Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar 6. desember 2024 10:00 Heilbrigðistækni er ekki aðeins tæki til að leysa vandamál – hún er leið til að bæta líf fólks. Ljóst er að tæknin er einn lykilþátta í því að ná árangri í heilbrigðismálum, t.a.m. með betri nýtingu gagna, aukinni sjálfvirkni og svo með gervigreind í mjög náinni framtíð. Um er að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að styrkja heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Farsæl Saga: Tækni aðlöguð að íslensku heilbrigðiskerfi Ísland hefur verið í mjög framarlega meðal þjóða þegar kemur að heilbrigðistækni. Helix hefur þróað lausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í rúm þrjátíu ár og náð markverðum árangri í uppbyggingu á tæknilegum innviðum. Á hverju ári eru um 2 milljónir tímabókana sem fara í gegnum Sögukerfið, 80.000 sendingar inn til Sjúkratrygginga Íslands, 1.6 milljónir skilaboða send í gegnum Heilsuveru og 2.5 milljónir lyfseðla, ásamt því að daglegir notendur eru fleiri en 10.000. Hvergi annars staðar er að finna sambærilega jafn heildstæða hugbúnaðarlausn og Sögu sjúkraskrákerfið. Lausnin hefur verið þróuð frá grunni í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og notendur með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er því sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Ísland er á einstökum stað með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð sem gefur tækifæri til að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum tæknilausnum. Þess vegna er Saga sjúkraskrá opið kerfi þar sem fjölmörg sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki, stofnanir og fyrirtæki hafa tengt inn sínar lausnir. Frekari framfarir í heilbrigðistækni felast í þróun og innleiðingu nýrra lausna. Ávinningurinn er skýr Það skiptir því miklu máli að Ísland haldi rétt á spöðunum næstu ár til að geta boðið stöðugt betri heilbrigðisþjónustu sem gagnast almenningi hér á landi. Í aðdraganda kosninganna heyrðist hjá flestum flokkum vilji til að leggja mun meiri áherslu á heilbrigðistækni enda liggja þar ótal tækifæri til að auka skilvirkni en um leið árangur og þjónustu við almenning. Við hjá Helix fögnum þessum áherslum stjórnmálaflokkanna. Reynslan hefur sýnt okkur að ávinningurinn af fjárfestingu í heilbrigðistækni er skýr fyrir íslenskt samfélag. Öflug heilbrigðistækni hefur stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og áframhaldandi styrking þeirra innviða er lykillinn að enn sterkara heilbrigðiskerfi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðistækni er ekki aðeins tæki til að leysa vandamál – hún er leið til að bæta líf fólks. Ljóst er að tæknin er einn lykilþátta í því að ná árangri í heilbrigðismálum, t.a.m. með betri nýtingu gagna, aukinni sjálfvirkni og svo með gervigreind í mjög náinni framtíð. Um er að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að styrkja heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Farsæl Saga: Tækni aðlöguð að íslensku heilbrigðiskerfi Ísland hefur verið í mjög framarlega meðal þjóða þegar kemur að heilbrigðistækni. Helix hefur þróað lausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í rúm þrjátíu ár og náð markverðum árangri í uppbyggingu á tæknilegum innviðum. Á hverju ári eru um 2 milljónir tímabókana sem fara í gegnum Sögukerfið, 80.000 sendingar inn til Sjúkratrygginga Íslands, 1.6 milljónir skilaboða send í gegnum Heilsuveru og 2.5 milljónir lyfseðla, ásamt því að daglegir notendur eru fleiri en 10.000. Hvergi annars staðar er að finna sambærilega jafn heildstæða hugbúnaðarlausn og Sögu sjúkraskrákerfið. Lausnin hefur verið þróuð frá grunni í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og notendur með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er því sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Ísland er á einstökum stað með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð sem gefur tækifæri til að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum tæknilausnum. Þess vegna er Saga sjúkraskrá opið kerfi þar sem fjölmörg sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki, stofnanir og fyrirtæki hafa tengt inn sínar lausnir. Frekari framfarir í heilbrigðistækni felast í þróun og innleiðingu nýrra lausna. Ávinningurinn er skýr Það skiptir því miklu máli að Ísland haldi rétt á spöðunum næstu ár til að geta boðið stöðugt betri heilbrigðisþjónustu sem gagnast almenningi hér á landi. Í aðdraganda kosninganna heyrðist hjá flestum flokkum vilji til að leggja mun meiri áherslu á heilbrigðistækni enda liggja þar ótal tækifæri til að auka skilvirkni en um leið árangur og þjónustu við almenning. Við hjá Helix fögnum þessum áherslum stjórnmálaflokkanna. Reynslan hefur sýnt okkur að ávinningurinn af fjárfestingu í heilbrigðistækni er skýr fyrir íslenskt samfélag. Öflug heilbrigðistækni hefur stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og áframhaldandi styrking þeirra innviða er lykillinn að enn sterkara heilbrigðiskerfi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar