Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar 11. nóvember 2024 06:31 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga. Á yfirborðinu lítur útkoman ágætlega út. Það hljómar til dæmis vel að aðgerðirnar séu 150 talsins. En við nánari athugun kemur í ljós að 44 prósent aðgerðanna eru einungis á hugmyndastigi, 55 prósent þeirra eru ekki fjármagnaðar og útreiknaður samdráttur á einungis við um brot af þeim. Hann dugar ekki einu sinni til að ná skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Trúverðugleikinn er þar með horfinn. Og til að undirstrika metnaðarleysið var engum umhverfis- og náttúruverndarsamtökum hleypt að borðinu, heldur var þeim haldið fyrir utan vinnuna, allan tímann. Í tæp þrjú ár. Enda er lítið sem ekkert tillit tekið til náttúruverndarsjónarmiða eða líffræðilegrar fjölbreytni. Óboðlegt metnaðarleysi Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki einungis farnar að sjást í fjarlægum heimshlutum. Þær eru mættar til Íslands. Það er staðreynd. Við sjáum þær til dæmis að verki í öflugri ofanflóðum, tíðara ofsaveðri og jöklum sem hörfa og hverfa. Áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins á hagsmunum okkar unga fólksins og framtíðarkynslóða er augljóst þar sem þau hafa gert ráð fyrir 35 prósenta niðurskurði í framlögum til loftslagsmála næstu fimm árin. Hér hefur misskilningur átt sér stað. Við vitum jú flest að að þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - ekki fjármögnun loftslagsaðgerða. Við þurfum fjármagnaða aðgerðaáætlun sem dregur úr heildarlosun um a.m.k. 55 prósent fyrir árið 2030 og tryggir réttlát umskipti. Losunin hefur aldrei verið meiri á heimsvísu og nú. Það er rauð viðvörun. Það er fullkomlega óboðlegt að ein ríkasta þjóð heims bjóði upp á metnaðarleysi í loftslagsmálum. Plagg Sjálfstæðisflokksins er ekki aðgerðaáætlun, heldur óheiðarlegur óskalisti sem veltir afleiðingum loftslagsbreytinga og tilheyrandi kostnaði yfir á okkur unga fólkið og framtíðarkynslóðir. Trúverðug stefna og metnaðarfull markmið VG hefur skýra sýn, yfirgripsmikla þekkingu og langmesta reynslu allra flokka þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Við munum svara kalli Loftslagsráðs með heildrænni stefnu í loftslagsmálum, tímasettum, vel skilgreindum og mælanlegum markmiðum, og fjármagnaðri aðgerðaáætlun. Það verður ekkert gluggaskraut, heldur alvöru árangur. Ég ætla að berjast fyrir því að við förum loksins að ná alvöru árangri í loftslagsmálum og tryggja raddir líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndarsamtaka í allri vinnu VG. Það er komið nóg af metnaðarleysi og sýndarmennsku hægrisins í umhverfis- og loftslagsmálum og kominn tími til að alvöru hugsjónafólk með þekkingu og reynslu fái sviðið. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfisog loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga. Á yfirborðinu lítur útkoman ágætlega út. Það hljómar til dæmis vel að aðgerðirnar séu 150 talsins. En við nánari athugun kemur í ljós að 44 prósent aðgerðanna eru einungis á hugmyndastigi, 55 prósent þeirra eru ekki fjármagnaðar og útreiknaður samdráttur á einungis við um brot af þeim. Hann dugar ekki einu sinni til að ná skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Trúverðugleikinn er þar með horfinn. Og til að undirstrika metnaðarleysið var engum umhverfis- og náttúruverndarsamtökum hleypt að borðinu, heldur var þeim haldið fyrir utan vinnuna, allan tímann. Í tæp þrjú ár. Enda er lítið sem ekkert tillit tekið til náttúruverndarsjónarmiða eða líffræðilegrar fjölbreytni. Óboðlegt metnaðarleysi Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki einungis farnar að sjást í fjarlægum heimshlutum. Þær eru mættar til Íslands. Það er staðreynd. Við sjáum þær til dæmis að verki í öflugri ofanflóðum, tíðara ofsaveðri og jöklum sem hörfa og hverfa. Áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins á hagsmunum okkar unga fólksins og framtíðarkynslóða er augljóst þar sem þau hafa gert ráð fyrir 35 prósenta niðurskurði í framlögum til loftslagsmála næstu fimm árin. Hér hefur misskilningur átt sér stað. Við vitum jú flest að að þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - ekki fjármögnun loftslagsaðgerða. Við þurfum fjármagnaða aðgerðaáætlun sem dregur úr heildarlosun um a.m.k. 55 prósent fyrir árið 2030 og tryggir réttlát umskipti. Losunin hefur aldrei verið meiri á heimsvísu og nú. Það er rauð viðvörun. Það er fullkomlega óboðlegt að ein ríkasta þjóð heims bjóði upp á metnaðarleysi í loftslagsmálum. Plagg Sjálfstæðisflokksins er ekki aðgerðaáætlun, heldur óheiðarlegur óskalisti sem veltir afleiðingum loftslagsbreytinga og tilheyrandi kostnaði yfir á okkur unga fólkið og framtíðarkynslóðir. Trúverðug stefna og metnaðarfull markmið VG hefur skýra sýn, yfirgripsmikla þekkingu og langmesta reynslu allra flokka þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Við munum svara kalli Loftslagsráðs með heildrænni stefnu í loftslagsmálum, tímasettum, vel skilgreindum og mælanlegum markmiðum, og fjármagnaðri aðgerðaáætlun. Það verður ekkert gluggaskraut, heldur alvöru árangur. Ég ætla að berjast fyrir því að við förum loksins að ná alvöru árangri í loftslagsmálum og tryggja raddir líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndarsamtaka í allri vinnu VG. Það er komið nóg af metnaðarleysi og sýndarmennsku hægrisins í umhverfis- og loftslagsmálum og kominn tími til að alvöru hugsjónafólk með þekkingu og reynslu fái sviðið. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfisog loftslagsmálum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun