Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 19:52 Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu lögðu fram ályktun um að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. AP/Ryu Hyung Seok Stjórnarandstaða Suður-Kóreu hefur formlega lagt fram ákæru gegn Yoon Suk Yeol, forseta landsins, vegna herlaga sem hann beitti óvænt á í gær og neyddist skömmu síðar til að fella úr gildi. Margir af starfsmönnum forsetans og ráðgjöfum hans hafa sagt af sér í dag. Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa. Suður-Kórea Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa.
Suður-Kórea Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira