Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:56 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Gunnar Þórðarson, einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands á tónleikunum sem fóru fram í gær. mynd/Halla Tómasdóttir Mikill stjörnufans var á 80 ára afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem fóru fram í gær við góðar undirtektir. Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira