Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 13:22 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Embætti hennar sér um að fylgja þeim úr landi sem hafa fengið endanlega synjun um vernd. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Í þeim hópi eru fimm börn sem eru öll, samkvæmt skriflegu svari ríkislögreglustjóra, í forsjá foreldra sinna. Í svari ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að föður og tveimur börnum hans hafi verið gert að halda sig á ákveðnu svæði í Bæjarhrauni. Í útlendingalögum sé heimild til þess að þvinga fólk til að halda sig á ákveðnu svæði til að tryggja framkvæmd ákvörðunar. Í Bæjarhrauni dvelja einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Fyrr í dag var fjallað um mál hins 16 ára Oscar Andres Florez Bocanegra sem kom til landsins fyrir tveimur árum. Lögmaður hans sagði faðir hans hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hefur faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lögmaður Oscars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Umsókninni hafnað í fyrra „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Oscar, til vinstri á myndinni, er eitt þeirra barna sem flytja á til Kólumbíu í dag. Með honum á myndinni er Sonja Magnúsdóttir en hann hefur dvalið hjá henni og manni hennar frá því í maí.Aðsend Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og er ein í Kólumbíu. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Í þeim hópi eru fimm börn sem eru öll, samkvæmt skriflegu svari ríkislögreglustjóra, í forsjá foreldra sinna. Í svari ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að föður og tveimur börnum hans hafi verið gert að halda sig á ákveðnu svæði í Bæjarhrauni. Í útlendingalögum sé heimild til þess að þvinga fólk til að halda sig á ákveðnu svæði til að tryggja framkvæmd ákvörðunar. Í Bæjarhrauni dvelja einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Fyrr í dag var fjallað um mál hins 16 ára Oscar Andres Florez Bocanegra sem kom til landsins fyrir tveimur árum. Lögmaður hans sagði faðir hans hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hefur faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lögmaður Oscars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Umsókninni hafnað í fyrra „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Oscar, til vinstri á myndinni, er eitt þeirra barna sem flytja á til Kólumbíu í dag. Með honum á myndinni er Sonja Magnúsdóttir en hann hefur dvalið hjá henni og manni hennar frá því í maí.Aðsend Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og er ein í Kólumbíu.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31