Ingileif var aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í kosningbaráttunni og halda þær samstarfi sínu áfram í utanríkisráðuneytinu.
Hún segir starfið sem framundan er leggjast vel í sig. „Stór verkefni framundan og staðan á alþjóðavettavangi mjög flókin en ég hlakka til að takast á þessu með Þorgerði,“ segir Ingileif.
María Rut, eiginkona Ingileifar, er nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar.
„Ég hef verið á hliðarlínunni með þeim í sjö ár. Við höfum alltaf rætt pólitíkina mikið heima og við höfum kallað það aðstoðarmann aðstoðarmanns,“ segir Ingileif.
„Pólitíkin verður auðvitað mjög mikið rædd áfram á heimilinu þar sem María er orðin þingmaður.“
Ingileif kíkti við í ráðuneytið á milli jóla og nýars en hefur störf af fullum krafti á morgun en þá mun ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur halda vinnufund á Þingvöllum.
Ingileif starfaði áður sem framleiðandi, til að mynda í þáttaröðunum LXS. Þá gaf hún út bókina Ljósbrot fyrr á þessu ári.
Þegar hefur komið fram að Stefanía Sigurðardóttir verður aðstoðarmaður Hönnu Katrínar og Jón Steindór verði aðstoðarmaður Daða Más.