CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 6. janúar 2025 18:02 CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun