TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2024 21:14 Deilan um TikTok-bannið fer fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi. Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi.
Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira