Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 15:29 Bjarni Benediktsson er matvælaráðherra meðfram störfum forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að þrjár umsóknir hafi borist um leyfi til hrefnuveiða og ein umsókn til veiða á langreyðum. Leyfin séu gefin út í samræmi við ákvæði laga um hvalveiðar frá árinu 1949, að fengnum umsögnum Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar. Tryggir fyrirsjánleika „Leyfin eru veitt til fimm ára líkt og árin 2009, 2014 og 2019 og þannig er nokkur fyrirsjáanleiki í atvinnugreininni tryggður. Leyfin framlengjast árlega um eitt ár og heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár. Fiskistofa og Matvælastofnun munu sem fyrr hafa eftirlit með veiðunum,“ segir í tilkynningu. Stjórnun á nýtingu lifandi auðlinda sjávar á Íslandi sé í föstum skorðum og leyfilegur heildarafli á langreyði og hrefnu skuli fylgja veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem byggi á sjálfbærri nýtingu og varúðarnálgun. Ráðgjöfin sé byggð á úttektum Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) og mæli fyrir um að árlegar veiðar á langreyði á tímabilinu 2018 til 2025 nemi ekki meira en 161 dýrum á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og að hámarki 48 langreyðum á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. 217 hrefnur á ári Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hvalveiðar fyrir tímabilið 2018-2025 sé vísað til mats á stofnþróun frá 2017 þar sem fram kom að langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987. Fjöldinn í síðustu talningu (2015) hafi verið sá mesti síðan talningar hófust. Besta leiðrétta mat fyrir allt talningasvæði Íslands og Færeyja árið 2015 hafi verið 40.788 langreyðar, þar af 33.497 á Austur Grænlands-Íslands stofnsvæðinu. Hafrannsóknastofnun ráðleggi jafnframt að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 hafi sex hrefnur verið veiddar við Ísland og árið 2021 hafi ein hrefna verið veidd. Engar langreyðar hafi verið veiddar á árinu 2024, árið 2022 hafi 148 dýr verið veidd eftir þriggja ára veiðihlé og 24 dýr árið 2023. „Með útgáfu leyfanna framfylgir matvælaráðherra lögum nr. 26. frá 1949 um hvalveiðar sem eru sett af Alþingi. Einungis eru leyfðar veiðar á langreyði og hrefnu við Ísland en aðrir hvalastofnar eru friðaðir.“ Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar lýsa yfir furðu sinni og vanþóknun á útgáfu hvalveiðileyfa af hálfu starfstjórnar. Með því sé lýðræðinu ekki sýnd virðing og með útgáfu leyfisins sé gengið gegn hagsmunum loftslags, náttúru og dýravelferðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Akranes Hvalfjarðarsveit Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. 25. nóvember 2024 13:04 Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að þrjár umsóknir hafi borist um leyfi til hrefnuveiða og ein umsókn til veiða á langreyðum. Leyfin séu gefin út í samræmi við ákvæði laga um hvalveiðar frá árinu 1949, að fengnum umsögnum Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar. Tryggir fyrirsjánleika „Leyfin eru veitt til fimm ára líkt og árin 2009, 2014 og 2019 og þannig er nokkur fyrirsjáanleiki í atvinnugreininni tryggður. Leyfin framlengjast árlega um eitt ár og heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár. Fiskistofa og Matvælastofnun munu sem fyrr hafa eftirlit með veiðunum,“ segir í tilkynningu. Stjórnun á nýtingu lifandi auðlinda sjávar á Íslandi sé í föstum skorðum og leyfilegur heildarafli á langreyði og hrefnu skuli fylgja veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem byggi á sjálfbærri nýtingu og varúðarnálgun. Ráðgjöfin sé byggð á úttektum Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) og mæli fyrir um að árlegar veiðar á langreyði á tímabilinu 2018 til 2025 nemi ekki meira en 161 dýrum á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og að hámarki 48 langreyðum á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. 217 hrefnur á ári Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hvalveiðar fyrir tímabilið 2018-2025 sé vísað til mats á stofnþróun frá 2017 þar sem fram kom að langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987. Fjöldinn í síðustu talningu (2015) hafi verið sá mesti síðan talningar hófust. Besta leiðrétta mat fyrir allt talningasvæði Íslands og Færeyja árið 2015 hafi verið 40.788 langreyðar, þar af 33.497 á Austur Grænlands-Íslands stofnsvæðinu. Hafrannsóknastofnun ráðleggi jafnframt að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 hafi sex hrefnur verið veiddar við Ísland og árið 2021 hafi ein hrefna verið veidd. Engar langreyðar hafi verið veiddar á árinu 2024, árið 2022 hafi 148 dýr verið veidd eftir þriggja ára veiðihlé og 24 dýr árið 2023. „Með útgáfu leyfanna framfylgir matvælaráðherra lögum nr. 26. frá 1949 um hvalveiðar sem eru sett af Alþingi. Einungis eru leyfðar veiðar á langreyði og hrefnu við Ísland en aðrir hvalastofnar eru friðaðir.“ Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar lýsa yfir furðu sinni og vanþóknun á útgáfu hvalveiðileyfa af hálfu starfstjórnar. Með því sé lýðræðinu ekki sýnd virðing og með útgáfu leyfisins sé gengið gegn hagsmunum loftslags, náttúru og dýravelferðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Akranes Hvalfjarðarsveit Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. 25. nóvember 2024 13:04 Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. 25. nóvember 2024 13:04
Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45
„En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. 15. nóvember 2024 09:06