Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2024 14:00 Kristín Björg hvetur til þess að jólahefðir verði hugsaðar upp á nýtt. Þriggja barna móðir segir álagið í desember verða sífellt meira fyrir börn og foreldra. Hún segir streituna óbærilega og hvetur yfirmenn skóla og frístundasviða til að beina tilmælum til skipuleggjenda tómstunda um að dreifa úr viðburðum og færa þá fram í janúar og febrúar og skapa þannig rólegri hefðir í desember. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“ Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“
Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira