Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:42 Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun