Hvar er kröfugerðin? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 17. október 2024 06:03 Félagsmenn sex aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa samþykkt skæruverkföll í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Kosið var um verkföll og þau samþykkt án þess að skýr kröfugerð hafi verið lögð fram. Kennarar gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi og við eigum öll okkar uppáhalds kennara. Skólaganga mín í Njarðvíkurskóla er mér mjög eftirminnileg, Sigríður yfirkennari innrætti mér aga, Margrét Sanders kenndi mér lífsgildi sem standa með mér ævilangt og Erlingur stærðfræðikennari sat með mér á laugardögum svo ég gæti sleppt úr skólaári og farið áhyggjulaus í framhaldsskóla. Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum. Það er forsenda lögmætrar verkfallsboðunar að skýrar kröfur liggi fyrir sem viðsemjandi sé í stöðu til að verða við. Vegna alvarlegra áhrifa verkfalla á nemendur, foreldra og atvinnulíf er mikilvægt að viðsemjendur í karphúsinu upplýsi um hvort skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar séu til staðar. Mikilvægasta verkefni samfélagsins þessa dagana er að ná tökum á verðbólgunni svo vextir geti lækkað. Verðbólga og vextir á Íslandi standa verðmætasköpun fyrir þrifum og þeir koma hart niður á heimilum landsins. Efnahagslegur stöðugleiki þýðir að fólk og fyrirtæki geti gert framtíðaráætlanir sem halda en hann kemur svo sannarlega ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera samtaka, sýna hugrekki og vera tilbúin til þess að reyna á okkur svo árangur sjáist. Á almennum vinnumarkaði var það hugrekki sýnt fyrr á árinu þegar samið var um fjögurra ára kjarasamning, almenna 3,25-3,5% hækkun að lágmarki 23.750 krónur. Stjórnvöld tóku ákvarðanir um að verða við beiðni verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til þess að styðja við gerð kjarasamninganna, þær aðgerðir voru líka fyrir kennara. Almennur vinnumarkaður er í harðri samkeppni við hið opinbera um starfsfólk. Réttindi opinberra starfsmanna hafa þar sitt að segja. Á opinbera markaðinum er minni vinnuskylda, meira orlof, meiri veikindaréttur, meira starfsöryggi og rík uppsagnarvernd. Það eru kostnaðarliðir sem horfa verður til þegar heildarkjör eru borin saman við almennan vinnumarkað. Undirstaða opinbers reksturs er verðmætasköpun í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður leiði launaþróun og kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem náðist fyrr á árinu og markmiðum um lækkun verðbólgu og vaxta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmenn sex aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa samþykkt skæruverkföll í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Kosið var um verkföll og þau samþykkt án þess að skýr kröfugerð hafi verið lögð fram. Kennarar gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi og við eigum öll okkar uppáhalds kennara. Skólaganga mín í Njarðvíkurskóla er mér mjög eftirminnileg, Sigríður yfirkennari innrætti mér aga, Margrét Sanders kenndi mér lífsgildi sem standa með mér ævilangt og Erlingur stærðfræðikennari sat með mér á laugardögum svo ég gæti sleppt úr skólaári og farið áhyggjulaus í framhaldsskóla. Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum. Það er forsenda lögmætrar verkfallsboðunar að skýrar kröfur liggi fyrir sem viðsemjandi sé í stöðu til að verða við. Vegna alvarlegra áhrifa verkfalla á nemendur, foreldra og atvinnulíf er mikilvægt að viðsemjendur í karphúsinu upplýsi um hvort skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar séu til staðar. Mikilvægasta verkefni samfélagsins þessa dagana er að ná tökum á verðbólgunni svo vextir geti lækkað. Verðbólga og vextir á Íslandi standa verðmætasköpun fyrir þrifum og þeir koma hart niður á heimilum landsins. Efnahagslegur stöðugleiki þýðir að fólk og fyrirtæki geti gert framtíðaráætlanir sem halda en hann kemur svo sannarlega ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera samtaka, sýna hugrekki og vera tilbúin til þess að reyna á okkur svo árangur sjáist. Á almennum vinnumarkaði var það hugrekki sýnt fyrr á árinu þegar samið var um fjögurra ára kjarasamning, almenna 3,25-3,5% hækkun að lágmarki 23.750 krónur. Stjórnvöld tóku ákvarðanir um að verða við beiðni verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til þess að styðja við gerð kjarasamninganna, þær aðgerðir voru líka fyrir kennara. Almennur vinnumarkaður er í harðri samkeppni við hið opinbera um starfsfólk. Réttindi opinberra starfsmanna hafa þar sitt að segja. Á opinbera markaðinum er minni vinnuskylda, meira orlof, meiri veikindaréttur, meira starfsöryggi og rík uppsagnarvernd. Það eru kostnaðarliðir sem horfa verður til þegar heildarkjör eru borin saman við almennan vinnumarkað. Undirstaða opinbers reksturs er verðmætasköpun í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður leiði launaþróun og kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem náðist fyrr á árinu og markmiðum um lækkun verðbólgu og vaxta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun