Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:14 Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur sýknað íslenska ríkið af nokkurra milljarða króna kröfu Reykjavíkurborgar í tengslum við framlög ríkisins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira