Barnafátækt á Íslandi Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 17. október 2024 08:33 Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun