Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2024 10:17 Hanna Borg hefur störf 1. febrúar næstkomandi. SSH Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Í tilkynningu á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að með ráðningu í stöðu verkefnastjóra farsældar á höfuðborgarsvæðinu sé verið að framfylgja samningi við mennta- og barnamálaráðuneytið um ráðningu verkefnastjóra sem leiða muni undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs sem undirritaður var 10. október 2024. „Verkefnastjórinn mun vinna í nánu samstarfi við forsvarsmenn innleiðingar farsældarþjónustu í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og leiða saman það fagfólk sem vinnur að málefnum barna í því skyni að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Samningurinn er gerður til tveggja ára og markmiðið er að fyrir lok samningstímans hafi farsældarráð landshlutans tekið til starfa og að unnin hafi verið fyrsta áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða í þágu farsældar barna,“ segir í tilkynningunni. Áður verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga Þar segir jafnframt að Hanna Borg hafi síðastliðin fjögur ár starfað fyrir UNICEF á Íslandi, sem verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga UNICEF. Verkefnið snúist um markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stafesemi sveitarfélaga. Í gegnum verkefnið hafi hún starfað með þeim 23 sveitarfélögum sem að verkefninu koma. „Hanna Borg skrifaði barnabókina „Rúnar góði“ en bókin sem kom út árið 2016 kynnir börn fyrir réttindum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá kenndi hún í tvö ár námsgreinina Réttindasmiðju barna í 2.-7. bekk í Flataskóla sem er einn af réttindaskólum UNICEF. Þá kennir Hanna Borg réttindafræðslu í Flataskóla samhliða starfi sínu hjá UNICEF og kemur að kennslu í staðlotu diplómanáms um Farsæld barna hjá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hanna Borg er með M.Ed. gráðu í kennslu samfélagsgreina frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og meistarapróf í lögfræði frá sama háskóla. Þá er Hanna með LLM gráðu í mannréttindum frá University of London. Hún hefur störf 1. febrúar næstkomandi. Vistaskipti Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að með ráðningu í stöðu verkefnastjóra farsældar á höfuðborgarsvæðinu sé verið að framfylgja samningi við mennta- og barnamálaráðuneytið um ráðningu verkefnastjóra sem leiða muni undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs sem undirritaður var 10. október 2024. „Verkefnastjórinn mun vinna í nánu samstarfi við forsvarsmenn innleiðingar farsældarþjónustu í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og leiða saman það fagfólk sem vinnur að málefnum barna í því skyni að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Samningurinn er gerður til tveggja ára og markmiðið er að fyrir lok samningstímans hafi farsældarráð landshlutans tekið til starfa og að unnin hafi verið fyrsta áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða í þágu farsældar barna,“ segir í tilkynningunni. Áður verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga Þar segir jafnframt að Hanna Borg hafi síðastliðin fjögur ár starfað fyrir UNICEF á Íslandi, sem verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga UNICEF. Verkefnið snúist um markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stafesemi sveitarfélaga. Í gegnum verkefnið hafi hún starfað með þeim 23 sveitarfélögum sem að verkefninu koma. „Hanna Borg skrifaði barnabókina „Rúnar góði“ en bókin sem kom út árið 2016 kynnir börn fyrir réttindum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá kenndi hún í tvö ár námsgreinina Réttindasmiðju barna í 2.-7. bekk í Flataskóla sem er einn af réttindaskólum UNICEF. Þá kennir Hanna Borg réttindafræðslu í Flataskóla samhliða starfi sínu hjá UNICEF og kemur að kennslu í staðlotu diplómanáms um Farsæld barna hjá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hanna Borg er með M.Ed. gráðu í kennslu samfélagsgreina frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og meistarapróf í lögfræði frá sama háskóla. Þá er Hanna með LLM gráðu í mannréttindum frá University of London. Hún hefur störf 1. febrúar næstkomandi.
Vistaskipti Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira