Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar 11. nóvember 2024 06:31 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga. Á yfirborðinu lítur útkoman ágætlega út. Það hljómar til dæmis vel að aðgerðirnar séu 150 talsins. En við nánari athugun kemur í ljós að 44 prósent aðgerðanna eru einungis á hugmyndastigi, 55 prósent þeirra eru ekki fjármagnaðar og útreiknaður samdráttur á einungis við um brot af þeim. Hann dugar ekki einu sinni til að ná skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Trúverðugleikinn er þar með horfinn. Og til að undirstrika metnaðarleysið var engum umhverfis- og náttúruverndarsamtökum hleypt að borðinu, heldur var þeim haldið fyrir utan vinnuna, allan tímann. Í tæp þrjú ár. Enda er lítið sem ekkert tillit tekið til náttúruverndarsjónarmiða eða líffræðilegrar fjölbreytni. Óboðlegt metnaðarleysi Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki einungis farnar að sjást í fjarlægum heimshlutum. Þær eru mættar til Íslands. Það er staðreynd. Við sjáum þær til dæmis að verki í öflugri ofanflóðum, tíðara ofsaveðri og jöklum sem hörfa og hverfa. Áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins á hagsmunum okkar unga fólksins og framtíðarkynslóða er augljóst þar sem þau hafa gert ráð fyrir 35 prósenta niðurskurði í framlögum til loftslagsmála næstu fimm árin. Hér hefur misskilningur átt sér stað. Við vitum jú flest að að þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - ekki fjármögnun loftslagsaðgerða. Við þurfum fjármagnaða aðgerðaáætlun sem dregur úr heildarlosun um a.m.k. 55 prósent fyrir árið 2030 og tryggir réttlát umskipti. Losunin hefur aldrei verið meiri á heimsvísu og nú. Það er rauð viðvörun. Það er fullkomlega óboðlegt að ein ríkasta þjóð heims bjóði upp á metnaðarleysi í loftslagsmálum. Plagg Sjálfstæðisflokksins er ekki aðgerðaáætlun, heldur óheiðarlegur óskalisti sem veltir afleiðingum loftslagsbreytinga og tilheyrandi kostnaði yfir á okkur unga fólkið og framtíðarkynslóðir. Trúverðug stefna og metnaðarfull markmið VG hefur skýra sýn, yfirgripsmikla þekkingu og langmesta reynslu allra flokka þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Við munum svara kalli Loftslagsráðs með heildrænni stefnu í loftslagsmálum, tímasettum, vel skilgreindum og mælanlegum markmiðum, og fjármagnaðri aðgerðaáætlun. Það verður ekkert gluggaskraut, heldur alvöru árangur. Ég ætla að berjast fyrir því að við förum loksins að ná alvöru árangri í loftslagsmálum og tryggja raddir líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndarsamtaka í allri vinnu VG. Það er komið nóg af metnaðarleysi og sýndarmennsku hægrisins í umhverfis- og loftslagsmálum og kominn tími til að alvöru hugsjónafólk með þekkingu og reynslu fái sviðið. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfisog loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga. Á yfirborðinu lítur útkoman ágætlega út. Það hljómar til dæmis vel að aðgerðirnar séu 150 talsins. En við nánari athugun kemur í ljós að 44 prósent aðgerðanna eru einungis á hugmyndastigi, 55 prósent þeirra eru ekki fjármagnaðar og útreiknaður samdráttur á einungis við um brot af þeim. Hann dugar ekki einu sinni til að ná skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Trúverðugleikinn er þar með horfinn. Og til að undirstrika metnaðarleysið var engum umhverfis- og náttúruverndarsamtökum hleypt að borðinu, heldur var þeim haldið fyrir utan vinnuna, allan tímann. Í tæp þrjú ár. Enda er lítið sem ekkert tillit tekið til náttúruverndarsjónarmiða eða líffræðilegrar fjölbreytni. Óboðlegt metnaðarleysi Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki einungis farnar að sjást í fjarlægum heimshlutum. Þær eru mættar til Íslands. Það er staðreynd. Við sjáum þær til dæmis að verki í öflugri ofanflóðum, tíðara ofsaveðri og jöklum sem hörfa og hverfa. Áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins á hagsmunum okkar unga fólksins og framtíðarkynslóða er augljóst þar sem þau hafa gert ráð fyrir 35 prósenta niðurskurði í framlögum til loftslagsmála næstu fimm árin. Hér hefur misskilningur átt sér stað. Við vitum jú flest að að þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - ekki fjármögnun loftslagsaðgerða. Við þurfum fjármagnaða aðgerðaáætlun sem dregur úr heildarlosun um a.m.k. 55 prósent fyrir árið 2030 og tryggir réttlát umskipti. Losunin hefur aldrei verið meiri á heimsvísu og nú. Það er rauð viðvörun. Það er fullkomlega óboðlegt að ein ríkasta þjóð heims bjóði upp á metnaðarleysi í loftslagsmálum. Plagg Sjálfstæðisflokksins er ekki aðgerðaáætlun, heldur óheiðarlegur óskalisti sem veltir afleiðingum loftslagsbreytinga og tilheyrandi kostnaði yfir á okkur unga fólkið og framtíðarkynslóðir. Trúverðug stefna og metnaðarfull markmið VG hefur skýra sýn, yfirgripsmikla þekkingu og langmesta reynslu allra flokka þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Við munum svara kalli Loftslagsráðs með heildrænni stefnu í loftslagsmálum, tímasettum, vel skilgreindum og mælanlegum markmiðum, og fjármagnaðri aðgerðaáætlun. Það verður ekkert gluggaskraut, heldur alvöru árangur. Ég ætla að berjast fyrir því að við förum loksins að ná alvöru árangri í loftslagsmálum og tryggja raddir líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndarsamtaka í allri vinnu VG. Það er komið nóg af metnaðarleysi og sýndarmennsku hægrisins í umhverfis- og loftslagsmálum og kominn tími til að alvöru hugsjónafólk með þekkingu og reynslu fái sviðið. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfisog loftslagsmálum.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar