Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund skrifa 14. desember 2024 13:32 Undanfarið hafa verið háværar raddir um að hátt kólesteról í blóði og mettuð fita úr mat séu skaðlaus og í raun margra ára misskilningur að tengja slíkt við hjartasjúkdóma. Sem er undarlegt fyrir þær sakir að sú tenging er vel rannsökuð og eru sterk vísindaleg rök fyrir því að þessir þættir skipti miklu máli í þróun hjarta og æðasjúkdóma. Kólesteról er lífsnauðsynlegt fyrir líkamann og ein tegund blóðfitu. Hér er átt við það kólesteról sem að líkaminn framleiðir sjálfur. Það kólesteról gegnir til dæmis lykilhlutverki í frumuhimnum, flutningi próteina í blóðinu, framleiðslu hormóna og vítamína eins og D-vítamíns. Ýmsir þættir eða blanda margra þátta geta hækkað kólesteról í blóðinu umfram það sem þörf er fyrir. Þessir þættir eru til dæmis of mikil neysla á mettaðri fitu, hár líkamsþyngdarstuðull, skortur á hreyfingu, reykingar, notkun áfengis, streita, erfðir og hækkandi aldur. Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum. ● HDL kólesteról hjálpar til við að taka kólesteról úr vefjum og flytur það til lifrarinnar. Lifrin losar kólesterólið úr líkamanum með galli sem fer í gegnum meltingarveginn. Hátt HDL gildi er verndandi fyrir hjarta- og æðakerfið. HDL eykst t.d. við reglulega hreyfingu og neyslu á fiskiolíum en lækkar við reykingar. ● LDL kólesteról getur hinsvegar síast inn í æðaveggina, hlaðist þar upp og stuðlað að æðakölkun. Þetta getur aukið hættu á hjartaáföllum og heilablóðföllum. LDL hækkar við neyslu á mikilli mettaðri fitu, en lækkar við aukna neyslu grænmetis. Í rauninni er það svo að því hærra sem LDL kólesteról er, því meiri er hættan á að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma. Það er því ekki að ástæðulausu að m.a. ráðleggingar á Norðurlöndunum og Evrópu tengt næringu mæla með að draga úr neyslu á mettaðri fitu og borða í staðinn meira af ómettaðri fitu (mjúkri fitu). Rannsóknir bæði á Íslandi og erlendis sýna einnig að hátt magn heildarkólestróls í blóði er einn þeirra þátta sem auka líkur á að fá hjartasjúkdóma. Gildi fyrir ofan 6 mmól per lítra teljast há og gildi fyrir ofan 8 mmól per lítra teljast mjög há. Hjartavernd hefur séð í sínum gögnum að 30% þeirra sem fá kransæðastíflu eru með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitutruflanir. Hjartavernd á Íslandi hefur einnig rannsakað ástæður þess að dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma lækkaði um 80% á tímabilinu milli 1981 og 2006 meðal karla og kvenna á aldrinum 25 til 74 ára. Stærstu áhrifaþættirnir í þessari lækkuðu dánartíðni voru lækkun kólesteróls í blóð (32%), lækkun á efri mörkum blóðþrýstings (22%) og reykleysi (22%), Þrátt fyrir þessa miklu lækkun í dánartíðni síðustu áratugina á Íslandi eru hjarta- og æðasjúkdómar enn ein algengasta dánarorsökin, bæði meðal karla og kvenna ásamt krabbameinum. Þess vegna er mikilvægt að fræða á þessu sviði um áhættuþættina svo að fólki geti tekið upplýsta ákvörðun um sitt fæðuval þrátt fyrir að ýmis öfl reyni að hafa áhrif á þessa ákvörðun (upplýsingaóreiða, misgott aðgengi að hollari fæðutegundum o.s.frv.). Hátt kólesteról í blóði er sterkur áhættuþáttur fyrir þróun hjarta- og æðasjúkdómar en það hefur almennt lækkað umtalsvert hjá Íslendingum vegna breytts mataræðis þjóðarinnar yfir þennan tíma frá 1981 til 2006 en líka að hluta til vegna skilvirkra kólesteról lækkandi statínlyfja hjá ákveðnum hópi (t.d. þar sem fjölskyldusaga er um hjarta- og æðasjúkdóma). Ýmis teikn eru á lofti um að mataræði landsmanna sé aftur að breytast en í nýlegri landskönnun á mataræði á Íslandi sást að 98% þátttakenda borðuðu of mikið af mettaðri fitu sem kom aðallega úr smjöri, smjörva og öðrum mjólkurvörum, kjöt og kjötvörum, kökum, kexi og sælgæti. Einnig sást að neysla á trefjaríkum matvælum hefur minnkað sem og á ávöxtum sem er neikvæð þróun. Mataræði getur skipt miklu máli fyrir stjórnun kólesteróls og rannsóknir sýna að mikil neysla mettaðrar og harðrar fitu tengist hærri LDL kólesterólgildum. Til að lækka LDL kólesteról er því mælt með að draga úr neyslu á mettaðri fitu og neyta meira af fjölómettaðri og einómettaðri fitu. Þetta þýðir að draga úr neyslu dýrafitu, smjörs, feitra mjólkurvara og osta og leggja meiri áherslu á fitugjafa eins og jurtaolíur, feitan fisk og hnetur. Það er líka mikilvægt að borða trefjaríkan mat eins og ávexti, grænmeti, hnetur, fræ og heilkornavörur eins og hafra, heilhveiti, bygg, hirsi, heilkorna brauð og hýðishrísgrjón til að draga úr líkum á ýmsum langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum. Að undanförnu hafa ráðleggingar embættisins verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hins vegar er eins og áður sagði sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. 1 - Stórar faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að neysla mettaðrar fitu tengist aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum ef hún kemur í stað fitu eins og einómettaðrar og fjölómettaðra fitusýra. 2 - Ómettuð fita hefur hinsvegar sýnt fram á að draga úr líkum á þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Eins og komið hefur fram þá fáum við mettaða fitu aðallega frá mjólk- og mjólkurvörum og kjöti og kjötvörum. Rannsóknir sýna að ef við skoðum bara einangrað neyslu á mjólk og mjólkurvörum þá sjáist ekki tengsl við hjarta- og æðasjúkdóma. Hins vegar skoða allar þær rannsóknir sem hér er vísað í tengsl heildarneyslu á mettaðri fitu sem kemur frá mismunandi fæðutegundum við hjarta- og æðasjúkdóma og þar eru niðurstöðurnar samróma þegar farið er kerfisbundið yfir þær fræðigreinar sem hafa verið birtar. Í dag er mælt með því að neyta á bilinu 350-500 ml á dag af fituminni mjólkurvörum. Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika. Enginn veit hvað liggur í framtíðinni en miðað við bestu stöðu þekkingar í dag, gæti verið gott að fylgja ráðum sem gefnar eru af viðeigandi stofnunum um allan heima að borða minna af mettaðri fitu og meira af ómettaðri og stuðla þannig að betri hjartaheilsu Höfum líka í huga að margir aðrir þættir en mataræði hafa áhrif á heilsu og vellíðan og hægt að kynna sér nánar á island.is/vellidan Höfundar eru Guðrún Nanna Egilsdóttir, næringarfræðingur (MSc), Jóhanna E. Torfadóttir, næringar- og lýðheilsufræðingur (PhD). Lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis og Thor Aspelund (PhD). Prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Matur Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið háværar raddir um að hátt kólesteról í blóði og mettuð fita úr mat séu skaðlaus og í raun margra ára misskilningur að tengja slíkt við hjartasjúkdóma. Sem er undarlegt fyrir þær sakir að sú tenging er vel rannsökuð og eru sterk vísindaleg rök fyrir því að þessir þættir skipti miklu máli í þróun hjarta og æðasjúkdóma. Kólesteról er lífsnauðsynlegt fyrir líkamann og ein tegund blóðfitu. Hér er átt við það kólesteról sem að líkaminn framleiðir sjálfur. Það kólesteról gegnir til dæmis lykilhlutverki í frumuhimnum, flutningi próteina í blóðinu, framleiðslu hormóna og vítamína eins og D-vítamíns. Ýmsir þættir eða blanda margra þátta geta hækkað kólesteról í blóðinu umfram það sem þörf er fyrir. Þessir þættir eru til dæmis of mikil neysla á mettaðri fitu, hár líkamsþyngdarstuðull, skortur á hreyfingu, reykingar, notkun áfengis, streita, erfðir og hækkandi aldur. Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum. ● HDL kólesteról hjálpar til við að taka kólesteról úr vefjum og flytur það til lifrarinnar. Lifrin losar kólesterólið úr líkamanum með galli sem fer í gegnum meltingarveginn. Hátt HDL gildi er verndandi fyrir hjarta- og æðakerfið. HDL eykst t.d. við reglulega hreyfingu og neyslu á fiskiolíum en lækkar við reykingar. ● LDL kólesteról getur hinsvegar síast inn í æðaveggina, hlaðist þar upp og stuðlað að æðakölkun. Þetta getur aukið hættu á hjartaáföllum og heilablóðföllum. LDL hækkar við neyslu á mikilli mettaðri fitu, en lækkar við aukna neyslu grænmetis. Í rauninni er það svo að því hærra sem LDL kólesteról er, því meiri er hættan á að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma. Það er því ekki að ástæðulausu að m.a. ráðleggingar á Norðurlöndunum og Evrópu tengt næringu mæla með að draga úr neyslu á mettaðri fitu og borða í staðinn meira af ómettaðri fitu (mjúkri fitu). Rannsóknir bæði á Íslandi og erlendis sýna einnig að hátt magn heildarkólestróls í blóði er einn þeirra þátta sem auka líkur á að fá hjartasjúkdóma. Gildi fyrir ofan 6 mmól per lítra teljast há og gildi fyrir ofan 8 mmól per lítra teljast mjög há. Hjartavernd hefur séð í sínum gögnum að 30% þeirra sem fá kransæðastíflu eru með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitutruflanir. Hjartavernd á Íslandi hefur einnig rannsakað ástæður þess að dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma lækkaði um 80% á tímabilinu milli 1981 og 2006 meðal karla og kvenna á aldrinum 25 til 74 ára. Stærstu áhrifaþættirnir í þessari lækkuðu dánartíðni voru lækkun kólesteróls í blóð (32%), lækkun á efri mörkum blóðþrýstings (22%) og reykleysi (22%), Þrátt fyrir þessa miklu lækkun í dánartíðni síðustu áratugina á Íslandi eru hjarta- og æðasjúkdómar enn ein algengasta dánarorsökin, bæði meðal karla og kvenna ásamt krabbameinum. Þess vegna er mikilvægt að fræða á þessu sviði um áhættuþættina svo að fólki geti tekið upplýsta ákvörðun um sitt fæðuval þrátt fyrir að ýmis öfl reyni að hafa áhrif á þessa ákvörðun (upplýsingaóreiða, misgott aðgengi að hollari fæðutegundum o.s.frv.). Hátt kólesteról í blóði er sterkur áhættuþáttur fyrir þróun hjarta- og æðasjúkdómar en það hefur almennt lækkað umtalsvert hjá Íslendingum vegna breytts mataræðis þjóðarinnar yfir þennan tíma frá 1981 til 2006 en líka að hluta til vegna skilvirkra kólesteról lækkandi statínlyfja hjá ákveðnum hópi (t.d. þar sem fjölskyldusaga er um hjarta- og æðasjúkdóma). Ýmis teikn eru á lofti um að mataræði landsmanna sé aftur að breytast en í nýlegri landskönnun á mataræði á Íslandi sást að 98% þátttakenda borðuðu of mikið af mettaðri fitu sem kom aðallega úr smjöri, smjörva og öðrum mjólkurvörum, kjöt og kjötvörum, kökum, kexi og sælgæti. Einnig sást að neysla á trefjaríkum matvælum hefur minnkað sem og á ávöxtum sem er neikvæð þróun. Mataræði getur skipt miklu máli fyrir stjórnun kólesteróls og rannsóknir sýna að mikil neysla mettaðrar og harðrar fitu tengist hærri LDL kólesterólgildum. Til að lækka LDL kólesteról er því mælt með að draga úr neyslu á mettaðri fitu og neyta meira af fjölómettaðri og einómettaðri fitu. Þetta þýðir að draga úr neyslu dýrafitu, smjörs, feitra mjólkurvara og osta og leggja meiri áherslu á fitugjafa eins og jurtaolíur, feitan fisk og hnetur. Það er líka mikilvægt að borða trefjaríkan mat eins og ávexti, grænmeti, hnetur, fræ og heilkornavörur eins og hafra, heilhveiti, bygg, hirsi, heilkorna brauð og hýðishrísgrjón til að draga úr líkum á ýmsum langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum. Að undanförnu hafa ráðleggingar embættisins verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hins vegar er eins og áður sagði sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. 1 - Stórar faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að neysla mettaðrar fitu tengist aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum ef hún kemur í stað fitu eins og einómettaðrar og fjölómettaðra fitusýra. 2 - Ómettuð fita hefur hinsvegar sýnt fram á að draga úr líkum á þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Eins og komið hefur fram þá fáum við mettaða fitu aðallega frá mjólk- og mjólkurvörum og kjöti og kjötvörum. Rannsóknir sýna að ef við skoðum bara einangrað neyslu á mjólk og mjólkurvörum þá sjáist ekki tengsl við hjarta- og æðasjúkdóma. Hins vegar skoða allar þær rannsóknir sem hér er vísað í tengsl heildarneyslu á mettaðri fitu sem kemur frá mismunandi fæðutegundum við hjarta- og æðasjúkdóma og þar eru niðurstöðurnar samróma þegar farið er kerfisbundið yfir þær fræðigreinar sem hafa verið birtar. Í dag er mælt með því að neyta á bilinu 350-500 ml á dag af fituminni mjólkurvörum. Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika. Enginn veit hvað liggur í framtíðinni en miðað við bestu stöðu þekkingar í dag, gæti verið gott að fylgja ráðum sem gefnar eru af viðeigandi stofnunum um allan heima að borða minna af mettaðri fitu og meira af ómettaðri og stuðla þannig að betri hjartaheilsu Höfum líka í huga að margir aðrir þættir en mataræði hafa áhrif á heilsu og vellíðan og hægt að kynna sér nánar á island.is/vellidan Höfundar eru Guðrún Nanna Egilsdóttir, næringarfræðingur (MSc), Jóhanna E. Torfadóttir, næringar- og lýðheilsufræðingur (PhD). Lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis og Thor Aspelund (PhD). Prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla íslands
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar