Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 08:17 Hugverkaiðnaður er sú atvinnugrein sem er í mestri sókn hér á landi. Stórkostlegar framfarir hafa orðið á fáum árum innan geirans og vöxtur hennar verið stöðugur. Fyrir tilstilli ríkisstjórna með framtíðarsýn hefur hér verið hlúð að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja þannig að eftir því er tekið. Ef allt gengur eftir mun greinin skapa um 320 milljarða í útflutningstekjur á árinu og hefur hún þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Aukin umsvif skapa skilyrði fyrir enn betri lífskjör á Íslandi. Tækifæri í nýjum útflutningsiðnaði hafa skapað verðmæt og eftirsóknarverð störf, en starfsfólk í tækni- og hugverkagreinum hér á landi telja nú hátt í 18.000. Þessi störf eru að öllu jöfnu hálaunastörf þar sem framleiðni, þ.e. sköpuð verðmæti á hverja vinnustund, er talsvert meiri en almennt gengur og gerist í efnahagslífi þjóðarinnar. Framleiðni og lífskjör þjóða eru náskyld fyrirbæri og ef rétt verður á málum haldið er hugverkaiðnaðurinn einungis að slíta barnsskónum. Stærstu skrefin og mesti vöxturinn eru nefnilega fram undan og þá er mikið undir að ekki tapist þau sóknarfæri sem búið er að fjárfesta svo ríkulega í. Mikilvægasti liðurinn í því að sækja fram á sviði hugverkaiðnaðar eru skattahvatar vegna rannsókna og þróunar. Þannig styður ríkið við og stuðlar að áframhaldandi vexti útflutningstekna til framtíðar á sviði nýsköpunar, hugverka og tækni. Jákvæðir hvatar og hófleg skattheimta eru undirstöður fyrir þá miklu fjárfestingu sem hefur átt sér stað í vexti nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Auðvelt er að auka tekjur ríkissjóðs með rauðum pennastrikum og hærri sköttum á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem fjórða stoð hugverkaiðnaðar er sú sem hraðast vex. Ég kalla hins vegar eftir stjórnmálamönnum sem hafa langtíma framtíðarsýn fyrir Ísland; eru til í að leggjast á árarnar til að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi innlendra fyrirtækja í kvikum heimi þar sem samkeppnin er þvert á landamæri. Tækifærin til að efla efnahag Íslands felast í því að einfalt sé fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að setja á fót fyrirtæki og að regluverk sé einfalt og gott og eftirlit skilvirkt – að það laði að innlenda og erlenda fjárfestingu frekar en að leggja stein í götu hennar. Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er gott en það þarf að skapa hér stöðugleika og fyrirsjáanleika svo hægt sé að þróa lausnir til framtíðar og sækja tækifærin. Um þetta allt mun ég hugsa þegar ég stíg inn í kjörklefann þann 30. nóvember næstkomandi og vonandi landsmenn allir. Því við í hugverkaiðnaði erum bara rétt að byrja – til hagsbóta fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma og varaformaður Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Nýsköpun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður er sú atvinnugrein sem er í mestri sókn hér á landi. Stórkostlegar framfarir hafa orðið á fáum árum innan geirans og vöxtur hennar verið stöðugur. Fyrir tilstilli ríkisstjórna með framtíðarsýn hefur hér verið hlúð að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja þannig að eftir því er tekið. Ef allt gengur eftir mun greinin skapa um 320 milljarða í útflutningstekjur á árinu og hefur hún þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Aukin umsvif skapa skilyrði fyrir enn betri lífskjör á Íslandi. Tækifæri í nýjum útflutningsiðnaði hafa skapað verðmæt og eftirsóknarverð störf, en starfsfólk í tækni- og hugverkagreinum hér á landi telja nú hátt í 18.000. Þessi störf eru að öllu jöfnu hálaunastörf þar sem framleiðni, þ.e. sköpuð verðmæti á hverja vinnustund, er talsvert meiri en almennt gengur og gerist í efnahagslífi þjóðarinnar. Framleiðni og lífskjör þjóða eru náskyld fyrirbæri og ef rétt verður á málum haldið er hugverkaiðnaðurinn einungis að slíta barnsskónum. Stærstu skrefin og mesti vöxturinn eru nefnilega fram undan og þá er mikið undir að ekki tapist þau sóknarfæri sem búið er að fjárfesta svo ríkulega í. Mikilvægasti liðurinn í því að sækja fram á sviði hugverkaiðnaðar eru skattahvatar vegna rannsókna og þróunar. Þannig styður ríkið við og stuðlar að áframhaldandi vexti útflutningstekna til framtíðar á sviði nýsköpunar, hugverka og tækni. Jákvæðir hvatar og hófleg skattheimta eru undirstöður fyrir þá miklu fjárfestingu sem hefur átt sér stað í vexti nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Auðvelt er að auka tekjur ríkissjóðs með rauðum pennastrikum og hærri sköttum á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem fjórða stoð hugverkaiðnaðar er sú sem hraðast vex. Ég kalla hins vegar eftir stjórnmálamönnum sem hafa langtíma framtíðarsýn fyrir Ísland; eru til í að leggjast á árarnar til að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi innlendra fyrirtækja í kvikum heimi þar sem samkeppnin er þvert á landamæri. Tækifærin til að efla efnahag Íslands felast í því að einfalt sé fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að setja á fót fyrirtæki og að regluverk sé einfalt og gott og eftirlit skilvirkt – að það laði að innlenda og erlenda fjárfestingu frekar en að leggja stein í götu hennar. Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er gott en það þarf að skapa hér stöðugleika og fyrirsjáanleika svo hægt sé að þróa lausnir til framtíðar og sækja tækifærin. Um þetta allt mun ég hugsa þegar ég stíg inn í kjörklefann þann 30. nóvember næstkomandi og vonandi landsmenn allir. Því við í hugverkaiðnaði erum bara rétt að byrja – til hagsbóta fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma og varaformaður Samtaka iðnaðarins
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar