Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Jón Þór Stefánsson skrifar 6. janúar 2025 19:48 Bjarni Benediktsson tilkynnti í dag að hann myndi stíga af sviði stjórnmálanna. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Bjarni Benediktsson muni fá góða dóma í sögubókunum. Hann tilkynnti í dag að hann hygðist ekki taka sæti á þingi né gefa kost á sér í áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún telur að Bjarni hafi sjálfur viljað halda áfram, en ákveðið að gera það ekki eftir samtöl við flokksmenn og fjölskyldumeðlimi. „Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
„Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira