Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 12:59 Stöðug virkni er í gosinu og gýs nú á þremur stöðum. Hraunrennslið er aðallega í vestur framhjá Bláa Lóninu en angar úr því stefna til norðurs. vísir/Vilhelm Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. „Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira