Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 27. desember 2024 08:03 Komin upp sérkennileg staða á norðurslóðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna, sem gerði kröfu til yfirráða og eignahald á Grænlandi árið 2019, hefur nú endurnýjað þessa kröfu í nafni þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er ekki alveg nýr af nálinni. Því hefur verið haldið fram að Harry S. Truman, þá forseti Bandaríkjanna, hafi sýnt áhuga á að kaupa Grænland árið 1946. Kaup á landi eru ekki óþekkt í sögu Bandaríkjanna sem keyptu t.d. Alaska af Rússum, Louisiana af Frökkum og Flórída af Spáni. Danmörk og sala Grænlands? Danmörk fer með utanríkismál Grænlands fyrir hönd Grænlendinga. Bandaríkin og Danmörk eru bæði NATO ríki. Forsætisráðherra Danmerkur neitaði að selja Grænland eða færa yfirráð Grænlands til Bandaríkjanna árið 2019 og gerir það einnig nú. Árið 2019 lýsti Donald Trump viðbrögðum forsætisráðherrans sem „nasty.“ Yfirvöld á Grænlandi segja að landið sé ekki til sölu. Vegna stríðsins í Úkraínu er Danmörk nú háðari Bandaríkjunum en árið 2019 og er eins og Ísland undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna. Sumir leiðtogar NATO ríkja óttast að Bandaríkin taki öryggisregnhlífina í burtu. Donald Trump hefur líka gefið í skyn að hann muni ekki koma NATO ríkum til varnar er á þau verður ráðist. Hafa verður í huga að vegna loftlagsbreytinga eru nú miklar auðlindir Grænlands, sem áður voru óaðgengilegar, að verða nýtanlegar. Líklegt er að þessar auðlindir, t.d. sjaldgæfir málmar, séu ekki síður ástæða endurnýjaðs áhuga Trump á Grænlandi, en þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða frelsi í heiminum. Þó gæti aðgangur að sjaldgæfum málmum orðið mál sem tengist þjóðaröryggi Bandaríkjanna þó það réttlæti ekki ummæli Trumps og hugsanlegar aðgerðir. Eflaust gætu Bandaríkin líka keypt málma af Grænlandi er vilji væri fyrir hendi án þess að fá yfirráð yfir landinu. NATO ríkið Danmörk er nú að auka hernaðarviðbúnað sinn á Grænlandi hugsanlega vegna yfirlýsinga verðandi forseta Bandaríkjanna, forysturíkis NATO. Danmörk hefur eins og mörg NATO ríki verið að hervæðast í kjölfar Úkraínustríðsins með vopnakaupum frá Bandaríkjunum t.d. F35 orrustuþotum. Danmörk er því háð Bandaríkjunum með viðhald, þjónustu og varahluti fyrir þessar vélar og önnur hergögn sem Danir kaupa af Bandaríkjunum. Afleiðingar Úkraínustríðsins taka sífellt á sig nýjar og óvæntar myndir. Staða Danmerkur gagnvart Bandaríkjunum er ekki sterk. Mikilvægi norðurslóða og stórveldasamkeppnin Mikilvægi norðurslóða fer nú vaxandi vegna loftslagsbreytinga. Ekki bara vegna auðlinda heldur siglingaleiða sem eru að opnast þ.e. Northwest Passage eftir strandlengju Bandaríkjanna (Alaska), Kanada og Grænlands. Og svo Northeast Passage/Northern Sea Route eftir strandlengju Rússlands. Fyrir utan auðlindir og siglingaleiðir blandast stórveldasamkeppni ínní þetta mál. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna til að styrkja stöðu sína á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf aðgang að öruggum siglingleiðum og hefur augljósa hagsmuni af því að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum, Northeast Passage/Northern Sea Route. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Til viðbótar við kröfuna um yfirráð yfir Grænlandi bætast svo við ummæli Donald Trump um Kanada sem ríki í Bandaríkjunum (51. ríkið sett farm í gríni?) og svo hótanir gagnvart Panama, þ.e. að taka yfir Panama skurðinn. Þess má geta að Karl III Bretakonungur er þjóðhöfðingi Kanada. Spurning hvað Bresk stjórnvöld segja um þetta mál? Deilurnar við Panama tengjast stórveldasamkeppni því Kína sem sagt er að sé næststærsti notandi Panama skurðarins og hefur einnig fjárfest í Panama. „The rules based international order“ vs. „Might is right.“ Það vekur athygli að vegna Úkraínustríðsins hafa Bandaríkin og önnur NATO ríki talað mikið um mikilvægi þess að öll lönd virði alþjóðalög og svokallaða „rules based international order“ en nú má spyrja hvort slík sjónarmið séu fokin út í veður og vind? „Might is right.“ Sá sterki ræður, sá veiki tapar. Mikil óvissa er framundan og átakalínur að færast á norðurslóðir og nær Íslandi. Svo er spurning hvert NATO ríki eins og Danmörk og Kanada leita ef Donald Trump setur mikinn þrýsting á löndin. Reyna þau að semja eða reyna þau að mynda einhver bandalög? Svo er Panama í vanda og má sín lítils gagnvart Bandaríkjunum ef í hart fer. Nýlegar yfirlýsingar Donald Trump gætu svo bent til þess að „America First policy“ feli í sér vilja til auka yfirráð þessa öflugasta stórveldis heimsins út fyrir landamæri sín í nafni frelsis, viðskipta- og þjóðaröryggishagsmuna. Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Komin upp sérkennileg staða á norðurslóðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna, sem gerði kröfu til yfirráða og eignahald á Grænlandi árið 2019, hefur nú endurnýjað þessa kröfu í nafni þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er ekki alveg nýr af nálinni. Því hefur verið haldið fram að Harry S. Truman, þá forseti Bandaríkjanna, hafi sýnt áhuga á að kaupa Grænland árið 1946. Kaup á landi eru ekki óþekkt í sögu Bandaríkjanna sem keyptu t.d. Alaska af Rússum, Louisiana af Frökkum og Flórída af Spáni. Danmörk og sala Grænlands? Danmörk fer með utanríkismál Grænlands fyrir hönd Grænlendinga. Bandaríkin og Danmörk eru bæði NATO ríki. Forsætisráðherra Danmerkur neitaði að selja Grænland eða færa yfirráð Grænlands til Bandaríkjanna árið 2019 og gerir það einnig nú. Árið 2019 lýsti Donald Trump viðbrögðum forsætisráðherrans sem „nasty.“ Yfirvöld á Grænlandi segja að landið sé ekki til sölu. Vegna stríðsins í Úkraínu er Danmörk nú háðari Bandaríkjunum en árið 2019 og er eins og Ísland undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna. Sumir leiðtogar NATO ríkja óttast að Bandaríkin taki öryggisregnhlífina í burtu. Donald Trump hefur líka gefið í skyn að hann muni ekki koma NATO ríkum til varnar er á þau verður ráðist. Hafa verður í huga að vegna loftlagsbreytinga eru nú miklar auðlindir Grænlands, sem áður voru óaðgengilegar, að verða nýtanlegar. Líklegt er að þessar auðlindir, t.d. sjaldgæfir málmar, séu ekki síður ástæða endurnýjaðs áhuga Trump á Grænlandi, en þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða frelsi í heiminum. Þó gæti aðgangur að sjaldgæfum málmum orðið mál sem tengist þjóðaröryggi Bandaríkjanna þó það réttlæti ekki ummæli Trumps og hugsanlegar aðgerðir. Eflaust gætu Bandaríkin líka keypt málma af Grænlandi er vilji væri fyrir hendi án þess að fá yfirráð yfir landinu. NATO ríkið Danmörk er nú að auka hernaðarviðbúnað sinn á Grænlandi hugsanlega vegna yfirlýsinga verðandi forseta Bandaríkjanna, forysturíkis NATO. Danmörk hefur eins og mörg NATO ríki verið að hervæðast í kjölfar Úkraínustríðsins með vopnakaupum frá Bandaríkjunum t.d. F35 orrustuþotum. Danmörk er því háð Bandaríkjunum með viðhald, þjónustu og varahluti fyrir þessar vélar og önnur hergögn sem Danir kaupa af Bandaríkjunum. Afleiðingar Úkraínustríðsins taka sífellt á sig nýjar og óvæntar myndir. Staða Danmerkur gagnvart Bandaríkjunum er ekki sterk. Mikilvægi norðurslóða og stórveldasamkeppnin Mikilvægi norðurslóða fer nú vaxandi vegna loftslagsbreytinga. Ekki bara vegna auðlinda heldur siglingaleiða sem eru að opnast þ.e. Northwest Passage eftir strandlengju Bandaríkjanna (Alaska), Kanada og Grænlands. Og svo Northeast Passage/Northern Sea Route eftir strandlengju Rússlands. Fyrir utan auðlindir og siglingaleiðir blandast stórveldasamkeppni ínní þetta mál. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna til að styrkja stöðu sína á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf aðgang að öruggum siglingleiðum og hefur augljósa hagsmuni af því að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum, Northeast Passage/Northern Sea Route. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Til viðbótar við kröfuna um yfirráð yfir Grænlandi bætast svo við ummæli Donald Trump um Kanada sem ríki í Bandaríkjunum (51. ríkið sett farm í gríni?) og svo hótanir gagnvart Panama, þ.e. að taka yfir Panama skurðinn. Þess má geta að Karl III Bretakonungur er þjóðhöfðingi Kanada. Spurning hvað Bresk stjórnvöld segja um þetta mál? Deilurnar við Panama tengjast stórveldasamkeppni því Kína sem sagt er að sé næststærsti notandi Panama skurðarins og hefur einnig fjárfest í Panama. „The rules based international order“ vs. „Might is right.“ Það vekur athygli að vegna Úkraínustríðsins hafa Bandaríkin og önnur NATO ríki talað mikið um mikilvægi þess að öll lönd virði alþjóðalög og svokallaða „rules based international order“ en nú má spyrja hvort slík sjónarmið séu fokin út í veður og vind? „Might is right.“ Sá sterki ræður, sá veiki tapar. Mikil óvissa er framundan og átakalínur að færast á norðurslóðir og nær Íslandi. Svo er spurning hvert NATO ríki eins og Danmörk og Kanada leita ef Donald Trump setur mikinn þrýsting á löndin. Reyna þau að semja eða reyna þau að mynda einhver bandalög? Svo er Panama í vanda og má sín lítils gagnvart Bandaríkjunum ef í hart fer. Nýlegar yfirlýsingar Donald Trump gætu svo bent til þess að „America First policy“ feli í sér vilja til auka yfirráð þessa öflugasta stórveldis heimsins út fyrir landamæri sín í nafni frelsis, viðskipta- og þjóðaröryggishagsmuna. Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar