Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að fjöldi fólks hafi fengið aðstoð. Fólk var tekið úr á annan tug bíla og flutt niður af Vatnaleið, auk þess sem ökumenn tveggja vörubíla voru aðstoðaðir við að komast niður.
Aðgerðum lauk umklukkan átta í kvöld.
Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð.
Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að fjöldi fólks hafi fengið aðstoð. Fólk var tekið úr á annan tug bíla og flutt niður af Vatnaleið, auk þess sem ökumenn tveggja vörubíla voru aðstoðaðir við að komast niður.
Aðgerðum lauk umklukkan átta í kvöld.