Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 31. desember 2024 07:00 Nú er árið 2024 að klárast og það er óhætt að segja að það hafi ekki verið nein lognmolla á árinu, frekar en fyrri ár. Sveitarfélög um allt land hafa glímt við fjölmargar og ólíkar áskoranir, og alls staðar er metnaður og kraftur í fyrirrúmi við að leysa verkefnin fljótt og vel. Sterk sveitarfélög skipta nefnilega lykilmáli fyrir gott samfélag, og sveitarfélögin gegna lykilhlutverki í daglegu lífi og veita okkur þjónustu frá vöggu til grafar. Á venjulegum degi er hver og einn íbúi með fjölmarga snertifleti við þá nærþjónustu sem sveitarfélögin veita. Hvort sem um er að ræða leikskóla, grunnskóla, frístundarstarf, íþrótta- og æskulýðsstarf, sorphirðu eða viðhald vega. Tækifæri til að auka samvinnu Það er mikilvægt að muna að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eru samherjar í að byggja upp gott samfélag, og það eru víða tækifæri í að einfalda hlutina og auka samvinnu. Þar get ég nefnt aukna samvinnu við gerð kjarasamninga hjá hinu opinbera. Annað dæmi er stafræn þróun, þar kalla ég eftir auknum samtakamætti allra aðila en stafræn verkefni hjálpa okkur að þjónusta íbúa betur og með hagkvæmari hætti. Annað verkefni sem ég vil nefna er kostnaðarskipting í málefnum fatlaðs fólks, og barna með með fjölþættan vanda. Það er gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að því, ríki og sveitarfélög í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks, að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun og fyrirkomulag málaflokksins til framtíðar. Við hjá Sambandinu höfum lagt mikla áherslu á það í samtölum við helstu hagaðila að við þurfum að ná sátt um þessa þætti sem allra fyrst, og höfum sett af stað vinnu til að tryggja að svo verði. Það eru hagsmunir allra að sveitarfélögin hafi bolmagn til að sinna þessari þjónustu eins vel og metnaður þeirra stendur til, með hagsmuni notenda að leiðarljósi. Stöðuleiki er mikilvægur Eitt af stóru verkefnum ársins var gerð langtímakjarasamninga, bæði á almennum og opinberum markaði. Sveitarfélögin studdu við gerð kjarasamninga með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og hófsömum gjaldskrárhækkunum. Stöðugleikasamningarnir svokölluðu hafa það að markmiði að draga úr verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Þetta miðar allt að því að ná efnahagslegum stöðugleika hér á landi, og þar erum við á réttri leið. Samninganefnd sveitarfélaga hefur undirritað kjarasamninga á þessum nótum við mikinn meirihluta starfsfólks sveitarfélaga. Á haustmánuðum boðuðu aðildafélög KÍ hins vegar til verkfalla þar sem ekki hafði tekist að ná samningnum. Fóru nokkrir leik-, grunn- og framhaldsskólar um allt land í verkföll sem að reyndu mikið á nemendur, kennara, foreldra og sveitarfélögin. Þann 29. nóvember samþykktu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og innanhústillögu ríkissáttasemjara um ramma fyrir kjarasamninga. Samhliða því frestaði KÍ öllum verkföllum og aðilar sammældust um að ljúka gerð kjarasamnings. Góður gangur er í viðræðunum og full ástæða til bjartsýni um að samningar klárist fljótlega á nýju ári. Fjárfestingar sveitarfélaga aukast Mörg sveitarfélög hafa verið í örum vexti undanfarin ár og það er sannarlega áskorun að vaxa hratt í hárri verðbólgu og vöxtum. Þrátt fyrir það jukust fjárfestingar sveitarfélaga á árinu 2023 og námu 76 milljörðum króna eða 14% af tekjum þeirra, en til samanburðar fjárfestir ríkissjóður um 100 milljörðum, eða 7% af sínum tekjum. Það er því ljóst að sveitarfélög um allt land eru að sýna mikinn metnað í uppbyggingu samfélagsins. Sveitarfélög hafa ekki staðið íbúðauppbyggingu fyrir þrifum, ólíkt því sem stundum er haldið fram. Árið 2024 urðu tæplega 3.600 íbúðir fullbúnar sem verður að teljast góður árangur m.v. afar háan fjármögnunarkostnað og yfirspenntan vinnumarkað undanfarið. Aldrei hafa fleiri íbúðir verið í byggingu eða með samþykkt byggingaráform. Þá er tæpur þriðjungur íbúða í byggingu með stuðningi hins opinbera, ýmist í gegnum stofnframlög og hlutdeildarlán. Húsnæðisstuðningur sveitarfélaga felst einkum í stofnframlögum, sérstökum húsnæðisstuðningi og í niðurgreiddri leigu á félagslegu húsnæði. Þá styðja sveitarfélög við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis með margvíslegum innviðaframkvæmdum í þágu íbúa. Enda er það svo að sveitarfélög eiga helming vegakerfisins í landinu og meirihluta opinberra bygginga. Nátturuöflin halda áfram að minna á sig Áfram héldu eldgos á Reykjanesi sem höfðu gríðarleg áhrif á Grindavík og íbúa sveitarfélagsins. Náttúruöflin halda þannig áfram að minna okkur hressilega á sig, en það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum og samheldni samfélagsins í Grindavík. Við hjá Sambandinu höfum stutt við sveitarstjórn Grindavíkur eftir fremsta megni og það er óhætt að segja að þau stóru verkefni sem sveitarstjórnin hefur glímt við minni okkur á hversu mikilvæg sterk sveitarfélög eru. Starfsfólk sveitarfélaga um allt land mun halda áfram að vinna margvíslegum verkefnum sem bæta samfélagið okkar á nýju ári. Sveitarfélög um allt land eru að gera frábæra hluti á hverjum degi og metnaðurinn er svo sannarlega til staðar. Við hjá Sambandinu munum halda áfram að vinna að öflugri hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin í landinu. Öflugt sveitarstjórnarstig er nefnilega ein meginstoð velferðar landsmanna. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Kjaramál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú er árið 2024 að klárast og það er óhætt að segja að það hafi ekki verið nein lognmolla á árinu, frekar en fyrri ár. Sveitarfélög um allt land hafa glímt við fjölmargar og ólíkar áskoranir, og alls staðar er metnaður og kraftur í fyrirrúmi við að leysa verkefnin fljótt og vel. Sterk sveitarfélög skipta nefnilega lykilmáli fyrir gott samfélag, og sveitarfélögin gegna lykilhlutverki í daglegu lífi og veita okkur þjónustu frá vöggu til grafar. Á venjulegum degi er hver og einn íbúi með fjölmarga snertifleti við þá nærþjónustu sem sveitarfélögin veita. Hvort sem um er að ræða leikskóla, grunnskóla, frístundarstarf, íþrótta- og æskulýðsstarf, sorphirðu eða viðhald vega. Tækifæri til að auka samvinnu Það er mikilvægt að muna að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eru samherjar í að byggja upp gott samfélag, og það eru víða tækifæri í að einfalda hlutina og auka samvinnu. Þar get ég nefnt aukna samvinnu við gerð kjarasamninga hjá hinu opinbera. Annað dæmi er stafræn þróun, þar kalla ég eftir auknum samtakamætti allra aðila en stafræn verkefni hjálpa okkur að þjónusta íbúa betur og með hagkvæmari hætti. Annað verkefni sem ég vil nefna er kostnaðarskipting í málefnum fatlaðs fólks, og barna með með fjölþættan vanda. Það er gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að því, ríki og sveitarfélög í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks, að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun og fyrirkomulag málaflokksins til framtíðar. Við hjá Sambandinu höfum lagt mikla áherslu á það í samtölum við helstu hagaðila að við þurfum að ná sátt um þessa þætti sem allra fyrst, og höfum sett af stað vinnu til að tryggja að svo verði. Það eru hagsmunir allra að sveitarfélögin hafi bolmagn til að sinna þessari þjónustu eins vel og metnaður þeirra stendur til, með hagsmuni notenda að leiðarljósi. Stöðuleiki er mikilvægur Eitt af stóru verkefnum ársins var gerð langtímakjarasamninga, bæði á almennum og opinberum markaði. Sveitarfélögin studdu við gerð kjarasamninga með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og hófsömum gjaldskrárhækkunum. Stöðugleikasamningarnir svokölluðu hafa það að markmiði að draga úr verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Þetta miðar allt að því að ná efnahagslegum stöðugleika hér á landi, og þar erum við á réttri leið. Samninganefnd sveitarfélaga hefur undirritað kjarasamninga á þessum nótum við mikinn meirihluta starfsfólks sveitarfélaga. Á haustmánuðum boðuðu aðildafélög KÍ hins vegar til verkfalla þar sem ekki hafði tekist að ná samningnum. Fóru nokkrir leik-, grunn- og framhaldsskólar um allt land í verkföll sem að reyndu mikið á nemendur, kennara, foreldra og sveitarfélögin. Þann 29. nóvember samþykktu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og innanhústillögu ríkissáttasemjara um ramma fyrir kjarasamninga. Samhliða því frestaði KÍ öllum verkföllum og aðilar sammældust um að ljúka gerð kjarasamnings. Góður gangur er í viðræðunum og full ástæða til bjartsýni um að samningar klárist fljótlega á nýju ári. Fjárfestingar sveitarfélaga aukast Mörg sveitarfélög hafa verið í örum vexti undanfarin ár og það er sannarlega áskorun að vaxa hratt í hárri verðbólgu og vöxtum. Þrátt fyrir það jukust fjárfestingar sveitarfélaga á árinu 2023 og námu 76 milljörðum króna eða 14% af tekjum þeirra, en til samanburðar fjárfestir ríkissjóður um 100 milljörðum, eða 7% af sínum tekjum. Það er því ljóst að sveitarfélög um allt land eru að sýna mikinn metnað í uppbyggingu samfélagsins. Sveitarfélög hafa ekki staðið íbúðauppbyggingu fyrir þrifum, ólíkt því sem stundum er haldið fram. Árið 2024 urðu tæplega 3.600 íbúðir fullbúnar sem verður að teljast góður árangur m.v. afar háan fjármögnunarkostnað og yfirspenntan vinnumarkað undanfarið. Aldrei hafa fleiri íbúðir verið í byggingu eða með samþykkt byggingaráform. Þá er tæpur þriðjungur íbúða í byggingu með stuðningi hins opinbera, ýmist í gegnum stofnframlög og hlutdeildarlán. Húsnæðisstuðningur sveitarfélaga felst einkum í stofnframlögum, sérstökum húsnæðisstuðningi og í niðurgreiddri leigu á félagslegu húsnæði. Þá styðja sveitarfélög við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis með margvíslegum innviðaframkvæmdum í þágu íbúa. Enda er það svo að sveitarfélög eiga helming vegakerfisins í landinu og meirihluta opinberra bygginga. Nátturuöflin halda áfram að minna á sig Áfram héldu eldgos á Reykjanesi sem höfðu gríðarleg áhrif á Grindavík og íbúa sveitarfélagsins. Náttúruöflin halda þannig áfram að minna okkur hressilega á sig, en það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum og samheldni samfélagsins í Grindavík. Við hjá Sambandinu höfum stutt við sveitarstjórn Grindavíkur eftir fremsta megni og það er óhætt að segja að þau stóru verkefni sem sveitarstjórnin hefur glímt við minni okkur á hversu mikilvæg sterk sveitarfélög eru. Starfsfólk sveitarfélaga um allt land mun halda áfram að vinna margvíslegum verkefnum sem bæta samfélagið okkar á nýju ári. Sveitarfélög um allt land eru að gera frábæra hluti á hverjum degi og metnaðurinn er svo sannarlega til staðar. Við hjá Sambandinu munum halda áfram að vinna að öflugri hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin í landinu. Öflugt sveitarstjórnarstig er nefnilega ein meginstoð velferðar landsmanna. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun