Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar 6. desember 2024 10:00 Heilbrigðistækni er ekki aðeins tæki til að leysa vandamál – hún er leið til að bæta líf fólks. Ljóst er að tæknin er einn lykilþátta í því að ná árangri í heilbrigðismálum, t.a.m. með betri nýtingu gagna, aukinni sjálfvirkni og svo með gervigreind í mjög náinni framtíð. Um er að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að styrkja heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Farsæl Saga: Tækni aðlöguð að íslensku heilbrigðiskerfi Ísland hefur verið í mjög framarlega meðal þjóða þegar kemur að heilbrigðistækni. Helix hefur þróað lausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í rúm þrjátíu ár og náð markverðum árangri í uppbyggingu á tæknilegum innviðum. Á hverju ári eru um 2 milljónir tímabókana sem fara í gegnum Sögukerfið, 80.000 sendingar inn til Sjúkratrygginga Íslands, 1.6 milljónir skilaboða send í gegnum Heilsuveru og 2.5 milljónir lyfseðla, ásamt því að daglegir notendur eru fleiri en 10.000. Hvergi annars staðar er að finna sambærilega jafn heildstæða hugbúnaðarlausn og Sögu sjúkraskrákerfið. Lausnin hefur verið þróuð frá grunni í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og notendur með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er því sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Ísland er á einstökum stað með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð sem gefur tækifæri til að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum tæknilausnum. Þess vegna er Saga sjúkraskrá opið kerfi þar sem fjölmörg sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki, stofnanir og fyrirtæki hafa tengt inn sínar lausnir. Frekari framfarir í heilbrigðistækni felast í þróun og innleiðingu nýrra lausna. Ávinningurinn er skýr Það skiptir því miklu máli að Ísland haldi rétt á spöðunum næstu ár til að geta boðið stöðugt betri heilbrigðisþjónustu sem gagnast almenningi hér á landi. Í aðdraganda kosninganna heyrðist hjá flestum flokkum vilji til að leggja mun meiri áherslu á heilbrigðistækni enda liggja þar ótal tækifæri til að auka skilvirkni en um leið árangur og þjónustu við almenning. Við hjá Helix fögnum þessum áherslum stjórnmálaflokkanna. Reynslan hefur sýnt okkur að ávinningurinn af fjárfestingu í heilbrigðistækni er skýr fyrir íslenskt samfélag. Öflug heilbrigðistækni hefur stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og áframhaldandi styrking þeirra innviða er lykillinn að enn sterkara heilbrigðiskerfi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðistækni er ekki aðeins tæki til að leysa vandamál – hún er leið til að bæta líf fólks. Ljóst er að tæknin er einn lykilþátta í því að ná árangri í heilbrigðismálum, t.a.m. með betri nýtingu gagna, aukinni sjálfvirkni og svo með gervigreind í mjög náinni framtíð. Um er að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að styrkja heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Farsæl Saga: Tækni aðlöguð að íslensku heilbrigðiskerfi Ísland hefur verið í mjög framarlega meðal þjóða þegar kemur að heilbrigðistækni. Helix hefur þróað lausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í rúm þrjátíu ár og náð markverðum árangri í uppbyggingu á tæknilegum innviðum. Á hverju ári eru um 2 milljónir tímabókana sem fara í gegnum Sögukerfið, 80.000 sendingar inn til Sjúkratrygginga Íslands, 1.6 milljónir skilaboða send í gegnum Heilsuveru og 2.5 milljónir lyfseðla, ásamt því að daglegir notendur eru fleiri en 10.000. Hvergi annars staðar er að finna sambærilega jafn heildstæða hugbúnaðarlausn og Sögu sjúkraskrákerfið. Lausnin hefur verið þróuð frá grunni í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og notendur með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er því sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Ísland er á einstökum stað með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð sem gefur tækifæri til að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum tæknilausnum. Þess vegna er Saga sjúkraskrá opið kerfi þar sem fjölmörg sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki, stofnanir og fyrirtæki hafa tengt inn sínar lausnir. Frekari framfarir í heilbrigðistækni felast í þróun og innleiðingu nýrra lausna. Ávinningurinn er skýr Það skiptir því miklu máli að Ísland haldi rétt á spöðunum næstu ár til að geta boðið stöðugt betri heilbrigðisþjónustu sem gagnast almenningi hér á landi. Í aðdraganda kosninganna heyrðist hjá flestum flokkum vilji til að leggja mun meiri áherslu á heilbrigðistækni enda liggja þar ótal tækifæri til að auka skilvirkni en um leið árangur og þjónustu við almenning. Við hjá Helix fögnum þessum áherslum stjórnmálaflokkanna. Reynslan hefur sýnt okkur að ávinningurinn af fjárfestingu í heilbrigðistækni er skýr fyrir íslenskt samfélag. Öflug heilbrigðistækni hefur stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og áframhaldandi styrking þeirra innviða er lykillinn að enn sterkara heilbrigðiskerfi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar