Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar 6. nóvember 2024 07:01 Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans. Í raun er álagning veiðigjaldsins hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er iðulega langt undir markaðsvirði. Sem dæmi um þetta má nefna að meðalverð á markaði fyrir þorsk er nú 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk. Við nánari athugun þá koma í ljós gríðarlegar sviptingar á álagningu veiðigjaldsins, en veiðigjaldið á grálúðu lækkaði frá 32 kr. á kílóið í fyrra niður í 0 krónur í ár, en þar með er líklegt að ríkissjóður hafi orðið af um 400 milljónum kr. Til að fá skýringar á þessum sviptingum þá hringdi ég í matvælaráðuneytið og fékk þær upplýsingar með hraði að gjaldtakan byggðist á upplýsingum frá útgerðinni frá árinu 2022, á sérstöku eyðublaði þar sem greint var frá því að það hefði verið tap á veiðum á grálúðu það árið! Ekki kannast ég við neinar haldbærar skýringar á tjóni útgerðanna við að veiða fiskinn en þetta var víst niðurstaðan á eyðublaðinu! Launaþjófnaður? Annað sem vakti athygli var tæplega 50% lækkun á veiðigjaldi makríls frá því í fyrra og er gjaldið nú aðeins um tvær krónur á kílóið. Til þess að leita skýringa skoðaði ég m.a. meðalverð makríls á Íslandi og kom þá í ljós að verðið í ár var aðeins um 82 kr/kg á meðan verðið er liðlega 256 kr/kg að meðaltali í Færeyjum á sama tíma. Þessi samanburður lítur verulega illa út. Annaðhvort er makríllinn sem íslensk skip veiða, á sama tíma og sama stað og Færeyingar, verðminni eða þá að verið er að hlunnfara íslenska sjómenn með einhverri furðu verðlagningu langt undir raunvirði og taka í leiðinni laglegan óforsvaranlegan snúning á veiðigjöldunum. Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að koma á gagnsærri verðmyndun á fiski með aðskilnaði veiða og vinnslu og frjálsum uppboðsmarkaði á fiski. Það sér hver heilvita maður að þessi leikaraskapur með verðmyndun sem hefur bein áhrif m.a. á laun sjómanna og veiðigjöldin, gengur engan veginn upp. Höfundur er líffræðingur og oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans. Í raun er álagning veiðigjaldsins hálfgerð vitleysa þar sem raunverð á markaði er ekki látið ráða heldur er verðið meira og minna ákvarðað af ríkistofnun sem gefur út verðskrá sem er iðulega langt undir markaðsvirði. Sem dæmi um þetta má nefna að meðalverð á markaði fyrir þorsk er nú 540 kr/kg en ríkisverðið er 333 kr/kg fyrir 4. kg. þorsk. Við nánari athugun þá koma í ljós gríðarlegar sviptingar á álagningu veiðigjaldsins, en veiðigjaldið á grálúðu lækkaði frá 32 kr. á kílóið í fyrra niður í 0 krónur í ár, en þar með er líklegt að ríkissjóður hafi orðið af um 400 milljónum kr. Til að fá skýringar á þessum sviptingum þá hringdi ég í matvælaráðuneytið og fékk þær upplýsingar með hraði að gjaldtakan byggðist á upplýsingum frá útgerðinni frá árinu 2022, á sérstöku eyðublaði þar sem greint var frá því að það hefði verið tap á veiðum á grálúðu það árið! Ekki kannast ég við neinar haldbærar skýringar á tjóni útgerðanna við að veiða fiskinn en þetta var víst niðurstaðan á eyðublaðinu! Launaþjófnaður? Annað sem vakti athygli var tæplega 50% lækkun á veiðigjaldi makríls frá því í fyrra og er gjaldið nú aðeins um tvær krónur á kílóið. Til þess að leita skýringa skoðaði ég m.a. meðalverð makríls á Íslandi og kom þá í ljós að verðið í ár var aðeins um 82 kr/kg á meðan verðið er liðlega 256 kr/kg að meðaltali í Færeyjum á sama tíma. Þessi samanburður lítur verulega illa út. Annaðhvort er makríllinn sem íslensk skip veiða, á sama tíma og sama stað og Færeyingar, verðminni eða þá að verið er að hlunnfara íslenska sjómenn með einhverri furðu verðlagningu langt undir raunvirði og taka í leiðinni laglegan óforsvaranlegan snúning á veiðigjöldunum. Flokkur fólksins mun berjast fyrir því að koma á gagnsærri verðmyndun á fiski með aðskilnaði veiða og vinnslu og frjálsum uppboðsmarkaði á fiski. Það sér hver heilvita maður að þessi leikaraskapur með verðmyndun sem hefur bein áhrif m.a. á laun sjómanna og veiðigjöldin, gengur engan veginn upp. Höfundur er líffræðingur og oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar