Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar 8. nóvember 2024 17:15 Það er búið að vera ánægjulegt að sjá hvernig Vestfirðir hafa vaxið og dafnað á síðustu árum. Fólki fjölgar og fjölbreyttari atvinnutækifæri verða til með vexti fiskeldis, ferðaþjónustu og Kerecis. Ekki má gleyma Háskólasetri Vestfjarða sem laðar að sér erlenda nemendur sem mörg hver setjast hér að og taka þátt í að skapa verðmæti og auðga vestfirskt samfélag. Þessi vöxtur á undanförnum árum gerði mér kleift að flytja aftur heim eftir háskólanám erlendis og finna vinnu sem passaði menntun minni og áhugasviði sem var ekki svo sjálfsagt hér á árum áður. Eftir að ég kom heim hefur ég fundið fyrir töluverðum áhuga frá vinum og kunningjum sem ólust upp hér fyrir vestan, fóru suður í háskólanám og sjá tækifæri til að koma aftur heim og taka þátt í uppbyggingunni sem nú er í gangi. Nútímasamfélag verður að geta boðið upp á tryggar og öruggar samgöngur þar sem íbúar sem og aðrir þurfa ekki að hafa áhyggjur af snjóflóðahættu eða óvissu um hvort bíllinn komist í gegnum snjóskafla á hálendisvegum. Fjárfesting í samgöngubótum er besta leiðin til að gera Vestfirði að samkeppnishæfum búsetukosti fyrir ungt fólk sérstaklega núna þegar fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri eru í boði á svæðinu. Með bættum samgöngum munu tækifæri til atvinnusköpunar aukast þvert á byggðarlög, sem mun gera svæðið sem heild enn meira aðlaðandi til verðmætasköpunar. Ég vil hvetja stjórnvöld og fólk í framboði til að leita allra leiða til að bæta samgöngur á Vestfjörðum og leggjast á árarnar með Innviðafélagi Vestfjarða um að búa til samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Því samgöngur eru ekki bara verkleg framkvæmd; þær eru lífæð samfélaga og forsenda þess að Vestfirðir geti haldið áfram að vaxa og laðað ungt fólk aftur heim. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er búið að vera ánægjulegt að sjá hvernig Vestfirðir hafa vaxið og dafnað á síðustu árum. Fólki fjölgar og fjölbreyttari atvinnutækifæri verða til með vexti fiskeldis, ferðaþjónustu og Kerecis. Ekki má gleyma Háskólasetri Vestfjarða sem laðar að sér erlenda nemendur sem mörg hver setjast hér að og taka þátt í að skapa verðmæti og auðga vestfirskt samfélag. Þessi vöxtur á undanförnum árum gerði mér kleift að flytja aftur heim eftir háskólanám erlendis og finna vinnu sem passaði menntun minni og áhugasviði sem var ekki svo sjálfsagt hér á árum áður. Eftir að ég kom heim hefur ég fundið fyrir töluverðum áhuga frá vinum og kunningjum sem ólust upp hér fyrir vestan, fóru suður í háskólanám og sjá tækifæri til að koma aftur heim og taka þátt í uppbyggingunni sem nú er í gangi. Nútímasamfélag verður að geta boðið upp á tryggar og öruggar samgöngur þar sem íbúar sem og aðrir þurfa ekki að hafa áhyggjur af snjóflóðahættu eða óvissu um hvort bíllinn komist í gegnum snjóskafla á hálendisvegum. Fjárfesting í samgöngubótum er besta leiðin til að gera Vestfirði að samkeppnishæfum búsetukosti fyrir ungt fólk sérstaklega núna þegar fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri eru í boði á svæðinu. Með bættum samgöngum munu tækifæri til atvinnusköpunar aukast þvert á byggðarlög, sem mun gera svæðið sem heild enn meira aðlaðandi til verðmætasköpunar. Ég vil hvetja stjórnvöld og fólk í framboði til að leita allra leiða til að bæta samgöngur á Vestfjörðum og leggjast á árarnar með Innviðafélagi Vestfjarða um að búa til samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Því samgöngur eru ekki bara verkleg framkvæmd; þær eru lífæð samfélaga og forsenda þess að Vestfirðir geti haldið áfram að vaxa og laðað ungt fólk aftur heim. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun