Bölvað basl á Bond Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2024 12:41 Síðasta Bond-mynd Daniels Craig kom út árið 2021, eftir langar tafir vegna Covid. Framleiðsla á nýrri mynd er ekki enn hafi og er það rakið til deilna milli Amazon, sem eiga sýningarréttinn, og Eon, sem eiga framleiðsluréttinn. Getty/Greg Williams/Eon Innan veggja Amazon hefur lítið sem ekkert gengið að endurvekja James Bond, ofurnjósnarann breska og ímyndaða, frá því Daniel Craig hætti að leika hann og síðasta myndin kom út árið 2021. Það er vegna þess að forsvarsmenn kvikmyndavers Amazon hafa átt í miklum deilum við Broccoli fjölskylduna, sem stýrir sögunum um Bond í gegnum framleiðslufélagið Eon, þó Amazon eigi sýningarréttinn á kvikmyndum um Bond. Þann rétt keypti Amazon dýrum dómi þegar fyrirtækið varði 8,45 milljörðum tala eða um billjón króna í kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Sjá einnig: Amazon kaupir MGM og James Bond Barbara Broccoli erfði Bond-ólina, ef svo má segja, af föður sínum en hann hafði þá í um þrjá áratugi stýrt því hvenær framleiðsla á nýrri mynd um Bond gat hafist. Barbara og stjúpbróðir hennar, Wilson Michael Wilson, hafa haldið saman í ólina undanfarin ár en Barbara hefur tekið frekar við stjórninni að undanförnu en Wilson er 82 ára gamall og hún 64 ára. Segir Amazon-liða „helvítis fávita“ Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Barbara Broccoli lýst forsvarsmönnum Amazon sem „helvítis fávitum“ við vini sína og hefur hún sagt að hún treysti ekki Amazon til að gera Bond nægilega góð skil. Í einföldu máli sagt stýrir Broccoli handriti mynda um Bond, ræður leikara og stýrir öðrum mikilvægum liðum þegar kemur að kvikmyndagerð. Meðal annars ræður hún því hver mun taka að sér næst að leika James Bond. Án hennar er ómögulegt að gera nýja mynd um Bond og WSJ segir hana geta haldið Amazon í gíslingu með þessum hætti eins lengi og henni þóknast. Ekki hefur tekist að finna sögu sem þykir nægilega góð, skrifa handrit né finna nýjan leikara til að taka að sér hlutverkið. Michael G. Wilson og Barbara Broccoli í Hollywood í síðasta mánuði.Getty/Gilbert Flores Sambærileg staða kom upp á árum áður, milli Licence to kill (1989) og GoldenEye (1995) en þá tók það Broccoli fjölskylduna langan tíma að finna leikara sem gæti tekið við af Timothy Dalton. Eins og frægt er var Pierce Brosnan að endingu valinn. Broccoli mun hafa sagt að hún sé þeirrar skoðunar að Bond eigi alltaf að vera leikinn af breskum manni en hún er ekki sögð mótfallin því að ráða þeldökkan eða samkynhneigðan mann í hlutverkið. Stýrir Bond-bílnum Forsvarsmenn Amazon hafa lagt til framleiðslu þátta um Bond eða hliðarsöguþætti um Moneypenny eða jafnvel kvenkyns 007. Innan veggja Amazon var ellefu blaðsíðna skjali dreift þar sem teknar voru fram hugmyndir um mögulega þætti og kvikmyndir úr safni MGM. Við hlið allra hugmynda sem tengdust Bond stóð: TBD og að frekari viðræðna væri þörf. Broccoli hefur ekki viljað taka hugmyndir starfsmanna Amazon í mál og hefur þess í stað ítrekað fyrir leiðtogum Amazon að hún sé við stýri Bond-bílsins og ráði ferðinni, samkvæmt heimildum WSJ. Í millitíðinni er það eina sem Amazon hefur gert og tengist Bond raunveruleikaþáttur sem kallast „007: Road to a Million“. Sú framleiðsla hófst áður en Amazon keypti MGM-safnið. Bíó og sjónvarp Amazon Hollywood James Bond Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það er vegna þess að forsvarsmenn kvikmyndavers Amazon hafa átt í miklum deilum við Broccoli fjölskylduna, sem stýrir sögunum um Bond í gegnum framleiðslufélagið Eon, þó Amazon eigi sýningarréttinn á kvikmyndum um Bond. Þann rétt keypti Amazon dýrum dómi þegar fyrirtækið varði 8,45 milljörðum tala eða um billjón króna í kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Sjá einnig: Amazon kaupir MGM og James Bond Barbara Broccoli erfði Bond-ólina, ef svo má segja, af föður sínum en hann hafði þá í um þrjá áratugi stýrt því hvenær framleiðsla á nýrri mynd um Bond gat hafist. Barbara og stjúpbróðir hennar, Wilson Michael Wilson, hafa haldið saman í ólina undanfarin ár en Barbara hefur tekið frekar við stjórninni að undanförnu en Wilson er 82 ára gamall og hún 64 ára. Segir Amazon-liða „helvítis fávita“ Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Barbara Broccoli lýst forsvarsmönnum Amazon sem „helvítis fávitum“ við vini sína og hefur hún sagt að hún treysti ekki Amazon til að gera Bond nægilega góð skil. Í einföldu máli sagt stýrir Broccoli handriti mynda um Bond, ræður leikara og stýrir öðrum mikilvægum liðum þegar kemur að kvikmyndagerð. Meðal annars ræður hún því hver mun taka að sér næst að leika James Bond. Án hennar er ómögulegt að gera nýja mynd um Bond og WSJ segir hana geta haldið Amazon í gíslingu með þessum hætti eins lengi og henni þóknast. Ekki hefur tekist að finna sögu sem þykir nægilega góð, skrifa handrit né finna nýjan leikara til að taka að sér hlutverkið. Michael G. Wilson og Barbara Broccoli í Hollywood í síðasta mánuði.Getty/Gilbert Flores Sambærileg staða kom upp á árum áður, milli Licence to kill (1989) og GoldenEye (1995) en þá tók það Broccoli fjölskylduna langan tíma að finna leikara sem gæti tekið við af Timothy Dalton. Eins og frægt er var Pierce Brosnan að endingu valinn. Broccoli mun hafa sagt að hún sé þeirrar skoðunar að Bond eigi alltaf að vera leikinn af breskum manni en hún er ekki sögð mótfallin því að ráða þeldökkan eða samkynhneigðan mann í hlutverkið. Stýrir Bond-bílnum Forsvarsmenn Amazon hafa lagt til framleiðslu þátta um Bond eða hliðarsöguþætti um Moneypenny eða jafnvel kvenkyns 007. Innan veggja Amazon var ellefu blaðsíðna skjali dreift þar sem teknar voru fram hugmyndir um mögulega þætti og kvikmyndir úr safni MGM. Við hlið allra hugmynda sem tengdust Bond stóð: TBD og að frekari viðræðna væri þörf. Broccoli hefur ekki viljað taka hugmyndir starfsmanna Amazon í mál og hefur þess í stað ítrekað fyrir leiðtogum Amazon að hún sé við stýri Bond-bílsins og ráði ferðinni, samkvæmt heimildum WSJ. Í millitíðinni er það eina sem Amazon hefur gert og tengist Bond raunveruleikaþáttur sem kallast „007: Road to a Million“. Sú framleiðsla hófst áður en Amazon keypti MGM-safnið.
Bíó og sjónvarp Amazon Hollywood James Bond Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira