Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar 6. nóvember 2024 07:01 Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans. Í raun er álagning veiðigjaldsins hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er iðulega langt undir markaðsvirði. Sem dæmi um þetta má nefna að meðalverð á markaði fyrir þorsk er nú 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk. Við nánari athugun þá koma í ljós gríðarlegar sviptingar á álagningu veiðigjaldsins, en veiðigjaldið á grálúðu lækkaði frá 32 kr. á kílóið í fyrra niður í 0 krónur í ár, en þar með er líklegt að ríkissjóður hafi orðið af um 400 milljónum kr. Til að fá skýringar á þessum sviptingum þá hringdi ég í matvælaráðuneytið og fékk þær upplýsingar með hraði að gjaldtakan byggðist á upplýsingum frá útgerðinni frá árinu 2022, á sérstöku eyðublaði þar sem greint var frá því að það hefði verið tap á veiðum á grálúðu það árið! Ekki kannast ég við neinar haldbærar skýringar á tjóni útgerðanna við að veiða fiskinn en þetta var víst niðurstaðan á eyðublaðinu! Launaþjófnaður? Annað sem vakti athygli var tæplega 50% lækkun á veiðigjaldi makríls frá því í fyrra og er gjaldið nú aðeins um tvær krónur á kílóið. Til þess að leita skýringa skoðaði ég m.a. meðalverð makríls á Íslandi og kom þá í ljós að verðið í ár var aðeins um 82 kr/kg á meðan verðið er liðlega 256 kr/kg að meðaltali í Færeyjum á sama tíma. Þessi samanburður lítur verulega illa út. Annaðhvort er makríllinn sem íslensk skip veiða, á sama tíma og sama stað og Færeyingar, verðminni eða þá að verið er að hlunnfara íslenska sjómenn með einhverri furðu verðlagningu langt undir raunvirði og taka í leiðinni laglegan óforsvaranlegan snúning á veiðigjöldunum. Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að koma á gagnsærri verðmyndun á fiski með aðskilnaði veiða og vinnslu og frjálsum uppboðsmarkaði á fiski. Það sér hver heilvita maður að þessi leikaraskapur með verðmyndun sem hefur bein áhrif m.a. á laun sjómanna og veiðigjöldin, gengur engan veginn upp. Höfundur er líffræðingur og oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans. Í raun er álagning veiðigjaldsins hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er iðulega langt undir markaðsvirði. Sem dæmi um þetta má nefna að meðalverð á markaði fyrir þorsk er nú 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk. Við nánari athugun þá koma í ljós gríðarlegar sviptingar á álagningu veiðigjaldsins, en veiðigjaldið á grálúðu lækkaði frá 32 kr. á kílóið í fyrra niður í 0 krónur í ár, en þar með er líklegt að ríkissjóður hafi orðið af um 400 milljónum kr. Til að fá skýringar á þessum sviptingum þá hringdi ég í matvælaráðuneytið og fékk þær upplýsingar með hraði að gjaldtakan byggðist á upplýsingum frá útgerðinni frá árinu 2022, á sérstöku eyðublaði þar sem greint var frá því að það hefði verið tap á veiðum á grálúðu það árið! Ekki kannast ég við neinar haldbærar skýringar á tjóni útgerðanna við að veiða fiskinn en þetta var víst niðurstaðan á eyðublaðinu! Launaþjófnaður? Annað sem vakti athygli var tæplega 50% lækkun á veiðigjaldi makríls frá því í fyrra og er gjaldið nú aðeins um tvær krónur á kílóið. Til þess að leita skýringa skoðaði ég m.a. meðalverð makríls á Íslandi og kom þá í ljós að verðið í ár var aðeins um 82 kr/kg á meðan verðið er liðlega 256 kr/kg að meðaltali í Færeyjum á sama tíma. Þessi samanburður lítur verulega illa út. Annaðhvort er makríllinn sem íslensk skip veiða, á sama tíma og sama stað og Færeyingar, verðminni eða þá að verið er að hlunnfara íslenska sjómenn með einhverri furðu verðlagningu langt undir raunvirði og taka í leiðinni laglegan óforsvaranlegan snúning á veiðigjöldunum. Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að koma á gagnsærri verðmyndun á fiski með aðskilnaði veiða og vinnslu og frjálsum uppboðsmarkaði á fiski. Það sér hver heilvita maður að þessi leikaraskapur með verðmyndun sem hefur bein áhrif m.a. á laun sjómanna og veiðigjöldin, gengur engan veginn upp. Höfundur er líffræðingur og oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun