar staðreyndin er sú að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum á almennum vinnumarkaði um tæp 40%, þrátt fyrir auknar kröfur um menntun og aukið vinnuálag, þá er tími til kominn að láta heyra í sér. Verkföllin sem nú hafa verið tilkynnt í níu skólum um allt land eru neyðarúrræði stéttar sem fær ekki störf sín metin að verðleikum. Þetta er úthugsuð aðgerð og þeir skólar sem taka þátt standa vaktina fyrir okkur hin. Ég vona innilega að það takist að semja áður en til verkfalla kemur en ef ekki þá stend ég með öllum kennurum, sérstaklega kennurum í Lundarskóla á Akureyri. Höfundur er foreldri í Lundarskóla og skólastjóri Hrafnagilsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Akureyri Grunnskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég fagna allri málefnalegri umræðu um menntamál og ég vil bestu hugsanlegu menntun fyrir börnin mín, þar á meðal fyrir son minn sem gengur í Lundarskóla á Akureyri. Sem kennari og núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla vil ég einnig að skólinn minn sé framúrskarandi skóli og að nemendur okkar fái gæða menntun. Sem skólamanneskja hef ég tekið þátt í umræðu undanfarið um gæði menntunar, læsi, agamál, símanotkun í skólum, líkamlega, andlega og félagslega heilsu barna, vopnaburð, traust og samstarf á milli heimila og skóla og vinnutengda streitu kennara. Ég raunverulega fagna allri málefnalegri umræðu og er sannfærð um að með samstarfi skóla og heimila getum við náð árangri á öllum sviðum menntunar og farsældar barna. Ég hef hins vegar sjaldan lagt orð í belg þegar kemur að kjaramálum kennara. Ég hef oft upplifað að umræðan sé ósanngjörn, óvægin og leiðinleg þegar kemur að kjörum kennara og ég hef frekar viljað beita mér í umræðu um faglegt skólastarf. En þegar staðreyndin er sú að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum á almennum vinnumarkaði um tæp 40%, þrátt fyrir auknar kröfur um menntun og aukið vinnuálag, þá er tími til kominn að láta heyra í sér. Verkföllin sem nú hafa verið tilkynnt í níu skólum um allt land eru neyðarúrræði stéttar sem fær ekki störf sín metin að verðleikum. Þetta er úthugsuð aðgerð og þeir skólar sem taka þátt standa vaktina fyrir okkur hin. Ég vona innilega að það takist að semja áður en til verkfalla kemur en ef ekki þá stend ég með öllum kennurum, sérstaklega kennurum í Lundarskóla á Akureyri. Höfundur er foreldri í Lundarskóla og skólastjóri Hrafnagilsskóla.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar